ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Árni Sæberg skrifar 18. september 2021 18:39 Arnar Sigurðsson vínkaupmaður í Sante. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. Í stefnu ÁTVR, sem fréttastofa hefur undir höndum, fer ríkisfyrirtækið fram á að Sante hætti með öllu smásölu áfengis að viðlögðum dagsektum upp á fimmtíu þúsund krónur á hvern aðila. Alls 150 þúsund krónur á dag. Fyrirtækið ber fyrir sig ákvæði áfengislaga en þar er skýrt tekið fram að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafi einkarétt til sölu áfengis hér á landi. Þá krefst ÁTVR þess einnig að viðurkennd verði bótaskylda hvers aðila fyrir sig, vegna meints tjóns sem ÁTVR hefur beðið vegna smásölu áfengis í vefverslun. Reyndi fyrst kæru til lögreglu Ljóst er að ÁTVR hefur horn í síðu Arnars Sigurðssonar og fyrirtækja hans en fyrirtækið kærði sömu aðila til lögreglu og skattyfirvalda í júlí síðastliðnum. Fyrirtækin voru þá sökuð um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. Segist hafa riðið á vaðið til að veita neytendum valkost Arnar Sigurðsson segir að fyrirtæki hans hafi riðið á vaðið og opnað annan kost í áfengiskaupum fyrir íslenska neytendur. „ÁTVR veit að niðurtalningin er hafin og þess vegna reyna stjórnendur á handahófskenndan hátt að leggja stein í götu okkar. Ekkert af þessu hefur borið árangur. Meira að segja lögreglan telur ekki ástæðu til þess að aðhafast neitt í málinu! Þá hafa hvorki sýslumaður né skatturinn séð ástæðu til þess að bregðast við kvörtunum ÁTVR,“ segir Arnar í samskiptum við fréttaastofu. Arnar segir að málið sé nú í höndum lögmanna og að fyrirtæki hans muni halda uppteknum hætti á meðan á málaferlum stendur. Fleiri hafa fengið stefnu Þórgnýr Thoroddsen, oft kenndur við Bjórland, hafði samband við fréttastofu og benti á að ÁTVR hefði einnig stefnt honum fyrir „að brjóta gegn einokunarleyfi fyrirtækisins og gegn lögum um verslun með áfengi.“ Hann segir að það sem komi honum mest á óvart í málinu sé hversu vanhugsuð stefna ÁTVR sé, ekki síst með tilliti til þess hversu lengi málið hafi verið í gerjun. „Ég sé ekki ástæðu til að gefa neitt eftir, missi ekki svefn yfir þessu máli. - Sú staðreynd að hvorki lögreglan né sýslumaður virðast hafa sýnt þessu máli nokkurn áhuga segir ýmislegt, enn fremur liggur straumurinn í pólitíkinni og þjóðfélaginu bara þannig að það er bara tímaspursmál hvenær það verði staðfest það sem við vitum nú þegar, að rekstur innlendra vefverslana með áfengi er fullkomlega eðlilegur,“ segir Þórgnýr. Þórgnýr tjáði sig um málið á Facebook á dögunum og segir sér hafa verið gert að sök að vera moskítófluga í augum ÁTVR. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Áfengi og tóbak Neytendur Netverslun með áfengi Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Í stefnu ÁTVR, sem fréttastofa hefur undir höndum, fer ríkisfyrirtækið fram á að Sante hætti með öllu smásölu áfengis að viðlögðum dagsektum upp á fimmtíu þúsund krónur á hvern aðila. Alls 150 þúsund krónur á dag. Fyrirtækið ber fyrir sig ákvæði áfengislaga en þar er skýrt tekið fram að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafi einkarétt til sölu áfengis hér á landi. Þá krefst ÁTVR þess einnig að viðurkennd verði bótaskylda hvers aðila fyrir sig, vegna meints tjóns sem ÁTVR hefur beðið vegna smásölu áfengis í vefverslun. Reyndi fyrst kæru til lögreglu Ljóst er að ÁTVR hefur horn í síðu Arnars Sigurðssonar og fyrirtækja hans en fyrirtækið kærði sömu aðila til lögreglu og skattyfirvalda í júlí síðastliðnum. Fyrirtækin voru þá sökuð um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. Segist hafa riðið á vaðið til að veita neytendum valkost Arnar Sigurðsson segir að fyrirtæki hans hafi riðið á vaðið og opnað annan kost í áfengiskaupum fyrir íslenska neytendur. „ÁTVR veit að niðurtalningin er hafin og þess vegna reyna stjórnendur á handahófskenndan hátt að leggja stein í götu okkar. Ekkert af þessu hefur borið árangur. Meira að segja lögreglan telur ekki ástæðu til þess að aðhafast neitt í málinu! Þá hafa hvorki sýslumaður né skatturinn séð ástæðu til þess að bregðast við kvörtunum ÁTVR,“ segir Arnar í samskiptum við fréttaastofu. Arnar segir að málið sé nú í höndum lögmanna og að fyrirtæki hans muni halda uppteknum hætti á meðan á málaferlum stendur. Fleiri hafa fengið stefnu Þórgnýr Thoroddsen, oft kenndur við Bjórland, hafði samband við fréttastofu og benti á að ÁTVR hefði einnig stefnt honum fyrir „að brjóta gegn einokunarleyfi fyrirtækisins og gegn lögum um verslun með áfengi.“ Hann segir að það sem komi honum mest á óvart í málinu sé hversu vanhugsuð stefna ÁTVR sé, ekki síst með tilliti til þess hversu lengi málið hafi verið í gerjun. „Ég sé ekki ástæðu til að gefa neitt eftir, missi ekki svefn yfir þessu máli. - Sú staðreynd að hvorki lögreglan né sýslumaður virðast hafa sýnt þessu máli nokkurn áhuga segir ýmislegt, enn fremur liggur straumurinn í pólitíkinni og þjóðfélaginu bara þannig að það er bara tímaspursmál hvenær það verði staðfest það sem við vitum nú þegar, að rekstur innlendra vefverslana með áfengi er fullkomlega eðlilegur,“ segir Þórgnýr. Þórgnýr tjáði sig um málið á Facebook á dögunum og segir sér hafa verið gert að sök að vera moskítófluga í augum ÁTVR. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Áfengi og tóbak Neytendur Netverslun með áfengi Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira