Kristianstad hafði þremur stigum meira en Heid sem situr í næst neðsta sæti deildarinnar fyrir leik kvöldsins. Leikurinn var hluti af næst síðustu umferð deildarinna og því gat Kristianstad endanlega bjargað sér frá falli með sigri.
Andrea átti fínan leik í liði Kristianstad og skoraði fimm mörk og gaf fjörar stoðsendingar í fimm marka sigri liðsins, 31-26, og áframhaldandi vera í deildinni því tryggð.