Reynsluboltinn Ásbjörn: „Þegar þú ert með börn og heimili þá er oft gott að komast á æfingu með strákunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2022 08:01 Ásbjörn Friðriksson í leik gegn erkifjendunum í Haukum. vísir/vilhelm Hinn stórskemmtilegi liður „Eina“ með hinum eina sanna Guðjóni Guðmundssyni eða Gaupa eins og alþjóð þekkir hann betur sem var á sínum stað í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Þar var rætt við Ásbjörn Friðriksson, einn besta leikmann FH sem og Olís-deildar karla í handbolta. „Hann hefur verið á toppnum í Olís deild karla í níu ár, einn albesta leikmaður deildarinnar. Við erum að tala um eina foringjann í Hafnafirði,“ hóf Gaupi á að segja í innslaginu sem sjá má neðar í fréttinni. Þar er farið yfir víðan völl með Ásbirni. „Þakka þér fyrir,“ sagði Ásbjörn áður en hann svaraði spurningu Gaupa varðandi hvernig hann færi að því að vera meðal bestu manna ár eftir ár. „Ætli ég sé ekki bara duglegur að æfa, duglegur að skoða andstæðinginn áður en maður spilar á móti honum og þetta klassíska halda sér í standi og reyna að bæta leikinn af því maður verður slakari í einhverjum þáttum þegar maður eldist svo maður verður að vera klókari í hausnum og öðrum þáttum á móti.“ Unnið allt sem hægt er að vinna með FH Ásbjörn varð Íslandsmeistari með FH 2011 en hver er munurinn á því liði og FH-liðinu undanfarin ár? „Það er margt búið að breytast í taktík og svona en 2011 liðið væri rosalega gott í deildinni í dag, það er alveg ljóst. Það voru hörku leikmenn. Þetta var stórt lið, enda unnum við titilinn.“ „Aðallega taktískir hlutir sem eru búnir að breytast. Leikurinn orðinn aðeins hraðari, 7 á 6, taka markmanninn út. Að mínu viti góðar breytingar.“ „Ég held að heilt yfir séu þessir ungu leikmenn sem eru að koma upp öðruvísi – tæknískari og lunknari – en var. Þeir eru lunknari en fleiri harðari og hraustari sem komu upp fyrir tíu árum.“ „Við erum með svo marga unga í liðinu, það heldur manni ungum,“ sagði Ásbjörn og glotti við tönn er Gaupi spurði hann hvort hann væri ekkert farinn að þreytast. Hann væri jú að verða 34 ára gamall í vor. „Þegar þú ert með börn og heimili þá er oft gott að komast á æfingu með strákunum. Það heldur manni ferskum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar ræðir Ásbjörn meðal annars hversu lengi hann stefnir á að spila í Olís-deildinni, nýtt hlutverk sem spilandi aðstoðarþjálfari og breytingar á efstu deild. Klippa: Eina með Ásbirni Friðrikssyni Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Handbolti Íslenski handboltinn Seinni bylgjan FH Olís-deild karla Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Gæti hætt snemma eins og Björn Borg Sport Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Sport Fleiri fréttir Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Sjá meira
„Hann hefur verið á toppnum í Olís deild karla í níu ár, einn albesta leikmaður deildarinnar. Við erum að tala um eina foringjann í Hafnafirði,“ hóf Gaupi á að segja í innslaginu sem sjá má neðar í fréttinni. Þar er farið yfir víðan völl með Ásbirni. „Þakka þér fyrir,“ sagði Ásbjörn áður en hann svaraði spurningu Gaupa varðandi hvernig hann færi að því að vera meðal bestu manna ár eftir ár. „Ætli ég sé ekki bara duglegur að æfa, duglegur að skoða andstæðinginn áður en maður spilar á móti honum og þetta klassíska halda sér í standi og reyna að bæta leikinn af því maður verður slakari í einhverjum þáttum þegar maður eldist svo maður verður að vera klókari í hausnum og öðrum þáttum á móti.“ Unnið allt sem hægt er að vinna með FH Ásbjörn varð Íslandsmeistari með FH 2011 en hver er munurinn á því liði og FH-liðinu undanfarin ár? „Það er margt búið að breytast í taktík og svona en 2011 liðið væri rosalega gott í deildinni í dag, það er alveg ljóst. Það voru hörku leikmenn. Þetta var stórt lið, enda unnum við titilinn.“ „Aðallega taktískir hlutir sem eru búnir að breytast. Leikurinn orðinn aðeins hraðari, 7 á 6, taka markmanninn út. Að mínu viti góðar breytingar.“ „Ég held að heilt yfir séu þessir ungu leikmenn sem eru að koma upp öðruvísi – tæknískari og lunknari – en var. Þeir eru lunknari en fleiri harðari og hraustari sem komu upp fyrir tíu árum.“ „Við erum með svo marga unga í liðinu, það heldur manni ungum,“ sagði Ásbjörn og glotti við tönn er Gaupi spurði hann hvort hann væri ekkert farinn að þreytast. Hann væri jú að verða 34 ára gamall í vor. „Þegar þú ert með börn og heimili þá er oft gott að komast á æfingu með strákunum. Það heldur manni ferskum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar ræðir Ásbjörn meðal annars hversu lengi hann stefnir á að spila í Olís-deildinni, nýtt hlutverk sem spilandi aðstoðarþjálfari og breytingar á efstu deild. Klippa: Eina með Ásbirni Friðrikssyni Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Handbolti Íslenski handboltinn Seinni bylgjan FH Olís-deild karla Mest lesið Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Fótbolti Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Bað Jón Arnar afsökunar í upphafi ræðu sinnar Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Gæti hætt snemma eins og Björn Borg Sport Geitungur truflaði úrslitaleik HM í pílu Sport Fleiri fréttir Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Sjá meira