Vinnuvika barna Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 23. mars 2022 14:30 Á undanförnum misserum hafa ýmsar starfsstéttir samið um styttingu vinnuvikunnar. Með styttingunni fær fólk meiri frítíma til að sinna sjálfu sér, sínum áhugamálum og í samveru með fjölskyldu og vinum. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem vinnuvika launafólks er stytt. Þann 1. janúar árið 1972 tóku gildi lög um styttingu vinnuviku í 40 stundir úr 44 stundum. Flestir hættu þá að vinna á laugardögum og jafnframt var vinnuvika skólabarna stytt úr sex í fimm daga. Frá þessum tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og samfélagið tekið miklum breytingum. Árið 1989 var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna samþykktur á Allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna og undirritaður á Íslandi. Sáttmálinn var svo lögfestur hér á landi árið 2013. Samkvæmt sáttmálanum eiga öll börn rétt á menntun, hvíld og tómstundum svo eitthvað sé nefnt. Ekki má mismuna börnum hvað varðar réttindi sáttmálans eftir stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Þrátt fyrir aukna vitund um réttindi barna og bann við mismunun þeirra má þó víða í samfélaginu finna þessa mismunun sem að sumu leyti eru leifar fyrri tíma, leifar annars samfélags. Hér verður tæpt á því sem viðvíkur vinnutíma barna. Skóladagur grunnskólabarna byrjar yfirleitt upp úr klukkan átta að morgni og stendur fram eftir degi, þó mislangt eftir aldri barnanna. Eftir skóladaginn fara yngstu börnin gjarnan í frístund til um klukkan fjögur eða fimm. Sum þeirra eiga þess kost að sækja tómstundir sínar úr frístundinni en önnur þurfa að sækja tómstundir eftir að skóladegi líkur, gjarnan milli klukkan 16 og 19. Vonandi munu öll börn á grunnskólaaldri geta sinnt öllum tómstundum sínum innan hefðbundins vinnudags áður en langt um líður. Er heim er komið er svo heimavinnan eftir, auka vinna sem bætt er á börnin til að sinna eftir að skóladegi lýkur. Fleiri stærðfræðidæmi, meiri lestur, spurningar, sögur, ritgerðir og fleira. Jafnvel þarf að ljúka því sem ekki tókst að ljúka í skólanum. Þetta skal vinna eftir langan vinnudag. Örþreyttir foreldrar og börn leggjast yfir vinnuna meðan á matseld stendur. Jafnvel tekur heimavinnan það mikinn toll að svefntími barnanna skerðist. Foreldrar eiga mis auðvelt með að hjálpa börnum sínum með heimanám, enda er bakgrunnur þeirra, menntun og forsendur misjafnar. Þarna skapast mikil mismunun meðal barna, mismunun sem er ólögleg samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þau börn sem eiga hve erfiðast með að ljúka vinnu sinni eiga jafnvel erfiðast með að fá aðstoð heima. Ég geri ekki ráð fyrir að launafólk yrði sátt ef að eftir hvern vinnudag þyrfti ávallt að sinna ákveðnum verkefnum heima, svo sem að lesa tvær skýrslur í hverri viku, færa bókhald fyrir einn mánuð eða svara tölvupósti einungis heima. Hin aukna vitund um að skilja að frítíma og vinnu hefur ekki alls staðar náð til barna og fjölskyldna þeirra. Barnheill – Save the Children á Íslandi vilja hvetja skólasamfélagið á Íslandi að gefa börnum frí eftir að skóladegi lýkur. Samtökin hvetja alla skóla til að afnema heimavinnu og að allt það nám sem börnin eiga að sinna fari fram innan skólans. Í skólanum eiga börn að fá þá aðstoð sem þeim ber til að sinna námi sínu. Vitað er að víða hefur þessi forna hefð verið afnumin og það ber að þakka. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Margrét Júlía Rafnsdóttir Réttindi barna Grunnskólar Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hafa ýmsar starfsstéttir samið um styttingu vinnuvikunnar. Með styttingunni fær fólk meiri frítíma til að sinna sjálfu sér, sínum áhugamálum og í samveru með fjölskyldu og vinum. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem vinnuvika launafólks er stytt. Þann 1. janúar árið 1972 tóku gildi lög um styttingu vinnuviku í 40 stundir úr 44 stundum. Flestir hættu þá að vinna á laugardögum og jafnframt var vinnuvika skólabarna stytt úr sex í fimm daga. Frá þessum tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og samfélagið tekið miklum breytingum. Árið 1989 var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna samþykktur á Allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna og undirritaður á Íslandi. Sáttmálinn var svo lögfestur hér á landi árið 2013. Samkvæmt sáttmálanum eiga öll börn rétt á menntun, hvíld og tómstundum svo eitthvað sé nefnt. Ekki má mismuna börnum hvað varðar réttindi sáttmálans eftir stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Þrátt fyrir aukna vitund um réttindi barna og bann við mismunun þeirra má þó víða í samfélaginu finna þessa mismunun sem að sumu leyti eru leifar fyrri tíma, leifar annars samfélags. Hér verður tæpt á því sem viðvíkur vinnutíma barna. Skóladagur grunnskólabarna byrjar yfirleitt upp úr klukkan átta að morgni og stendur fram eftir degi, þó mislangt eftir aldri barnanna. Eftir skóladaginn fara yngstu börnin gjarnan í frístund til um klukkan fjögur eða fimm. Sum þeirra eiga þess kost að sækja tómstundir sínar úr frístundinni en önnur þurfa að sækja tómstundir eftir að skóladegi líkur, gjarnan milli klukkan 16 og 19. Vonandi munu öll börn á grunnskólaaldri geta sinnt öllum tómstundum sínum innan hefðbundins vinnudags áður en langt um líður. Er heim er komið er svo heimavinnan eftir, auka vinna sem bætt er á börnin til að sinna eftir að skóladegi lýkur. Fleiri stærðfræðidæmi, meiri lestur, spurningar, sögur, ritgerðir og fleira. Jafnvel þarf að ljúka því sem ekki tókst að ljúka í skólanum. Þetta skal vinna eftir langan vinnudag. Örþreyttir foreldrar og börn leggjast yfir vinnuna meðan á matseld stendur. Jafnvel tekur heimavinnan það mikinn toll að svefntími barnanna skerðist. Foreldrar eiga mis auðvelt með að hjálpa börnum sínum með heimanám, enda er bakgrunnur þeirra, menntun og forsendur misjafnar. Þarna skapast mikil mismunun meðal barna, mismunun sem er ólögleg samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þau börn sem eiga hve erfiðast með að ljúka vinnu sinni eiga jafnvel erfiðast með að fá aðstoð heima. Ég geri ekki ráð fyrir að launafólk yrði sátt ef að eftir hvern vinnudag þyrfti ávallt að sinna ákveðnum verkefnum heima, svo sem að lesa tvær skýrslur í hverri viku, færa bókhald fyrir einn mánuð eða svara tölvupósti einungis heima. Hin aukna vitund um að skilja að frítíma og vinnu hefur ekki alls staðar náð til barna og fjölskyldna þeirra. Barnheill – Save the Children á Íslandi vilja hvetja skólasamfélagið á Íslandi að gefa börnum frí eftir að skóladegi lýkur. Samtökin hvetja alla skóla til að afnema heimavinnu og að allt það nám sem börnin eiga að sinna fari fram innan skólans. Í skólanum eiga börn að fá þá aðstoð sem þeim ber til að sinna námi sínu. Vitað er að víða hefur þessi forna hefð verið afnumin og það ber að þakka. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun