Máli ÁTVR gegn Sante og Bjórlandi vísað frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. mars 2022 15:14 ÁTVR hafði ekki erindi sem erfiði. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað málum ÁTVR gegn Sante ehf, Santewines SAS og Bjórlandi vegna smásölu á áfengi frá dómi. Þetta staðfesta Arnar Sigurðsson, eigandi Sante ehf. og Santewines SAS og Þórgnýr Thoroddsen, eigandi Bjórlands í samtali við fréttastofu. ÁTVR krafðist þess að félögin myndu hætta smásölu áfengis á Íslandi á grundvelli þess að ÁTVR hefði einkarétt á sölu áfengis hér á landi. Þá krafðist ÁTVR þess einnig að skaðabótaskylda urði viðurkennd vegna meints tjóns sem ríkisfyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna smásölu annara aðila á áfengi í vefverslun. Sante, Santewines og Bjórland kröfðust þess hins vegar að málunum gegn þeim yrði vísað frá dómi. Fréttastofa hefur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málunum tveimur undir höndum, og segja má að þar fái málatilbúningur ÁTVR á baukinn. Skorti verulega á að ÁTVR hafi sýnt fram á tjón Kemst dómurinn meðal annars að sú krafa ÁTVR að Bjórlandi yrði gert að láta af smásölu áfengis í vefverslun sé háð það miklum annmörkum að ekki sé hægt að taka hana fyrir dóm. Var henni því vísað frá. „Yrði fallist á þessa dómkröfu stefndana er einsýnt að stefnda yrði óheimilt að starfrækja vefverslun, sama undir hvaða nafni hún væri, þar sem áfengi er væri selt til íslenskra neytenda til eigin nota í gegnum lager á erlendri grunu, þar sem neytandinn stæði sjálfur að innflutningi áfengis hingað til lands, sem er þó heimilt samkvæmt lögum,“ segir í úrskurðinum. Þá kemst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi ekki upplýst nánar eða lagt fram gögn um það tjón sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna vefverslunar annarra aðila á áfengi, ekki hafi verið sýnt fram á að kaup í vefverslun annarra aðila hafi komið í stað kaupa í ÁTVR, en ekki verið til viðbótar kaupum í ÁTVR. Deilt var um rétt til að selja áfengi í smásölu.Vísir/Vilhelm Telur dómurinn í báðum tilvikum að verulega skorti á að þeim skilyrðum sé fullnægt sem gerð eru til sönnunar á tilvist tjóns. Af þeim sökum telur dómurinn að ÁTVR hafi ekki lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Alls þarf ÁTVR að greiða Bjórlandi 950 þúsund krónur í málskostnað og Sante og Santewines 1,65 milljónir í málskostnað. Í tilkynningu sem send var á fjölmiða af hálfu Sante.is segir að málarekstur ÁTVR hafi verið erindisleysa og það hafi úrskurður héraðsdóms staðfest. Í tilkynningunni segir Birgir Már Björnsson, lögmaður Sante.is, að niðurstaða héraðsdóms komi honum ekki á óvart, hún staðfesti að öllu leyti það sem haldið var fram fyrir dómi um að ÁTVR hafi tekið sér vald sem stofnunin hefur ekki. Hann telji jafnframt að fá dæmi séu í íslenskri réttarsögu um viðlíka vísvitandi heimildarskort stjórnvalds í eigin málarekstri fyrir dómstólum. Hann vænti þess að ÁTVR láti nú gott heita í málaskaki gegn Sante.is og fagni þess í stað nútímalegri samkeppni, neytendum til heilla. Áfengi og tóbak Verslun Dómsmál Neytendur Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Nokkur mál í skoðun hjá ÁTVR: „Við ætlum að grípa til varna“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins vill ekki svara því hversu mörg mál hafa verið höfðuð eða eru í skoðun gegn innlendum aðilum sem stunda netsölu á áfengi. Lögmaður ÁTVR segir „nokkur sambærileg mál til skoðunar“. 20. september 2021 08:11 ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. 18. september 2021 18:39 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Þetta staðfesta Arnar Sigurðsson, eigandi Sante ehf. og Santewines SAS og Þórgnýr Thoroddsen, eigandi Bjórlands í samtali við fréttastofu. ÁTVR krafðist þess að félögin myndu hætta smásölu áfengis á Íslandi á grundvelli þess að ÁTVR hefði einkarétt á sölu áfengis hér á landi. Þá krafðist ÁTVR þess einnig að skaðabótaskylda urði viðurkennd vegna meints tjóns sem ríkisfyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna smásölu annara aðila á áfengi í vefverslun. Sante, Santewines og Bjórland kröfðust þess hins vegar að málunum gegn þeim yrði vísað frá dómi. Fréttastofa hefur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málunum tveimur undir höndum, og segja má að þar fái málatilbúningur ÁTVR á baukinn. Skorti verulega á að ÁTVR hafi sýnt fram á tjón Kemst dómurinn meðal annars að sú krafa ÁTVR að Bjórlandi yrði gert að láta af smásölu áfengis í vefverslun sé háð það miklum annmörkum að ekki sé hægt að taka hana fyrir dóm. Var henni því vísað frá. „Yrði fallist á þessa dómkröfu stefndana er einsýnt að stefnda yrði óheimilt að starfrækja vefverslun, sama undir hvaða nafni hún væri, þar sem áfengi er væri selt til íslenskra neytenda til eigin nota í gegnum lager á erlendri grunu, þar sem neytandinn stæði sjálfur að innflutningi áfengis hingað til lands, sem er þó heimilt samkvæmt lögum,“ segir í úrskurðinum. Þá kemst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi ekki upplýst nánar eða lagt fram gögn um það tjón sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna vefverslunar annarra aðila á áfengi, ekki hafi verið sýnt fram á að kaup í vefverslun annarra aðila hafi komið í stað kaupa í ÁTVR, en ekki verið til viðbótar kaupum í ÁTVR. Deilt var um rétt til að selja áfengi í smásölu.Vísir/Vilhelm Telur dómurinn í báðum tilvikum að verulega skorti á að þeim skilyrðum sé fullnægt sem gerð eru til sönnunar á tilvist tjóns. Af þeim sökum telur dómurinn að ÁTVR hafi ekki lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Alls þarf ÁTVR að greiða Bjórlandi 950 þúsund krónur í málskostnað og Sante og Santewines 1,65 milljónir í málskostnað. Í tilkynningu sem send var á fjölmiða af hálfu Sante.is segir að málarekstur ÁTVR hafi verið erindisleysa og það hafi úrskurður héraðsdóms staðfest. Í tilkynningunni segir Birgir Már Björnsson, lögmaður Sante.is, að niðurstaða héraðsdóms komi honum ekki á óvart, hún staðfesti að öllu leyti það sem haldið var fram fyrir dómi um að ÁTVR hafi tekið sér vald sem stofnunin hefur ekki. Hann telji jafnframt að fá dæmi séu í íslenskri réttarsögu um viðlíka vísvitandi heimildarskort stjórnvalds í eigin málarekstri fyrir dómstólum. Hann vænti þess að ÁTVR láti nú gott heita í málaskaki gegn Sante.is og fagni þess í stað nútímalegri samkeppni, neytendum til heilla.
Áfengi og tóbak Verslun Dómsmál Neytendur Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Nokkur mál í skoðun hjá ÁTVR: „Við ætlum að grípa til varna“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins vill ekki svara því hversu mörg mál hafa verið höfðuð eða eru í skoðun gegn innlendum aðilum sem stunda netsölu á áfengi. Lögmaður ÁTVR segir „nokkur sambærileg mál til skoðunar“. 20. september 2021 08:11 ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. 18. september 2021 18:39 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Nokkur mál í skoðun hjá ÁTVR: „Við ætlum að grípa til varna“ Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins vill ekki svara því hversu mörg mál hafa verið höfðuð eða eru í skoðun gegn innlendum aðilum sem stunda netsölu á áfengi. Lögmaður ÁTVR segir „nokkur sambærileg mál til skoðunar“. 20. september 2021 08:11
ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. 18. september 2021 18:39