„Kæri stúdent, bíttu á jaxlinn, þetta verður betra" Brynhildur Þorbjarnardóttir skrifar 22. mars 2022 10:01 Þó svo að mörg fagni styttingu framhaldsskólans standa nýstúdentar á verkfræði- og náttúruvísindasviði sem tóku styttra stúdentspróf höllum fæti. Stytting framhaldsskólans gerir nemendum á framhaldsskólaaldri erfitt fyrir að taka meiri undirbúning fyrir nám í háskóla. Á árinu tryggðu Röskvuliðar í sviðsráði verkfræði- og náttúruvísindasviðs að inntökuskilyrði á sviðinu yrðu lækkuð í kjölfar ábendinga um að fá nái að uppfylla þau. Þrátt fyrir að Röskvuliðar hafi náð þessu í gegn, eru ennþá gerðar sömu kröfur á nýstúdenta og hafa verið gerðar undanfarin ár, því er álagið of mikið. Stúdentar á fyrsta ári hafa ekki undan við tíð skilaverkefni í öllum námskeiðum og er óformlega sían að sliga stúdenta. Það þarf samspil allra námsstiga til að jafna leikinn og gera stúdentum kleift að sækja nám á sviðinu án þess að setja allt sem heitir félagslíf á hilluna. Það að undirbúningurinn sé ekki nægur í framhaldsskólum landsins fyrir nám á sviðinu er ekki einkamál sviðsins, og það þarf að leiðrétta það. Verkfræði- og raunvísindanám er mjög krefjandi og stúdentar við sviðið eyða ófáum stundum við bækurnar og í tilraunastofunni. Þessi tími hefur lengst síðustu misseri, þar sem nýstúdentar koma beint úr framhaldsskóla. Þau eru tilbúin að afla sér þekkingar á sviði sem þau hafa áhuga á, en lenda fyrr í „burnouti“ og flosna jafnvel upp úr námi vegna álags. Við þekkjum það flest að námið verður ekki skemmtilegt fyrr en á öðru ári og að stúdentar þurfi bara að þrauka. Þetta er ekki aðlaðandi námsumhverfi eða hvetjandi fyrir fólk sem hefur áhuga á námsleiðum sviðsins. Á sama tíma er tíðrætt að það vanti fólk með okkar menntun í samfélagið en lítið er gert til að aðstoða okkur eða hvetja áfram í náminu. Við þurfum að efla sviðið, á alla vegu, bjóða upp á starfsnám sem vekur áhuga og ástríðu - sýna stúdentum hvað námið nýtist í! Þar sem flest okkar höfum jú áhuga á stærðfræði, skulum við leggja fyrir eitt lauflétt reiknisdæmi og tökum sem dæmi fyrsta árs 6 ECTS eininga áfanga. Þar er gert ráð fyrir tæpum 13 klukkustundum á viku í vinnu við þann eina áfanga. Þegar dregið er frá fyrirlestratímar, sem eru 3 klukkustundir á viku og dæmatíma sem er 1.5 klukkustund á viku eru eftir 8.5 klukkustundir af tíma sem stúdentar eyða í áfangann á viku. Ég þekki engan stúdent sem fer ekki yfir þau mörk. Margar klukkustundir fara í yfirferð á efninu og eftir er þá verkefnavinnan, en margir þessara áfanga hafa vikuleg skilaverkefni. Þegar litið er á heildarmyndina gerir fullt nám ráð fyrir að stúdentar eyði 1500 til 1800 klukkustundum í námið hvert ár, en fyrir nýstúdenta í verkfræði og raunvísindanámi eru þær jafnvel enn fleiri. Sviðið hefur boðið upp á upprifjunarnámskeið í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði, en skólaárið gerir þeim erfitt fyrir, þar sem mörg þurfa að vinna langt eftir sumri og komast þar af leiðandi ekki á námskeiðin sem flest eru haldin áður en almennt skólahald byrjar af fullum krafti. Námskeiðin sem haldin eru eftir að skólahald byrjar eru óvinsæl, þar sem mörg geta ekki haldið á spöðunum með fimm 6 ECTS í fanginu. Röskva vill draga þetta vandamál fram í sviðsljósið og fer fram á að þetta verði endurskoðað. Við í Röskvu skorum því á stjórnvöld að endurskoða hvernig námi á grunnskóla- og framhaldsskólastigi er háttað með það að leiðarljósi að styðja við stúdenta sem hallast að námi á verkfræði- og náttúruvísindasviði. Við krefjumst þess að stuðlað sé að því að þau þrífist allan námstímann en ekki einungis þegar út í atvinnulíf er komið. Við eigum meira skilið en að bíta á jaxlinn og vona að næsta ár verði betra. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Þó svo að mörg fagni styttingu framhaldsskólans standa nýstúdentar á verkfræði- og náttúruvísindasviði sem tóku styttra stúdentspróf höllum fæti. Stytting framhaldsskólans gerir nemendum á framhaldsskólaaldri erfitt fyrir að taka meiri undirbúning fyrir nám í háskóla. Á árinu tryggðu Röskvuliðar í sviðsráði verkfræði- og náttúruvísindasviðs að inntökuskilyrði á sviðinu yrðu lækkuð í kjölfar ábendinga um að fá nái að uppfylla þau. Þrátt fyrir að Röskvuliðar hafi náð þessu í gegn, eru ennþá gerðar sömu kröfur á nýstúdenta og hafa verið gerðar undanfarin ár, því er álagið of mikið. Stúdentar á fyrsta ári hafa ekki undan við tíð skilaverkefni í öllum námskeiðum og er óformlega sían að sliga stúdenta. Það þarf samspil allra námsstiga til að jafna leikinn og gera stúdentum kleift að sækja nám á sviðinu án þess að setja allt sem heitir félagslíf á hilluna. Það að undirbúningurinn sé ekki nægur í framhaldsskólum landsins fyrir nám á sviðinu er ekki einkamál sviðsins, og það þarf að leiðrétta það. Verkfræði- og raunvísindanám er mjög krefjandi og stúdentar við sviðið eyða ófáum stundum við bækurnar og í tilraunastofunni. Þessi tími hefur lengst síðustu misseri, þar sem nýstúdentar koma beint úr framhaldsskóla. Þau eru tilbúin að afla sér þekkingar á sviði sem þau hafa áhuga á, en lenda fyrr í „burnouti“ og flosna jafnvel upp úr námi vegna álags. Við þekkjum það flest að námið verður ekki skemmtilegt fyrr en á öðru ári og að stúdentar þurfi bara að þrauka. Þetta er ekki aðlaðandi námsumhverfi eða hvetjandi fyrir fólk sem hefur áhuga á námsleiðum sviðsins. Á sama tíma er tíðrætt að það vanti fólk með okkar menntun í samfélagið en lítið er gert til að aðstoða okkur eða hvetja áfram í náminu. Við þurfum að efla sviðið, á alla vegu, bjóða upp á starfsnám sem vekur áhuga og ástríðu - sýna stúdentum hvað námið nýtist í! Þar sem flest okkar höfum jú áhuga á stærðfræði, skulum við leggja fyrir eitt lauflétt reiknisdæmi og tökum sem dæmi fyrsta árs 6 ECTS eininga áfanga. Þar er gert ráð fyrir tæpum 13 klukkustundum á viku í vinnu við þann eina áfanga. Þegar dregið er frá fyrirlestratímar, sem eru 3 klukkustundir á viku og dæmatíma sem er 1.5 klukkustund á viku eru eftir 8.5 klukkustundir af tíma sem stúdentar eyða í áfangann á viku. Ég þekki engan stúdent sem fer ekki yfir þau mörk. Margar klukkustundir fara í yfirferð á efninu og eftir er þá verkefnavinnan, en margir þessara áfanga hafa vikuleg skilaverkefni. Þegar litið er á heildarmyndina gerir fullt nám ráð fyrir að stúdentar eyði 1500 til 1800 klukkustundum í námið hvert ár, en fyrir nýstúdenta í verkfræði og raunvísindanámi eru þær jafnvel enn fleiri. Sviðið hefur boðið upp á upprifjunarnámskeið í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði, en skólaárið gerir þeim erfitt fyrir, þar sem mörg þurfa að vinna langt eftir sumri og komast þar af leiðandi ekki á námskeiðin sem flest eru haldin áður en almennt skólahald byrjar af fullum krafti. Námskeiðin sem haldin eru eftir að skólahald byrjar eru óvinsæl, þar sem mörg geta ekki haldið á spöðunum með fimm 6 ECTS í fanginu. Röskva vill draga þetta vandamál fram í sviðsljósið og fer fram á að þetta verði endurskoðað. Við í Röskvu skorum því á stjórnvöld að endurskoða hvernig námi á grunnskóla- og framhaldsskólastigi er háttað með það að leiðarljósi að styðja við stúdenta sem hallast að námi á verkfræði- og náttúruvísindasviði. Við krefjumst þess að stuðlað sé að því að þau þrífist allan námstímann en ekki einungis þegar út í atvinnulíf er komið. Við eigum meira skilið en að bíta á jaxlinn og vona að næsta ár verði betra. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun