Viðskipti innlent

Renata frá Krónunni til Pay­Ana­lytics

Atli Ísleifsson skrifar
Renata Blöndal.
Renata Blöndal. Aðsend/Íris Dögg Einarsdóttir

Renata Blöndal hefur verið ráðin framkvæmdastjóri markaðsmála hjá PayAnalytics.

Í tilkynningu segir að Renata komi til fyrirtækisins frá Krónunni þar sem hún hafi leitt viðskiptaþróun og meðal annars séð um um stefnumótun og útgáfu Snjallverslunar Krónunnar. 

„Hún hefur yfir 10 ára reynslu úr tæknigeiranum en áður var hún hjá Landsbankanum, Meniga og CCP. Renata er með B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í Management Science and Engineering frá Columbia Háskóla í New York.

Um PayAnalytics hugbúnaðurinn segir að hann geri fyrirtækjum kleift að mæla, fylgjast með, loka og halda lokuðum óútskýrðum launamun á sanngjarnan og hagkvæman máta. 

„Kerfið er notendavæn veflausn sem býður upp á skýrslur og greiningar sem varpa ljósi á stöðu fyrirtækja í launamálum á auðskiljanlegan hátt. Sérstaða kerfisins eru stærðfræðialgrímar sem besta launabreytingar til þess að loka launabilinu. Þá viðheldur kerfið heilbrigðum launastrúktúr með því að styðja við allar launaákvarðanir, s.s. við nýráðningar, þegar fólk færist til í starfi eða þegar breyting verður á launakjörum, sem er m.a. forsenda jafnlaunavottunar.

PayAnalytics er fjarvinnufyrirtæki með starfsstöðvar í Grósku ásamt skrifstofum í þremur löndum utan Íslands. Hugbúnaðurinn er notaður í 43 löndum í 6 heimsálfum og tryggir þegar sanngirni í kjörum hjá um 30% af þeim sem starfa á íslenskum vinnumarkaði,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×