Vændi - framboð og eftirspurn Eva Dís Þórðardóttir skrifar 9. mars 2022 19:01 Það var frétt á RÚV um helgina þar sem kom fram að glæpasamtök sem stunda mansal sætu um úkraínskar konur á flótta til að ræna þeim og selja þær í vændi. Sú stóra stríðsógn sem nú ógnar Evrópu er orðin að tækifæri fyrir glæpasamtök til að fanga ungar konur á flótta vegna þess að þær hafa ekki einhvern ákveðin samastað sem þær eru á leið til né er nokkur sem bíður þeirra sem mun sakna þeirra ef þær hverfa. Eftirspurn eftir vændi í Evrópu er stór og til mikils að græða enda er hægt að selja hverja konu oft á dag í fleiri ár og velja mörg glæpasamtök það framyfir vopn og fikniefni sem gefa minna af sér til lengri tíma. En hvað knýr fram þessa eftirspurn? Á Íslandi er vændi skilgreint sem ofbeldi og er með réttu svo þar sem meiri hluti þeirra sem það hafa reynt upplifir það sem slíkt. Hér á landi er samt sem áður gríðarleg eftirspurn eftir vændi og það þrífst í skjóli van samþættingar sænsku leiðarinnar þar sem við gefum vændisgerendum nafnleynd og sektir sem eru lægri en fyrir umferðalagabrot á meðan þær sem kæra fá enga nafnleynd og þurfa því að afhjúpa sig og nafn sitt sem þolendur vændis eða vændiskonur sem oft fylgir mikil skömm. Fyrir utan að vændisbrot eru ekki hátt á forgangslista löggæslunnar. Refsingar samræmast sem sagt engan veginn þeim ofbeldisglæp sem vændi er ef miðað er við refsingar við öðrum ofbeldisglæpum. En eitthvað knýr þetta áfram þessa miklu eftirspurn eftir þessari gerð ofbeldis sem fær glæpagengi til að sitja um ungar konur á fkótta. Karlmenn sem kaupa vændi og í þessu samhengi eru vændis gerendur knýja fram þessa þróun. Í hvert einasta skipti sem karlmaður borgar til að fá líkamlega útrás á líkama konu er hann að auka á eftirspurnina og það er kominn tími til að við spyrjum okkur hvers vegna þeir geri það. Þá er ég ekki að meina þessa líkamlegu útrás sem fullnæging er heldur hvað liggur á bak við það að sumir karlmenn stundi þetta ofbeldi að staðaldri. Í dag með þeim upplýsingum sem við höfum um vændi hlýtur það að vera flestum ljóst að flestir sem eru í því ástandi sem það að verða reglulega fyrir vændi veldur er ekki sjálfvalið heldur sprottið úr neyð fátæktar eða þvingunar. Já í mörgum tilfellum er valið að verða fyrir vændi á ábyrgð þolanda ef hægt er að tala um val þegar hinir valkostirnir eru þjófnaður eða fíkniefnasala. Fyrir þær sem eiga börn er vændi oftast eini kosturinn þar sem hugsunin að fara í fangelsi frá barninu sínu er ekki vænleg. Einmitt þessi tálsýn um val veldur mikilli skömm og upplifa margir þolendur sig sem gerendur í eigin ofbeldi vegna þess að þær hafa þegið greiðslu fyrir ofbeldið. Hvar eru gerendurnir í þessu? Velja þeir að trúa að konan sem þeir voru að borga fyrir að svala sínum hvötum á sé að þessu að fúsum og frjálsum vilja vegna þess að hún var ‘næs’ því hún vill ekki vera meidd eða jafnvel að þeir komi aftur svo hún þurfi ekki að berskjalda sig fyrir nýjum og óþekktum geranda? Þess væri óskandi að gerendur leituðu inná við og reyndu að finna aðrar leiðir en stunda vændis ofbeldi. Ég skora á sálfræði samfélagið að vinna að því að koma með úrræði þar sem vændisgerendur geta fengið úrræði til að vinna úr því sem liggur að baki þessara hvata svo að hægt sé að minnka skaðan af vændi. Höfundur er þolandi vændis og leiðbeinandi í hópastarfi hjá Stígamótum og fulltrúi þeirra í CAP (Coalition Abolition Prostitution). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Vændi Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Það var frétt á RÚV um helgina þar sem kom fram að glæpasamtök sem stunda mansal sætu um úkraínskar konur á flótta til að ræna þeim og selja þær í vændi. Sú stóra stríðsógn sem nú ógnar Evrópu er orðin að tækifæri fyrir glæpasamtök til að fanga ungar konur á flótta vegna þess að þær hafa ekki einhvern ákveðin samastað sem þær eru á leið til né er nokkur sem bíður þeirra sem mun sakna þeirra ef þær hverfa. Eftirspurn eftir vændi í Evrópu er stór og til mikils að græða enda er hægt að selja hverja konu oft á dag í fleiri ár og velja mörg glæpasamtök það framyfir vopn og fikniefni sem gefa minna af sér til lengri tíma. En hvað knýr fram þessa eftirspurn? Á Íslandi er vændi skilgreint sem ofbeldi og er með réttu svo þar sem meiri hluti þeirra sem það hafa reynt upplifir það sem slíkt. Hér á landi er samt sem áður gríðarleg eftirspurn eftir vændi og það þrífst í skjóli van samþættingar sænsku leiðarinnar þar sem við gefum vændisgerendum nafnleynd og sektir sem eru lægri en fyrir umferðalagabrot á meðan þær sem kæra fá enga nafnleynd og þurfa því að afhjúpa sig og nafn sitt sem þolendur vændis eða vændiskonur sem oft fylgir mikil skömm. Fyrir utan að vændisbrot eru ekki hátt á forgangslista löggæslunnar. Refsingar samræmast sem sagt engan veginn þeim ofbeldisglæp sem vændi er ef miðað er við refsingar við öðrum ofbeldisglæpum. En eitthvað knýr þetta áfram þessa miklu eftirspurn eftir þessari gerð ofbeldis sem fær glæpagengi til að sitja um ungar konur á fkótta. Karlmenn sem kaupa vændi og í þessu samhengi eru vændis gerendur knýja fram þessa þróun. Í hvert einasta skipti sem karlmaður borgar til að fá líkamlega útrás á líkama konu er hann að auka á eftirspurnina og það er kominn tími til að við spyrjum okkur hvers vegna þeir geri það. Þá er ég ekki að meina þessa líkamlegu útrás sem fullnæging er heldur hvað liggur á bak við það að sumir karlmenn stundi þetta ofbeldi að staðaldri. Í dag með þeim upplýsingum sem við höfum um vændi hlýtur það að vera flestum ljóst að flestir sem eru í því ástandi sem það að verða reglulega fyrir vændi veldur er ekki sjálfvalið heldur sprottið úr neyð fátæktar eða þvingunar. Já í mörgum tilfellum er valið að verða fyrir vændi á ábyrgð þolanda ef hægt er að tala um val þegar hinir valkostirnir eru þjófnaður eða fíkniefnasala. Fyrir þær sem eiga börn er vændi oftast eini kosturinn þar sem hugsunin að fara í fangelsi frá barninu sínu er ekki vænleg. Einmitt þessi tálsýn um val veldur mikilli skömm og upplifa margir þolendur sig sem gerendur í eigin ofbeldi vegna þess að þær hafa þegið greiðslu fyrir ofbeldið. Hvar eru gerendurnir í þessu? Velja þeir að trúa að konan sem þeir voru að borga fyrir að svala sínum hvötum á sé að þessu að fúsum og frjálsum vilja vegna þess að hún var ‘næs’ því hún vill ekki vera meidd eða jafnvel að þeir komi aftur svo hún þurfi ekki að berskjalda sig fyrir nýjum og óþekktum geranda? Þess væri óskandi að gerendur leituðu inná við og reyndu að finna aðrar leiðir en stunda vændis ofbeldi. Ég skora á sálfræði samfélagið að vinna að því að koma með úrræði þar sem vændisgerendur geta fengið úrræði til að vinna úr því sem liggur að baki þessara hvata svo að hægt sé að minnka skaðan af vændi. Höfundur er þolandi vændis og leiðbeinandi í hópastarfi hjá Stígamótum og fulltrúi þeirra í CAP (Coalition Abolition Prostitution).
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun