Reykjavík hefur opinn faðm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 20. mars 2022 10:00 Það hefur verið skelfilegt að fylgjast með fréttum frá Úkraínu. „Börn eru drepin og særð, sprengd í skólum, á sjúkrahúsum og heima hjá sér. Þar sem þau eiga að heita örugg,“ sagði talsmaður UNICEF við RÚV eftir að hafa skoðað aðstæður á vettvangi. Einhugur hefur verið meðal íslensku þjóðarinnar að standa með Úkraínu í þessu stríði, fordæma innrás Rússa og óhæfuverk þeirra sem felast meðal annars í árásum á óbreytta borgara; þar með talið konur og börn, skóla, menningarhús og sjúkrahús. Íbúar Úkraínu hafa, eins og aðrir, rétt á að búa við frið og öryggi og ákveða sjálf hvaða leiðir eru bestar til að tryggja slíkt. Eins og varnarmálaráðherra Lettlands benti á nýlega, þá ætti Moskva mögulega að spyrja sig af hverju nágrannaþjóðirnar telja sig þurfa að horfa til NATÓ. Að sama skapi mætti spyrja af hverju nágrannaþjóðir Rússa og fyrrum ríki undir áhrifasvæði Sovétríkjanna sækjast eftir vernd og vestrænni samvinnu í gegnum aðild að Evrópusambandinu. Reykjavík býður friðsamt og frjálslynt samfélag Hér á Íslandi getum við boðið upp á frið, öryggi og samfélag frjálslyndra gilda sem býður fólk velkomið. Sveitarfélög á Íslandi, með Reykjavík í broddi fylkingar, eiga að opna faðminn fyrir flóttafólki sem hingað kemur. Fólki sem flýr stríð og hörmungar. Til þess er Reykjavík vel undirbúin. Við höfum verið eitt þriggja sveitarfélaga sem höfum gert samning við ríkið um móttöku fólks sem óska eftir alþjóðlegri vernd og höfum líka gert samning um samræmda móttöku flóttafólks og þekkjum það ferli vel. Í Reykjavík er til staðar alþjóðateymi, sem hefur reynslu af því að taka á móti flóttafólki og veita því nauðsynlega þjónustu, hvort sem það eru að finna hentugt húsnæði og grunnframfærslu, að taka á móti börnum í skólum borgarinnar, tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu og velferðarþjónustu eða að veita áfallaaðstoð. Ekki síst að gæta þess að fólk sem hingað kemur hafði aðgengi að frístundum og félagslegri samveru. Vel heppnuð móttaka byggir á samráði og samstarfi Vegna stríðsins munu mun fleiri flóttamenn leita til Íslands en áður. Alþjóðateymið okkar mun þurfa að hlaupa hraðar til að koma til móts við þarfir þeirra, svo að við getum tekið vel á móti þessum auknum fjölda. Til að vel verði, kallar þetta verkefni á mikið samstarf og samráð við marga aðila. Fyrst og fremst við flóttafólkið sjálft og félag Úkraínumanna á Íslandi. En líka við félagasamtök og starfstöðvar Reykjavíkur í hverfum borgarinnar. Þar er nærþjónustan og nærsamfélagið. Þetta er verkefni sem öll sveitarfélög í Evrópu þurfa að takast á við. Í næstu viku mun Borgarráð heimsækja Helsinki, þar sem móttaka flóttamanna frá Úkraínu verður m.a. á dagskrá og hvernig er best staðið að henni. Þarna getum við talað saman, borgir Evrópu sem munu taka á móti stórum hópum flóttafólks. Hjörtu okkar slá í takt Milljónir Úkraínubúa eru nú að leita sér að nýju heimili. Eins og við, vilja þau tryggja börnum sínum menntun, mæta í vinnu, hitta vini og fara í kaffiboð til fjölskyldunnar. Hlægja og horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu. Eiga bara venjulegt líf. Helst myndu þau vilja vera bara heima en það stendur ekki lengur til boða. Og þetta á ekki bara við íbúa Úkraínu, heldur allt það flóttafólk sem hingað leitar. Markmiðið er alltaf að lifa við frið og fá bara að gera allt það sem við hin teljum sjálfsagt í okkar daglega lífi. Við, íbúar Reykjavíkur, skiptum líka miklu máli þegar kemur að móttöku flóttafólks. Það hafa þegar verið haldnar nokkrar safnanir, til að safna fé, fatnaði og fleiru, þar sem Íslendingar hafa brugðist við hratt og af miklum myndarbrag. Mig langar líka til að benda ásjálfboðaliðastarf Rauða krossins, þar sem m.a. er hægt að verða leiðsöguvinur flóttafólks, og hjálpa til við að byggja brýr á milli íslensks samfélags og þeirra sem nýfluttir eru til landsins. Það getur verið mikið völundarhús að koma til nýs lands og gott að hafa vini til að treysta á og leiðbeinandi hendur sem þekkja leiðirnar í völundarhúsinu betur. Á næstu vikum og mánuðum munu bætast við fjölmargir nýir Íslendingar. Tökum vel á móti þeim og sýnum hvað hjarta Íslands er stórt. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Borgarstjórn Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið skelfilegt að fylgjast með fréttum frá Úkraínu. „Börn eru drepin og særð, sprengd í skólum, á sjúkrahúsum og heima hjá sér. Þar sem þau eiga að heita örugg,“ sagði talsmaður UNICEF við RÚV eftir að hafa skoðað aðstæður á vettvangi. Einhugur hefur verið meðal íslensku þjóðarinnar að standa með Úkraínu í þessu stríði, fordæma innrás Rússa og óhæfuverk þeirra sem felast meðal annars í árásum á óbreytta borgara; þar með talið konur og börn, skóla, menningarhús og sjúkrahús. Íbúar Úkraínu hafa, eins og aðrir, rétt á að búa við frið og öryggi og ákveða sjálf hvaða leiðir eru bestar til að tryggja slíkt. Eins og varnarmálaráðherra Lettlands benti á nýlega, þá ætti Moskva mögulega að spyrja sig af hverju nágrannaþjóðirnar telja sig þurfa að horfa til NATÓ. Að sama skapi mætti spyrja af hverju nágrannaþjóðir Rússa og fyrrum ríki undir áhrifasvæði Sovétríkjanna sækjast eftir vernd og vestrænni samvinnu í gegnum aðild að Evrópusambandinu. Reykjavík býður friðsamt og frjálslynt samfélag Hér á Íslandi getum við boðið upp á frið, öryggi og samfélag frjálslyndra gilda sem býður fólk velkomið. Sveitarfélög á Íslandi, með Reykjavík í broddi fylkingar, eiga að opna faðminn fyrir flóttafólki sem hingað kemur. Fólki sem flýr stríð og hörmungar. Til þess er Reykjavík vel undirbúin. Við höfum verið eitt þriggja sveitarfélaga sem höfum gert samning við ríkið um móttöku fólks sem óska eftir alþjóðlegri vernd og höfum líka gert samning um samræmda móttöku flóttafólks og þekkjum það ferli vel. Í Reykjavík er til staðar alþjóðateymi, sem hefur reynslu af því að taka á móti flóttafólki og veita því nauðsynlega þjónustu, hvort sem það eru að finna hentugt húsnæði og grunnframfærslu, að taka á móti börnum í skólum borgarinnar, tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu og velferðarþjónustu eða að veita áfallaaðstoð. Ekki síst að gæta þess að fólk sem hingað kemur hafði aðgengi að frístundum og félagslegri samveru. Vel heppnuð móttaka byggir á samráði og samstarfi Vegna stríðsins munu mun fleiri flóttamenn leita til Íslands en áður. Alþjóðateymið okkar mun þurfa að hlaupa hraðar til að koma til móts við þarfir þeirra, svo að við getum tekið vel á móti þessum auknum fjölda. Til að vel verði, kallar þetta verkefni á mikið samstarf og samráð við marga aðila. Fyrst og fremst við flóttafólkið sjálft og félag Úkraínumanna á Íslandi. En líka við félagasamtök og starfstöðvar Reykjavíkur í hverfum borgarinnar. Þar er nærþjónustan og nærsamfélagið. Þetta er verkefni sem öll sveitarfélög í Evrópu þurfa að takast á við. Í næstu viku mun Borgarráð heimsækja Helsinki, þar sem móttaka flóttamanna frá Úkraínu verður m.a. á dagskrá og hvernig er best staðið að henni. Þarna getum við talað saman, borgir Evrópu sem munu taka á móti stórum hópum flóttafólks. Hjörtu okkar slá í takt Milljónir Úkraínubúa eru nú að leita sér að nýju heimili. Eins og við, vilja þau tryggja börnum sínum menntun, mæta í vinnu, hitta vini og fara í kaffiboð til fjölskyldunnar. Hlægja og horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu. Eiga bara venjulegt líf. Helst myndu þau vilja vera bara heima en það stendur ekki lengur til boða. Og þetta á ekki bara við íbúa Úkraínu, heldur allt það flóttafólk sem hingað leitar. Markmiðið er alltaf að lifa við frið og fá bara að gera allt það sem við hin teljum sjálfsagt í okkar daglega lífi. Við, íbúar Reykjavíkur, skiptum líka miklu máli þegar kemur að móttöku flóttafólks. Það hafa þegar verið haldnar nokkrar safnanir, til að safna fé, fatnaði og fleiru, þar sem Íslendingar hafa brugðist við hratt og af miklum myndarbrag. Mig langar líka til að benda ásjálfboðaliðastarf Rauða krossins, þar sem m.a. er hægt að verða leiðsöguvinur flóttafólks, og hjálpa til við að byggja brýr á milli íslensks samfélags og þeirra sem nýfluttir eru til landsins. Það getur verið mikið völundarhús að koma til nýs lands og gott að hafa vini til að treysta á og leiðbeinandi hendur sem þekkja leiðirnar í völundarhúsinu betur. Á næstu vikum og mánuðum munu bætast við fjölmargir nýir Íslendingar. Tökum vel á móti þeim og sýnum hvað hjarta Íslands er stórt. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun