Reykjavík hefur opinn faðm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 20. mars 2022 10:00 Það hefur verið skelfilegt að fylgjast með fréttum frá Úkraínu. „Börn eru drepin og særð, sprengd í skólum, á sjúkrahúsum og heima hjá sér. Þar sem þau eiga að heita örugg,“ sagði talsmaður UNICEF við RÚV eftir að hafa skoðað aðstæður á vettvangi. Einhugur hefur verið meðal íslensku þjóðarinnar að standa með Úkraínu í þessu stríði, fordæma innrás Rússa og óhæfuverk þeirra sem felast meðal annars í árásum á óbreytta borgara; þar með talið konur og börn, skóla, menningarhús og sjúkrahús. Íbúar Úkraínu hafa, eins og aðrir, rétt á að búa við frið og öryggi og ákveða sjálf hvaða leiðir eru bestar til að tryggja slíkt. Eins og varnarmálaráðherra Lettlands benti á nýlega, þá ætti Moskva mögulega að spyrja sig af hverju nágrannaþjóðirnar telja sig þurfa að horfa til NATÓ. Að sama skapi mætti spyrja af hverju nágrannaþjóðir Rússa og fyrrum ríki undir áhrifasvæði Sovétríkjanna sækjast eftir vernd og vestrænni samvinnu í gegnum aðild að Evrópusambandinu. Reykjavík býður friðsamt og frjálslynt samfélag Hér á Íslandi getum við boðið upp á frið, öryggi og samfélag frjálslyndra gilda sem býður fólk velkomið. Sveitarfélög á Íslandi, með Reykjavík í broddi fylkingar, eiga að opna faðminn fyrir flóttafólki sem hingað kemur. Fólki sem flýr stríð og hörmungar. Til þess er Reykjavík vel undirbúin. Við höfum verið eitt þriggja sveitarfélaga sem höfum gert samning við ríkið um móttöku fólks sem óska eftir alþjóðlegri vernd og höfum líka gert samning um samræmda móttöku flóttafólks og þekkjum það ferli vel. Í Reykjavík er til staðar alþjóðateymi, sem hefur reynslu af því að taka á móti flóttafólki og veita því nauðsynlega þjónustu, hvort sem það eru að finna hentugt húsnæði og grunnframfærslu, að taka á móti börnum í skólum borgarinnar, tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu og velferðarþjónustu eða að veita áfallaaðstoð. Ekki síst að gæta þess að fólk sem hingað kemur hafði aðgengi að frístundum og félagslegri samveru. Vel heppnuð móttaka byggir á samráði og samstarfi Vegna stríðsins munu mun fleiri flóttamenn leita til Íslands en áður. Alþjóðateymið okkar mun þurfa að hlaupa hraðar til að koma til móts við þarfir þeirra, svo að við getum tekið vel á móti þessum auknum fjölda. Til að vel verði, kallar þetta verkefni á mikið samstarf og samráð við marga aðila. Fyrst og fremst við flóttafólkið sjálft og félag Úkraínumanna á Íslandi. En líka við félagasamtök og starfstöðvar Reykjavíkur í hverfum borgarinnar. Þar er nærþjónustan og nærsamfélagið. Þetta er verkefni sem öll sveitarfélög í Evrópu þurfa að takast á við. Í næstu viku mun Borgarráð heimsækja Helsinki, þar sem móttaka flóttamanna frá Úkraínu verður m.a. á dagskrá og hvernig er best staðið að henni. Þarna getum við talað saman, borgir Evrópu sem munu taka á móti stórum hópum flóttafólks. Hjörtu okkar slá í takt Milljónir Úkraínubúa eru nú að leita sér að nýju heimili. Eins og við, vilja þau tryggja börnum sínum menntun, mæta í vinnu, hitta vini og fara í kaffiboð til fjölskyldunnar. Hlægja og horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu. Eiga bara venjulegt líf. Helst myndu þau vilja vera bara heima en það stendur ekki lengur til boða. Og þetta á ekki bara við íbúa Úkraínu, heldur allt það flóttafólk sem hingað leitar. Markmiðið er alltaf að lifa við frið og fá bara að gera allt það sem við hin teljum sjálfsagt í okkar daglega lífi. Við, íbúar Reykjavíkur, skiptum líka miklu máli þegar kemur að móttöku flóttafólks. Það hafa þegar verið haldnar nokkrar safnanir, til að safna fé, fatnaði og fleiru, þar sem Íslendingar hafa brugðist við hratt og af miklum myndarbrag. Mig langar líka til að benda ásjálfboðaliðastarf Rauða krossins, þar sem m.a. er hægt að verða leiðsöguvinur flóttafólks, og hjálpa til við að byggja brýr á milli íslensks samfélags og þeirra sem nýfluttir eru til landsins. Það getur verið mikið völundarhús að koma til nýs lands og gott að hafa vini til að treysta á og leiðbeinandi hendur sem þekkja leiðirnar í völundarhúsinu betur. Á næstu vikum og mánuðum munu bætast við fjölmargir nýir Íslendingar. Tökum vel á móti þeim og sýnum hvað hjarta Íslands er stórt. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Borgarstjórn Mest lesið Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það hefur verið skelfilegt að fylgjast með fréttum frá Úkraínu. „Börn eru drepin og særð, sprengd í skólum, á sjúkrahúsum og heima hjá sér. Þar sem þau eiga að heita örugg,“ sagði talsmaður UNICEF við RÚV eftir að hafa skoðað aðstæður á vettvangi. Einhugur hefur verið meðal íslensku þjóðarinnar að standa með Úkraínu í þessu stríði, fordæma innrás Rússa og óhæfuverk þeirra sem felast meðal annars í árásum á óbreytta borgara; þar með talið konur og börn, skóla, menningarhús og sjúkrahús. Íbúar Úkraínu hafa, eins og aðrir, rétt á að búa við frið og öryggi og ákveða sjálf hvaða leiðir eru bestar til að tryggja slíkt. Eins og varnarmálaráðherra Lettlands benti á nýlega, þá ætti Moskva mögulega að spyrja sig af hverju nágrannaþjóðirnar telja sig þurfa að horfa til NATÓ. Að sama skapi mætti spyrja af hverju nágrannaþjóðir Rússa og fyrrum ríki undir áhrifasvæði Sovétríkjanna sækjast eftir vernd og vestrænni samvinnu í gegnum aðild að Evrópusambandinu. Reykjavík býður friðsamt og frjálslynt samfélag Hér á Íslandi getum við boðið upp á frið, öryggi og samfélag frjálslyndra gilda sem býður fólk velkomið. Sveitarfélög á Íslandi, með Reykjavík í broddi fylkingar, eiga að opna faðminn fyrir flóttafólki sem hingað kemur. Fólki sem flýr stríð og hörmungar. Til þess er Reykjavík vel undirbúin. Við höfum verið eitt þriggja sveitarfélaga sem höfum gert samning við ríkið um móttöku fólks sem óska eftir alþjóðlegri vernd og höfum líka gert samning um samræmda móttöku flóttafólks og þekkjum það ferli vel. Í Reykjavík er til staðar alþjóðateymi, sem hefur reynslu af því að taka á móti flóttafólki og veita því nauðsynlega þjónustu, hvort sem það eru að finna hentugt húsnæði og grunnframfærslu, að taka á móti börnum í skólum borgarinnar, tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu og velferðarþjónustu eða að veita áfallaaðstoð. Ekki síst að gæta þess að fólk sem hingað kemur hafði aðgengi að frístundum og félagslegri samveru. Vel heppnuð móttaka byggir á samráði og samstarfi Vegna stríðsins munu mun fleiri flóttamenn leita til Íslands en áður. Alþjóðateymið okkar mun þurfa að hlaupa hraðar til að koma til móts við þarfir þeirra, svo að við getum tekið vel á móti þessum auknum fjölda. Til að vel verði, kallar þetta verkefni á mikið samstarf og samráð við marga aðila. Fyrst og fremst við flóttafólkið sjálft og félag Úkraínumanna á Íslandi. En líka við félagasamtök og starfstöðvar Reykjavíkur í hverfum borgarinnar. Þar er nærþjónustan og nærsamfélagið. Þetta er verkefni sem öll sveitarfélög í Evrópu þurfa að takast á við. Í næstu viku mun Borgarráð heimsækja Helsinki, þar sem móttaka flóttamanna frá Úkraínu verður m.a. á dagskrá og hvernig er best staðið að henni. Þarna getum við talað saman, borgir Evrópu sem munu taka á móti stórum hópum flóttafólks. Hjörtu okkar slá í takt Milljónir Úkraínubúa eru nú að leita sér að nýju heimili. Eins og við, vilja þau tryggja börnum sínum menntun, mæta í vinnu, hitta vini og fara í kaffiboð til fjölskyldunnar. Hlægja og horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu. Eiga bara venjulegt líf. Helst myndu þau vilja vera bara heima en það stendur ekki lengur til boða. Og þetta á ekki bara við íbúa Úkraínu, heldur allt það flóttafólk sem hingað leitar. Markmiðið er alltaf að lifa við frið og fá bara að gera allt það sem við hin teljum sjálfsagt í okkar daglega lífi. Við, íbúar Reykjavíkur, skiptum líka miklu máli þegar kemur að móttöku flóttafólks. Það hafa þegar verið haldnar nokkrar safnanir, til að safna fé, fatnaði og fleiru, þar sem Íslendingar hafa brugðist við hratt og af miklum myndarbrag. Mig langar líka til að benda ásjálfboðaliðastarf Rauða krossins, þar sem m.a. er hægt að verða leiðsöguvinur flóttafólks, og hjálpa til við að byggja brýr á milli íslensks samfélags og þeirra sem nýfluttir eru til landsins. Það getur verið mikið völundarhús að koma til nýs lands og gott að hafa vini til að treysta á og leiðbeinandi hendur sem þekkja leiðirnar í völundarhúsinu betur. Á næstu vikum og mánuðum munu bætast við fjölmargir nýir Íslendingar. Tökum vel á móti þeim og sýnum hvað hjarta Íslands er stórt. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun