Umburðarlynda bleyðan Þórarinn Hjartarson skrifar 15. mars 2022 14:31 Umburðarlynda bleyðan talar gegn eigin sannfæringu í von um að verða tekin í sátt meðal leiðtoganna. Umburðarlynda bleyðan heldur því fram að hlutirnir séu annað hvort svartir eða hvítir, jafnvel þegar hún veit að þeir eru gráir eða mislitir. Þetta gerir hún til þess að komast hjá því að horfast í augu við raunveruleikann, jafnvel sjálfa sig. Umburðarlynda bleyðan á í þversagnakenndu sambandi við sannleikann. Þetta veit hún. Þegar afstaða umburðarlyndu bleyðunnar er gagnrýnd telur hún að þrátt fyrir sannleiksgildi gagnrýninnar sé aldrei rétti tíminn til þess að benda á þversagnir. Slíkt er vatn á myllu óvinarins og tefur gönguna til fyrirheitna landsins. Umburðarlynda bleyðan er ekki umburðarlynd gagnvart öllum. Skoðanir sem hinir útvöldu hafa dæmt óásættanlegar eða víkja frá hinum réttláta, óvéfengjanlega málstað, skulu undantekningalaust kveðnar í kútinn. Þegar röng sjónarmið dúkka upp sýnir umburðarlynda bleyðan fram á eigið ágæti með því að benda á hvað aðrir eru ómögulegir. Umburðarlynda bleyðan básúnar lofsöngva um hina útvöldu og biðst forláts ef hægt er að túlka orð hennar sem frávik frá hinum eina sannleik. Umburðarlynda bleyðan telur hagsmunum sínum best borgið með því að halda kyrru fyrir og vona að hinir útvöldu gangi framhjá hennar dyrum. Umburðarlynda bleyðan veit að allir hafa gert mistök á sinni lífsleið, jafnvel hinir útvöldu. Hins vegar, til að forðast það að beina hinu vökula auga rétttrúnaðarins að sér, syngur hún lofssöngva um fyrirheitnalandið og hina óvéfengjanlegu fullkomnu leiðtoga. Með réttu slagorðunum frestar hún hinu óumflýjanlega. Því innst inni veit umburðarlynda bleyðan að einn daginn munu leiðtogarnir snúa sér að henni. Þegar sá dagur rennur upp munu allir staðlar réttvísinnar vera jafnaðir við jörðu. Þann dag verður enginn til þess að standa við bakið á umburðarlyndu bleyðunni, að undanskyldum öðrum umburðarlyndum bleyðum. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Umburðarlynda bleyðan talar gegn eigin sannfæringu í von um að verða tekin í sátt meðal leiðtoganna. Umburðarlynda bleyðan heldur því fram að hlutirnir séu annað hvort svartir eða hvítir, jafnvel þegar hún veit að þeir eru gráir eða mislitir. Þetta gerir hún til þess að komast hjá því að horfast í augu við raunveruleikann, jafnvel sjálfa sig. Umburðarlynda bleyðan á í þversagnakenndu sambandi við sannleikann. Þetta veit hún. Þegar afstaða umburðarlyndu bleyðunnar er gagnrýnd telur hún að þrátt fyrir sannleiksgildi gagnrýninnar sé aldrei rétti tíminn til þess að benda á þversagnir. Slíkt er vatn á myllu óvinarins og tefur gönguna til fyrirheitna landsins. Umburðarlynda bleyðan er ekki umburðarlynd gagnvart öllum. Skoðanir sem hinir útvöldu hafa dæmt óásættanlegar eða víkja frá hinum réttláta, óvéfengjanlega málstað, skulu undantekningalaust kveðnar í kútinn. Þegar röng sjónarmið dúkka upp sýnir umburðarlynda bleyðan fram á eigið ágæti með því að benda á hvað aðrir eru ómögulegir. Umburðarlynda bleyðan básúnar lofsöngva um hina útvöldu og biðst forláts ef hægt er að túlka orð hennar sem frávik frá hinum eina sannleik. Umburðarlynda bleyðan telur hagsmunum sínum best borgið með því að halda kyrru fyrir og vona að hinir útvöldu gangi framhjá hennar dyrum. Umburðarlynda bleyðan veit að allir hafa gert mistök á sinni lífsleið, jafnvel hinir útvöldu. Hins vegar, til að forðast það að beina hinu vökula auga rétttrúnaðarins að sér, syngur hún lofssöngva um fyrirheitnalandið og hina óvéfengjanlegu fullkomnu leiðtoga. Með réttu slagorðunum frestar hún hinu óumflýjanlega. Því innst inni veit umburðarlynda bleyðan að einn daginn munu leiðtogarnir snúa sér að henni. Þegar sá dagur rennur upp munu allir staðlar réttvísinnar vera jafnaðir við jörðu. Þann dag verður enginn til þess að standa við bakið á umburðarlyndu bleyðunni, að undanskyldum öðrum umburðarlyndum bleyðum. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar