Þurfa konur bara að vera duglegri að taka verkjalyf? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. mars 2022 09:01 Endómetríósa (legslímuflakk, stundum stytt í endó) er sjúkdómur sem getur valdið sárum verkjum og ófrjósemi og talið er að sjúkdómurinn hrjái allt að 10% kvenna. Erfitt getur verið að greina sjúkdóminn og greiningartími er því oftar en ekki mörg ár. Talið er að meðalgreiningartíminn sé allt að 7-9 ár. Sjúklingar með endómetríósu flakka því oft milli lækna og heilbrigðisstofnana árum saman þar til rétt greining er fundin. Á þeim tíma eru þeim gefin verkjalyf sem takmarka lífsgæði verulega. Sjúklingar upplifa sára verki, mæta skilnings- og aðgerðaleysi á sama tíma og rekast alls staðar á veggi í heilbrigðiskerfinu. Sjúkdómurinn getur því haft mikil andleg áhrif, leitt til þunglyndis, kvíða og andlegrar vanlíðan. Þegar endómetríósu sjúklingar eru loks komnir á rétta hillu í heilbrigðiskerfinu, tekur við löng bið eftir viðtölum og aðgerðum. Meðan sjúklingarnir bíða er verkjaástand þeirra oft viðvarandi og þeir eru jafnvel óvinnufærir. Ég hef vakið athygli á málefnum sjúklinga með endómetríósu á Alþingi, m.a. með fyrirspurnum til heilbrigðisráðherra. Á dögunum greindi ráðherrann frá því að unnið væri að bættri þjónustu við einstaklinga með endómetríósu. Hann hefur m.a. skipað starfshóp sem vinnur að því að greina hvernig þjónustunni er háttað og gera tillögur um úrbætur. Það er jákvætt að málefni sjúklinga með endómetríósu hafi loksins verið tekin til tímabærrar skoðunar og að umbóta sé að vænta. En betur má ef duga skal. Það er ekki ásættanleg staða fyrir stóran hóp kvenna að fá ekki fullnægjandi þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Sjúklingarnir líða bæði líkamlegar og andlegar kvalir af völdum sjúkdómsins og í einhverjum tilvikum verður skaðinn orðinn óafturkræfur þegar loks er úr bætt. Meðan málið er skoðað í stjórnkerfinu og í starfshópum bíða sjúklingar með endómetríósu, margir hverjir sárþjáðir og jafnvel óvirkir í samfélaginu og á atvinnumarkaði. Það er átakanlegt til þessa að vita og að hlusta á reynslusögur þessara kvenna. Enda eru þær tilbúnar að ganga langt til þess að binda enda á þjáninguna, svo sem að ferðast út fyrir landsteinana til að fá meðhöndlun og reiða fram háar fjárhæðir í því skyni. Í dag hefst Endóvikan. Með henni vill baráttufólk vekja athygli á endómetríósu. Í vikunni mun fjöldi kvenna úr atvinnulífinu deila reynslusögum og forsvarsmenn samtaka um endómetríósu vekja athygli á málstaðnum. Það er von okkar að staðan verði gerbreytt innan skamms og að úrbætur heilbrigðisráðherra verði að umbyltingu. Grafalvarleg staða í málaflokknum kallar ekki á neitt minna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Kvenheilsa Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Endómetríósa (legslímuflakk, stundum stytt í endó) er sjúkdómur sem getur valdið sárum verkjum og ófrjósemi og talið er að sjúkdómurinn hrjái allt að 10% kvenna. Erfitt getur verið að greina sjúkdóminn og greiningartími er því oftar en ekki mörg ár. Talið er að meðalgreiningartíminn sé allt að 7-9 ár. Sjúklingar með endómetríósu flakka því oft milli lækna og heilbrigðisstofnana árum saman þar til rétt greining er fundin. Á þeim tíma eru þeim gefin verkjalyf sem takmarka lífsgæði verulega. Sjúklingar upplifa sára verki, mæta skilnings- og aðgerðaleysi á sama tíma og rekast alls staðar á veggi í heilbrigðiskerfinu. Sjúkdómurinn getur því haft mikil andleg áhrif, leitt til þunglyndis, kvíða og andlegrar vanlíðan. Þegar endómetríósu sjúklingar eru loks komnir á rétta hillu í heilbrigðiskerfinu, tekur við löng bið eftir viðtölum og aðgerðum. Meðan sjúklingarnir bíða er verkjaástand þeirra oft viðvarandi og þeir eru jafnvel óvinnufærir. Ég hef vakið athygli á málefnum sjúklinga með endómetríósu á Alþingi, m.a. með fyrirspurnum til heilbrigðisráðherra. Á dögunum greindi ráðherrann frá því að unnið væri að bættri þjónustu við einstaklinga með endómetríósu. Hann hefur m.a. skipað starfshóp sem vinnur að því að greina hvernig þjónustunni er háttað og gera tillögur um úrbætur. Það er jákvætt að málefni sjúklinga með endómetríósu hafi loksins verið tekin til tímabærrar skoðunar og að umbóta sé að vænta. En betur má ef duga skal. Það er ekki ásættanleg staða fyrir stóran hóp kvenna að fá ekki fullnægjandi þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Sjúklingarnir líða bæði líkamlegar og andlegar kvalir af völdum sjúkdómsins og í einhverjum tilvikum verður skaðinn orðinn óafturkræfur þegar loks er úr bætt. Meðan málið er skoðað í stjórnkerfinu og í starfshópum bíða sjúklingar með endómetríósu, margir hverjir sárþjáðir og jafnvel óvirkir í samfélaginu og á atvinnumarkaði. Það er átakanlegt til þessa að vita og að hlusta á reynslusögur þessara kvenna. Enda eru þær tilbúnar að ganga langt til þess að binda enda á þjáninguna, svo sem að ferðast út fyrir landsteinana til að fá meðhöndlun og reiða fram háar fjárhæðir í því skyni. Í dag hefst Endóvikan. Með henni vill baráttufólk vekja athygli á endómetríósu. Í vikunni mun fjöldi kvenna úr atvinnulífinu deila reynslusögum og forsvarsmenn samtaka um endómetríósu vekja athygli á málstaðnum. Það er von okkar að staðan verði gerbreytt innan skamms og að úrbætur heilbrigðisráðherra verði að umbyltingu. Grafalvarleg staða í málaflokknum kallar ekki á neitt minna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun