Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 22. mars 2022 15:01 Helztu útflutningstekjur Rússlands koma til vegna sölu á olíu og gasi. Einkum til ríkja Evrópusambandsins. Ljóst má vera að ekki sízt vegna þessarra tekna hafi rússnesk stjórnvöld getað fjármagnað hernaðaruppbyggingu sína á liðnum árum, innlimun Krímskagans árið 2014 og loks innrás sína í Úkraínu í lok febrúar með öllum þeim miklu hörmungum sem hún hefur haft í för með sér fyrir íbúa landsins. Ráðamenn Evrópusambandsins ákváðu að halda þessum viðskiptum við Rússland áfram eins og ekkert hefði í skorizt eftir innlimun Krímskagans og voru þau fyrir vikið ekki hluti af viðskiptaþvingunum sambandsins gagnvart landinu. Í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hefur Evrópusambandið að sama skapi ekki viljað skrúfa fyrir kaup á olíu og gasi frá Rússlandi og ekki viljað að þvinganir næðu til þeirra. Þegar til stóð að útiloka rússneska banka frá alþjóðlega millifærslukerfinu SWIFT mætti það verulegri andstöðu frá Evrópusambandinu. Skýringin er sú að kerfið er notað í olíu- og gasviðskiptum sambandsins við Rússland. Loks lét Evrópusambandið undan þrýstingi og lokaði á sjö rússneska banka en undanskildi hins vegar stærsta banka landsins, Sberbank, sem og fleiri banka sem koma að þessum viðskiptum. Varnaðarorð hunzuð og gefið í Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lokað fyrir innflutning á rússneskri olíu og gasi og Bretar stefna að því að verða algerlega óháðir Rússlandi í þeim efnum síðar á þessu ári. Evrópusambandið kynnti upphaflega áform um að verða ekki lengur háð rússneskri olíu og gasi fyrir árið 2030. Vegna harðrar gagnrýni á þau áform tilkynnti sambandið að stefnt væri að því að draga úr notkun að miklu leyti fyrir næstu áramót. Hvort þessi áform Evrópusambandsins eiga eftir að ganga eftir kemur í ljós en sambandið hefur ekki beinlínis verið þekkt fyrir það til þessa að setja sér raunhæfar tímaáætlanir. Ekki sízt í efnahagsmálum. Hins vegar er furðulegt að ekki hafi verið hlustað á ítrekuð varnaðarorð og fyrir löngu gripið til aðgerða til þess að gera ríki Evrópusambandsins minna háð rússneskri olíu og gasi. Áður en barnið datt í brunninn. Hluti af ástæðunni fyrir því hversu háð ófá ríki Evrópusambandsins eru olíu og gasi frá Rússlandi er arfur frá árum kalda stríðsins þegar austurevrópsk ríki, sem nú eru í sambandinu, voru flest undir járnhæl Sovétríkjanna. Hins vegar hefur á liðnum árum, í stað þess að draga úr í þessum efnum, þvert á móti verið bætt verulega í og þannig meðal annars verið lagðar nýjar gasleiðslur frá Rússlandi til Þýzkalands. Féllu kylliflatir í gildru Pútíns Fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi markvisst unnið að því að gera Evrópusambandið meira háð rússneskri olíu og gasi til þess að verjast mögulegum viðskiptaþvingunum gegn helztu útflutningsgreinum landsins og um leið fjármagna hernaðaruppbyggingu hans og fyrirhuguð hernaðaráform. Forystumenn sambandsins hafi fallið kylliflatir í þá gildru hans. Við þetta bætist síðan að ítök kínverskra stjórnvalda í efnahagsmálum Evrópusambandsins hafa aukizt verulega á liðnum árum og beinlínis fyrir hvatningu forystumanna sambandsins í kjölfar alþjóðlegu efnahagskrísunnar á sínum tíma. Er nú svo komið að ráðamönnum í Brussel er hætt að lítast á blikuna í þeim efnum. Þá hafa ríki Evrópusambandsins sem kunnugt er vanrækt alvarlega varnir sínar árum saman. Fyrir vikið er ótrúlegt að hlýða á yfirlýsingar harðra stuðningsmanna inngöngu Íslands í Evrópusambandið þess efnis að innganga í sambandið sé til þess fallin að tryggja öryggi okkar gagnvart stjórnvöldum í Kína og Rússlandi. Gefur framganga forystumanna þess virkilega tilefni til þess að ætla að þeim sé treystandi fyrir öryggi okkar þegar þeir hafa svo berlega ekki kunnað sínum eigin fótum forráð í þeim efnum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Helztu útflutningstekjur Rússlands koma til vegna sölu á olíu og gasi. Einkum til ríkja Evrópusambandsins. Ljóst má vera að ekki sízt vegna þessarra tekna hafi rússnesk stjórnvöld getað fjármagnað hernaðaruppbyggingu sína á liðnum árum, innlimun Krímskagans árið 2014 og loks innrás sína í Úkraínu í lok febrúar með öllum þeim miklu hörmungum sem hún hefur haft í för með sér fyrir íbúa landsins. Ráðamenn Evrópusambandsins ákváðu að halda þessum viðskiptum við Rússland áfram eins og ekkert hefði í skorizt eftir innlimun Krímskagans og voru þau fyrir vikið ekki hluti af viðskiptaþvingunum sambandsins gagnvart landinu. Í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hefur Evrópusambandið að sama skapi ekki viljað skrúfa fyrir kaup á olíu og gasi frá Rússlandi og ekki viljað að þvinganir næðu til þeirra. Þegar til stóð að útiloka rússneska banka frá alþjóðlega millifærslukerfinu SWIFT mætti það verulegri andstöðu frá Evrópusambandinu. Skýringin er sú að kerfið er notað í olíu- og gasviðskiptum sambandsins við Rússland. Loks lét Evrópusambandið undan þrýstingi og lokaði á sjö rússneska banka en undanskildi hins vegar stærsta banka landsins, Sberbank, sem og fleiri banka sem koma að þessum viðskiptum. Varnaðarorð hunzuð og gefið í Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lokað fyrir innflutning á rússneskri olíu og gasi og Bretar stefna að því að verða algerlega óháðir Rússlandi í þeim efnum síðar á þessu ári. Evrópusambandið kynnti upphaflega áform um að verða ekki lengur háð rússneskri olíu og gasi fyrir árið 2030. Vegna harðrar gagnrýni á þau áform tilkynnti sambandið að stefnt væri að því að draga úr notkun að miklu leyti fyrir næstu áramót. Hvort þessi áform Evrópusambandsins eiga eftir að ganga eftir kemur í ljós en sambandið hefur ekki beinlínis verið þekkt fyrir það til þessa að setja sér raunhæfar tímaáætlanir. Ekki sízt í efnahagsmálum. Hins vegar er furðulegt að ekki hafi verið hlustað á ítrekuð varnaðarorð og fyrir löngu gripið til aðgerða til þess að gera ríki Evrópusambandsins minna háð rússneskri olíu og gasi. Áður en barnið datt í brunninn. Hluti af ástæðunni fyrir því hversu háð ófá ríki Evrópusambandsins eru olíu og gasi frá Rússlandi er arfur frá árum kalda stríðsins þegar austurevrópsk ríki, sem nú eru í sambandinu, voru flest undir járnhæl Sovétríkjanna. Hins vegar hefur á liðnum árum, í stað þess að draga úr í þessum efnum, þvert á móti verið bætt verulega í og þannig meðal annars verið lagðar nýjar gasleiðslur frá Rússlandi til Þýzkalands. Féllu kylliflatir í gildru Pútíns Fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi markvisst unnið að því að gera Evrópusambandið meira háð rússneskri olíu og gasi til þess að verjast mögulegum viðskiptaþvingunum gegn helztu útflutningsgreinum landsins og um leið fjármagna hernaðaruppbyggingu hans og fyrirhuguð hernaðaráform. Forystumenn sambandsins hafi fallið kylliflatir í þá gildru hans. Við þetta bætist síðan að ítök kínverskra stjórnvalda í efnahagsmálum Evrópusambandsins hafa aukizt verulega á liðnum árum og beinlínis fyrir hvatningu forystumanna sambandsins í kjölfar alþjóðlegu efnahagskrísunnar á sínum tíma. Er nú svo komið að ráðamönnum í Brussel er hætt að lítast á blikuna í þeim efnum. Þá hafa ríki Evrópusambandsins sem kunnugt er vanrækt alvarlega varnir sínar árum saman. Fyrir vikið er ótrúlegt að hlýða á yfirlýsingar harðra stuðningsmanna inngöngu Íslands í Evrópusambandið þess efnis að innganga í sambandið sé til þess fallin að tryggja öryggi okkar gagnvart stjórnvöldum í Kína og Rússlandi. Gefur framganga forystumanna þess virkilega tilefni til þess að ætla að þeim sé treystandi fyrir öryggi okkar þegar þeir hafa svo berlega ekki kunnað sínum eigin fótum forráð í þeim efnum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun