Formúla 1

Vettel gæti líka misst af kappakstrinum í Sádi-Arabíu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sebastian Vettel gæti þurft að horfa á annan kappakstur í sjónvarpinu.
Sebastian Vettel gæti þurft að horfa á annan kappakstur í sjónvarpinu. Lars Baron/Getty Images

Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, gæti misst af keppakstrinum í Sádi-Arabíu um helgina vegna kórónuveirunnar.

Vettel gat ekki verið með í fyrsta kappakstri tímabilsins seinustu helgi eftir að hann greindist með veiruna og því þurfti Nico Hülkenberg að aka Aston Martin bifreið hans.

Nú gæti það farið svo að Vettel verði ekki heldur með í kappakstrinum sem fram fer á sunnudaginn. Hann hefur ekki enn skilað neikvæðu kórónuveiruprófi og eins og staðan er núna má hann því ekki keppa.

Aston Martin-liðið gæti því þurft að kalla varamanninn Hülkenberg inn í liðið aðra vikuna í röð, en hann endaði í 17. sæti seinustu helgi.

Liðið hefur gefið Vettel frest til morguns til að skila neikvæðu kórónuveiruprófi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.