Lækkum fasteignagjöld tafarlaust Þórður Gunnarsson skrifar 9. mars 2022 15:30 Reykvísk fyrirtæki, stór og smá, flykkjast nú unnvörpum með starfsemi sína til annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er tvíþætt: Háir fasteignaskattar og skortur á húsnæði. Síðarnefnda vandamálið stafar af mestu af lóðaskorti sem lengi hefur verið rætt og ritað um. Hætt er við því að nokkurn tíma muni taka að vinda ofan af þeim uppsafnaða vanda ef ekki er brugðist fljótt við. Há skattheimta á atvinnuhúsnæði er hins vegar vandamál sem hægt er að leysa með einu pennastriki á skömmum tíma. Skattheimta á atvinnuhúsnæði hefur aukist hratt í Reykjavík á undanförnum árum. Á árabilinu 2013 til 2018 hækkaði fasteignamat í Reykjavík um tæplega 50%. Á árinu 2018 breytti Þjóðskrá aðferðafræði sinni við vinnslu fasteignamats sem olli því að fasteignir voru metnar nær markaðsvirði. Matsbreytingin orsakaði tæplega 13% hækkun fasteignamats á einu bretti. Allir vita svo hvernig fasteignamarkaðurinn hefur þróast á allra síðustu árum. Ætla má að innheimt fasteignagjöld Reykjavíkurborgar á árinu 2021 muni höggva nærri 21 milljarði króna. Sé litið til ársreiknings Reykjavíkur frá árinu 2013 má sjá að innheimt fasteignagjöld munu þá hafa aukist um tæp 54% að raunvirði í valdatíð núverandi meirihluta. Hér er ekki um neitt annað að ræða en hreina skattahækkun. Umræðan um hærri skattbyrði á atvinnuhúsnæði fór aldrei fram. Engin ákvörðun var tekin um þessa tilteknu skattahækkun. Meirihlutinn í Reykjavík hefur hins vegar vanrækt að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda til samræmis við hækkandi fasteignamat. Önnur sveitarfélög hafa ekki látið sitt eftir liggja í þessum efnum. Kópavogur, Garðabær, Mosfellsbær, Reykjanesbær og Vestmannaeyjabær hafa öll lækkað álagningarprósentu fyrir yfirstandandi ár til samræmis við hækkandi fasteignamat og eru öll með lægri álagningarprósentu en höfuðborgin. Reykjavík lækkaði álagningarprósentu atvinnuhúsnæðis lítillega úr hinu 1,65% lögbundna hámarki í 1,6% fyrir ríflega ári síðan. En betur má ef duga skal. Rétt væri að stefna að því í fyrsta kastið að lækka álagningarprósentuna niður í 1,2 til 1,3% til að byrja svo Reykjavík bjóði upp á samkeppnishæfasta rekstrarumhverfið á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir eru jafnan hærra metnar í Reykjavík en annars staðar og því er eðlilegt að álagningarprósenta fasteignagjalda sé lægri þar en annars staðar. Til frambúðar ætti svo að gæta að því að álagning fasteignagjalda haldist stöðug að raunvirði, atvinnulífi Reykjavíkur til framdráttar. Höfundur er hagfræðingur og óskar eftir stuðningi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Húsnæðismál Skattar og tollar Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Reykvísk fyrirtæki, stór og smá, flykkjast nú unnvörpum með starfsemi sína til annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er tvíþætt: Háir fasteignaskattar og skortur á húsnæði. Síðarnefnda vandamálið stafar af mestu af lóðaskorti sem lengi hefur verið rætt og ritað um. Hætt er við því að nokkurn tíma muni taka að vinda ofan af þeim uppsafnaða vanda ef ekki er brugðist fljótt við. Há skattheimta á atvinnuhúsnæði er hins vegar vandamál sem hægt er að leysa með einu pennastriki á skömmum tíma. Skattheimta á atvinnuhúsnæði hefur aukist hratt í Reykjavík á undanförnum árum. Á árabilinu 2013 til 2018 hækkaði fasteignamat í Reykjavík um tæplega 50%. Á árinu 2018 breytti Þjóðskrá aðferðafræði sinni við vinnslu fasteignamats sem olli því að fasteignir voru metnar nær markaðsvirði. Matsbreytingin orsakaði tæplega 13% hækkun fasteignamats á einu bretti. Allir vita svo hvernig fasteignamarkaðurinn hefur þróast á allra síðustu árum. Ætla má að innheimt fasteignagjöld Reykjavíkurborgar á árinu 2021 muni höggva nærri 21 milljarði króna. Sé litið til ársreiknings Reykjavíkur frá árinu 2013 má sjá að innheimt fasteignagjöld munu þá hafa aukist um tæp 54% að raunvirði í valdatíð núverandi meirihluta. Hér er ekki um neitt annað að ræða en hreina skattahækkun. Umræðan um hærri skattbyrði á atvinnuhúsnæði fór aldrei fram. Engin ákvörðun var tekin um þessa tilteknu skattahækkun. Meirihlutinn í Reykjavík hefur hins vegar vanrækt að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda til samræmis við hækkandi fasteignamat. Önnur sveitarfélög hafa ekki látið sitt eftir liggja í þessum efnum. Kópavogur, Garðabær, Mosfellsbær, Reykjanesbær og Vestmannaeyjabær hafa öll lækkað álagningarprósentu fyrir yfirstandandi ár til samræmis við hækkandi fasteignamat og eru öll með lægri álagningarprósentu en höfuðborgin. Reykjavík lækkaði álagningarprósentu atvinnuhúsnæðis lítillega úr hinu 1,65% lögbundna hámarki í 1,6% fyrir ríflega ári síðan. En betur má ef duga skal. Rétt væri að stefna að því í fyrsta kastið að lækka álagningarprósentuna niður í 1,2 til 1,3% til að byrja svo Reykjavík bjóði upp á samkeppnishæfasta rekstrarumhverfið á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir eru jafnan hærra metnar í Reykjavík en annars staðar og því er eðlilegt að álagningarprósenta fasteignagjalda sé lægri þar en annars staðar. Til frambúðar ætti svo að gæta að því að álagning fasteignagjalda haldist stöðug að raunvirði, atvinnulífi Reykjavíkur til framdráttar. Höfundur er hagfræðingur og óskar eftir stuðningi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar