Elsku seðlabankastjóri... Vilhjálmur Birgisson skrifar 30. mars 2022 13:01 Að hugsa sér þessi ummæli frá seðlabankastjóra um að hagvaxtaraukinn, sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót, skuli ekki koma sér vel! En í Lífskjarasamningnum var samið um svokallaðan hagvaxtarauka og nú liggur fyrir að hagvöxtur pr. mann hækkaði fyrir árið 2021 um 2,53% milli ára. Þessi hækkun á hagvexti tryggir hækkun samkvæmt lífskjarasamningnum á mánaðarlaunataxta um 10.500 kr. og hækkun á almenn laun um 7.875 kr. á mánuði skv. áðurnefndum samningi. Það er svo grátbroslegt að sjá seðlabankastjóra agnúast yfir 10.500 kr. launahækkun hjá lágtekjufólki en segja nánast ekkert yfir stjarnfræðilegum hækkunum á mánaðarlaunum hjá hinum ýmsu forstjórum. En samkvæmt frétt frá Kjarnanum frá 3. mars á þessu ári þá hækkuðu mánaðarlaun forstjóra þeirra 20 félaga sem skráð voru á aðalmarkað Kauphallar Íslands á síðasta ári að meðaltali um 444 þúsund krónur og voru þeir með rúmlega 5,6 milljónir króna í mánaðarlaun. Hvernig á verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði að takast á við verðlagshækkanir á öllum sviðum og sem dæmi þá hefur aðili á leigumarkaði sem leigir á 250 þúsund á mánuði þurft að þola 16.750 króna hækkun á leigu vegna hækkunar á vísitölunni. Ég tel að seðlabankastjóri eigi að byrja á því að gagnrýna af krafti þær gríðarlegu launahækkanir hjá efri lögum samfélagsins áður en hann gagnrýnir örlitlar launahækkanir sem verkafólk er að fá sem hrökkva skammt upp í allar þær kostnaðarhækkanir sem dynja á almenningi um þessar mundir. Einnig væri ráðlegt að gagnrýna þær gríðarlegu arðgreiðslur sem nú eiga sér stað til eigenda og fjárfesta fyrirtækja en áætlað er að þær muni nema 200 milljörðum í ár. Elsku Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, byrjaðu að gagnrýna þessa þætti áður en þú finnur að 10.500 kr. hækkun til handa launafólki. Meðan þú ekki gerir það er ekki hægt annað en að segja að öll þín gagnrýni á hagvaxtaraukann sé grátbrosleg hræsni! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Að hugsa sér þessi ummæli frá seðlabankastjóra um að hagvaxtaraukinn, sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót, skuli ekki koma sér vel! En í Lífskjarasamningnum var samið um svokallaðan hagvaxtarauka og nú liggur fyrir að hagvöxtur pr. mann hækkaði fyrir árið 2021 um 2,53% milli ára. Þessi hækkun á hagvexti tryggir hækkun samkvæmt lífskjarasamningnum á mánaðarlaunataxta um 10.500 kr. og hækkun á almenn laun um 7.875 kr. á mánuði skv. áðurnefndum samningi. Það er svo grátbroslegt að sjá seðlabankastjóra agnúast yfir 10.500 kr. launahækkun hjá lágtekjufólki en segja nánast ekkert yfir stjarnfræðilegum hækkunum á mánaðarlaunum hjá hinum ýmsu forstjórum. En samkvæmt frétt frá Kjarnanum frá 3. mars á þessu ári þá hækkuðu mánaðarlaun forstjóra þeirra 20 félaga sem skráð voru á aðalmarkað Kauphallar Íslands á síðasta ári að meðaltali um 444 þúsund krónur og voru þeir með rúmlega 5,6 milljónir króna í mánaðarlaun. Hvernig á verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði að takast á við verðlagshækkanir á öllum sviðum og sem dæmi þá hefur aðili á leigumarkaði sem leigir á 250 þúsund á mánuði þurft að þola 16.750 króna hækkun á leigu vegna hækkunar á vísitölunni. Ég tel að seðlabankastjóri eigi að byrja á því að gagnrýna af krafti þær gríðarlegu launahækkanir hjá efri lögum samfélagsins áður en hann gagnrýnir örlitlar launahækkanir sem verkafólk er að fá sem hrökkva skammt upp í allar þær kostnaðarhækkanir sem dynja á almenningi um þessar mundir. Einnig væri ráðlegt að gagnrýna þær gríðarlegu arðgreiðslur sem nú eiga sér stað til eigenda og fjárfesta fyrirtækja en áætlað er að þær muni nema 200 milljörðum í ár. Elsku Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, byrjaðu að gagnrýna þessa þætti áður en þú finnur að 10.500 kr. hækkun til handa launafólki. Meðan þú ekki gerir það er ekki hægt annað en að segja að öll þín gagnrýni á hagvaxtaraukann sé grátbrosleg hræsni! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambands Íslands.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar