Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar 15. mars 2022 09:30 Í dag 15. mars er Alþjóðadagur félagsráðgjafar en árlega taka félagsráðgjafar um allan heim höndum saman til að koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Það hefur mikið reynt á félagslega samstöðu síðustu tvö árin og saman höfum við farið í gegnum heimsfaraldur með tilheyrandi nýjum áskorunum. Heimsfaraldurinn lagðist þyngst á þau sem standa höllum fæti og félagsráðgjafar um allan heim hafa gengt lykilhlutverki í að vinna með þeim að bættum hag. Alþjóðasamtök félagsráðgjafa fylgjast grannt með stöðu mála og setja fram áherslur fyrir tveggja ára tímabil í senn og 2022-2023 eru skilaboðin: Byggjum saman nýtt vistvænt-félagslegt samfélag: skiljum engin eftir (Co-Building a New Eco-Social World: Leaving No One Behind). Skilaboðin fela í sér tækifæri til að endurskoða heimsmyndina og gefa uppá nýtt. Félagsráðgjöf byggist á heildarsýn og valdeflingu með félagslegt réttlæti og umhverfisvernd að leiðarljósi. Áfram er ákall um þörfina fyrir alþjóðlega samstöðu og að framtíð okkar velti á viðurkenningu á þátttöku allra í því að byggja upp framtíð sem einkennist af sjálfbærni, sanngirni og félagslegum jöfnuði. Á alþjóðadegi félagsráðgjafar stendur siðanefnd Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ) fyrir vinnusmiðju þar sem félagsráðgjafar koma saman og ræða hvernig þeir geti betur sinnt málsvarahlutverkinu í vinnu með fólki sem vill breyta aðstæðum sínum og með þeim sem ekki geta varið sig sjálf. Siðareglur félagsráðgjafa hér á landi og á alþjóða vettvangi, snúast um mannréttindi en eins og segir í siðareglum FÍ: Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað. Félagsráðgjafar vinna að þessum markmiðum á hverjum degi og þau eru því hluti af því félagslega öryggisneti sem við treystum á þegar áföll verða. Nú stöndum við frammi fyrir nýrri ógn sem þarf að bregðast við eftir að fjöldi einstaklinga í Úkraínu hefur verið hrakin á flótta vegna innrásar Rússneska hersins. Meirihluti flóttafólksins eru konur og börn. Öll hafa á augabragði lent í stöðu flóttafólks vegna skelfilegra aðstæðna sem þau höfðu engin áhrif á. Mörg eru veik og í þörf fyrir bráðalæknisþjónustu. Mörg eru án skilríkja þar sem þessi hræðilegi atburður gerði ekki boð á undan sér. Fjöldi félagsráðgjafa og félagsráðgjafarnema í löndum sem liggja að Úkraínu hafa tekið sér stöðu á landamærunum við að aðstoða flóttafólk, enda er neyðin mikil. Þar sem mannréttindi og viðbrögð við þörfum fólks í viðkvæmum aðstæðum eru kjarnin í félagsráðgjöf hafa félagsráðgjafar í Evrópu og um allan heim skipulagt starf til að leggja lið. Alþjóðasamtök félagsráðgjafa hafa hrundið af stað söfnun til að styðja við bakið á félagsráðgjöfum og félagsráðgjafarnemum sem veita aðstoð við landamæri. Félagsráðgjafar vinna m.a. að því að bæta félagslega heilsu og aðstoða þau sem upplifa streitu og áföll. Í heimsfaraldrinum sýndu félagsráðgjafar hér á landi og um allan heim mikla hugkvæmni til að tryggja órofna þjónustu fyrir viðkvæma hópa og nýttu rafrænar lausnir þar sem því var við komið. Félagsráðgjafar hafa mikla reynslu þegar kemur að vinnu með flóttafólki munu nú taka höndum saman og starfa með stjórnvöldum við að undirbúa móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur til friðsamlegra samskipta og fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og stríðsrekstur hvar sem hann á sér stað. Þá vill félagið lýsa yfir samstöðu með félagsráðgjöfum og öðrum íbúum Úkraínu. Félagsráðgjafar vinna gegn mannréttindabrotum með virðingu fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings. Byggjum saman nýtt vistvænt-félagslegt samfélag: skiljum engin eftir. Félagsráðgjafafélag Íslands hefur tekið áskorun VR og styrkir hjálparstarf í þágu Úkraínu um 10 evrur á hvern félagsmann. Stjórn félagsins skorar á önnur stéttarfélög að leggja lið. Höfundur er félagsráðgjafi MPA og formaður FÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Í dag 15. mars er Alþjóðadagur félagsráðgjafar en árlega taka félagsráðgjafar um allan heim höndum saman til að koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Það hefur mikið reynt á félagslega samstöðu síðustu tvö árin og saman höfum við farið í gegnum heimsfaraldur með tilheyrandi nýjum áskorunum. Heimsfaraldurinn lagðist þyngst á þau sem standa höllum fæti og félagsráðgjafar um allan heim hafa gengt lykilhlutverki í að vinna með þeim að bættum hag. Alþjóðasamtök félagsráðgjafa fylgjast grannt með stöðu mála og setja fram áherslur fyrir tveggja ára tímabil í senn og 2022-2023 eru skilaboðin: Byggjum saman nýtt vistvænt-félagslegt samfélag: skiljum engin eftir (Co-Building a New Eco-Social World: Leaving No One Behind). Skilaboðin fela í sér tækifæri til að endurskoða heimsmyndina og gefa uppá nýtt. Félagsráðgjöf byggist á heildarsýn og valdeflingu með félagslegt réttlæti og umhverfisvernd að leiðarljósi. Áfram er ákall um þörfina fyrir alþjóðlega samstöðu og að framtíð okkar velti á viðurkenningu á þátttöku allra í því að byggja upp framtíð sem einkennist af sjálfbærni, sanngirni og félagslegum jöfnuði. Á alþjóðadegi félagsráðgjafar stendur siðanefnd Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ) fyrir vinnusmiðju þar sem félagsráðgjafar koma saman og ræða hvernig þeir geti betur sinnt málsvarahlutverkinu í vinnu með fólki sem vill breyta aðstæðum sínum og með þeim sem ekki geta varið sig sjálf. Siðareglur félagsráðgjafa hér á landi og á alþjóða vettvangi, snúast um mannréttindi en eins og segir í siðareglum FÍ: Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað. Félagsráðgjafar vinna að þessum markmiðum á hverjum degi og þau eru því hluti af því félagslega öryggisneti sem við treystum á þegar áföll verða. Nú stöndum við frammi fyrir nýrri ógn sem þarf að bregðast við eftir að fjöldi einstaklinga í Úkraínu hefur verið hrakin á flótta vegna innrásar Rússneska hersins. Meirihluti flóttafólksins eru konur og börn. Öll hafa á augabragði lent í stöðu flóttafólks vegna skelfilegra aðstæðna sem þau höfðu engin áhrif á. Mörg eru veik og í þörf fyrir bráðalæknisþjónustu. Mörg eru án skilríkja þar sem þessi hræðilegi atburður gerði ekki boð á undan sér. Fjöldi félagsráðgjafa og félagsráðgjafarnema í löndum sem liggja að Úkraínu hafa tekið sér stöðu á landamærunum við að aðstoða flóttafólk, enda er neyðin mikil. Þar sem mannréttindi og viðbrögð við þörfum fólks í viðkvæmum aðstæðum eru kjarnin í félagsráðgjöf hafa félagsráðgjafar í Evrópu og um allan heim skipulagt starf til að leggja lið. Alþjóðasamtök félagsráðgjafa hafa hrundið af stað söfnun til að styðja við bakið á félagsráðgjöfum og félagsráðgjafarnemum sem veita aðstoð við landamæri. Félagsráðgjafar vinna m.a. að því að bæta félagslega heilsu og aðstoða þau sem upplifa streitu og áföll. Í heimsfaraldrinum sýndu félagsráðgjafar hér á landi og um allan heim mikla hugkvæmni til að tryggja órofna þjónustu fyrir viðkvæma hópa og nýttu rafrænar lausnir þar sem því var við komið. Félagsráðgjafar hafa mikla reynslu þegar kemur að vinnu með flóttafólki munu nú taka höndum saman og starfa með stjórnvöldum við að undirbúa móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur til friðsamlegra samskipta og fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og stríðsrekstur hvar sem hann á sér stað. Þá vill félagið lýsa yfir samstöðu með félagsráðgjöfum og öðrum íbúum Úkraínu. Félagsráðgjafar vinna gegn mannréttindabrotum með virðingu fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings. Byggjum saman nýtt vistvænt-félagslegt samfélag: skiljum engin eftir. Félagsráðgjafafélag Íslands hefur tekið áskorun VR og styrkir hjálparstarf í þágu Úkraínu um 10 evrur á hvern félagsmann. Stjórn félagsins skorar á önnur stéttarfélög að leggja lið. Höfundur er félagsráðgjafi MPA og formaður FÍ.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun