#Metoo - Jafnrétti og fjölbreytileiki er lykillinn Sigríður Elín Guðlaugsdóttir skrifar 8. mars 2022 10:31 Fyrirtækjamenning verður ekki til af sjálfu sér, menning er ákvörðun og að gera ekkert er líka ákvörðun. Margt af því sem við upplifum sem náttúrulögmál er mannanna verk og þeim má breyta. Við mótum það samfélag sem við lifum í sem svo mótar okkur. Menning fyrirtækis verður aldrei betri en versta hegðun sem við umberum eða horfum fram hjá. Þetta er líklega besta leiðarljós sem stjórnendur forstjórar, stjórnarmeðlimir og eigendur fyrirtækja geta haft til að koma í veg fyrir áreitni og einelti á vinnustað. Á bak við einelti og áreitni er valdamisræmi Það hefur svo sannarlega átt sér stað heilmikil vitundarvakning undanfarin ár, meðal annars með #Metoo byltingunni. Hér á Íslandi sjáum við til dæmis nú í fyrsta skipti að dómgreindarleysi og óásættanleg hegðun æðstu stjórnenda fyrirtækja hafi raunverulegar afleiðingar, samanber mál sem hafa verið í sviðsljósinu nýlega. En betur má ef duga skal. Á bak við einelti og áreitni má oftast finna óeðlilegt valdamisræmi og lykilatriði til að koma í veg fyrir einelti og áreitni á vinnustað er að stuðla að auknu jafnrétti og fjölbreytileika. Hallar á konur í formlegum og óformlegum valdakerfum Það gengur hægt að fjölga konum í hópi æðstu stjórnenda íslenskra fyrirtækja og hlutfall karla og kvenna í forstjórastólnum hjá skráðum félögum á aðallista Kauphallar Íslands er 19 karlar vs. 1 kona. Konur eru 22% framkvæmdastjóra eða forstjóra fyrirtækja á einkamarkaði hér á landi. Nær undantekningarlaust fækkar konum eftir því sem ofar kemur í skipuritum fyrirtækja á meðan þær eru fleiri en karlar í neðri lögunum. Einu undantekningarnar eru fyrirtæki þar sem nær allir starfsmenn eru konur. Í öllum fyrirtækjum eru líka til til óformleg valdakerfi og þar hallar líka á konur, jafnvel í fyrirtækjum sem eru með allar réttu stefnurnar skrifaðar og birtar. Konurnar fá sæti við borðið en raunverulegar ákvarðanir eru teknar annarsstaðar, í símtölum, fundum fyrir fundi eða í veiði- og golfferðum. Lykill að raunverulegum og varanlegum breytingum er jafnrétti Jafnrétti er ákvörðun og kostar vinnu. Það er mun auðveldara að stýra einsleitu teymi þar sem allir sjá heiminn eins og stjórnandinn og svo geta allir farið saman í veiði eða Spa þegar hópurinn gerir sér glaðan dag eða fagnar sigrum. En einsleitni eykur hættu á að rangar ákvarðanir séu teknar í rekstri fyrirtækja. Það eru til mýmörg dæmi um misheppnaðar ákvarðanir, vörur og markaðsherferðir þar sem er augljóst að engin kona kom nálægt hugmyndavinnu eða framkvæmd. Ákvörðun um jafnrétti leiðir hins vegar af sér betri fyrirtækjamenningu sem er laus við áreitni, einelti og ofbeldi. Því fjölbreyttari sem hópurinn er sem tekur ákvarðanir því betri verður niðurstaðan. Þetta á ekki einungis við um kynferði, þetta á einnig við um aldur, þjóðerni o.s.frv. Niðurstaðan er betri árangur. Fallegar stefnur nægja ekki Heimurinn er að breytast, ekki þó svo hratt að það eigi að koma okkur á óvart. Síðastliðin 10-15 ár hafa verið birtar fjölmargar skýrslur, greinar og rannsóknir sem spá því að það sem virkaði fyrir 20 árum sé ekki ásættanlegt í dag. Yngri kynslóðir á vinnumarkaði vilja starfa hjá fyrirtækjum sem eru samfélagslega ábyrg, ekki bara í orði og þær gera kröfur um að finna það á eigin skinni. Ef við viljum reka fyrirtæki sem eiga að vaxa og dafna til framtíðar þá þurfum við að hlusta, líta í eigin barm og breytast. Fyrirtæki geta haft metnaðarfulla jafnréttisstefnu og sett saman fallega sjálfbærniskýrslur þar sem þau draga fram það sem þau gera vel í samfélags- og jafnréttismálum, en of oft er slíkt efni hugsað sem markaðsefni sem er dregið fram á fjárfestafundum eða í ársskýrslum. Stefnur, markmið og mælikvarðar eru góð og mikilvæg tól en gera lítið ein og sér. Það er engin ástæða til setja háleit markmið ef við ætlum ekki að „walk the talk“ dags daglega og í öllum ákvörðunum sem við tökum. Viðbragðsáætlanir eru ekki svarið Fyrirtæki geta haft alla ferla og viðbragðsáætlanir til staðar þar sem skilgreint er hvert á að leita ef óæskileg hegðun á sér stað innan þess og hvernig brugðist er við. Þau ferli geta verið góð og fagleg og starfsfólk og stjórnendur meðvitaðir um að ábyrgð á öruggu og góðu vinnuumhverfi liggur hjá öllum og eru þjálfaðir í hvernig á að bregðast við. En það gerist stundum að viðbragðsáætlanir og ferli eiga að vera eina svarið. Ef enginn tilkynnir neitt er þá ekkert hægt að aðhafast? Eru ferlarnir þá notaðir til að gera ekkert? Er opinbert leyndarmál í þínu fyrirtæki, eitthvað sem er umtalað og stjórnendur bregðast ekki við því engin formleg kvörtun hefur borist? Starfsfólk telur þá að meðvituð ákvörðun hafi verið tekin um að aðhafast ekki. Þarna þarf naflaskoðun og hugrekki til að leita svara og tónninn að ofan þarf að vera skýr og hann þarf að vera sá sami hvort sem um er að ræða mikilvægan stjórnanda sem „er bara svona“ eða starfsfólk annars staðar í fyrirtækinu. Ef það er eitthvað sem við ættum að hafa lært á undanförum árum er það að oftar en ekki er kynferðisleg áreitni, einelti og kynbundin áreitni, valdníðsla, lærð hegðun eða aðferðafræði sem hefur nýst þeim sem henni beita vel og lengi án afleiðinga. Slík hegðun þrífst ekki í fyrirtækjamenningu sem einkennist af jafnrétti og fjölbreytileika. Höfundur er mannauðsstjóri og félagsmaður Mannauðs, félags mannauðsfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fyrirtækjamenning verður ekki til af sjálfu sér, menning er ákvörðun og að gera ekkert er líka ákvörðun. Margt af því sem við upplifum sem náttúrulögmál er mannanna verk og þeim má breyta. Við mótum það samfélag sem við lifum í sem svo mótar okkur. Menning fyrirtækis verður aldrei betri en versta hegðun sem við umberum eða horfum fram hjá. Þetta er líklega besta leiðarljós sem stjórnendur forstjórar, stjórnarmeðlimir og eigendur fyrirtækja geta haft til að koma í veg fyrir áreitni og einelti á vinnustað. Á bak við einelti og áreitni er valdamisræmi Það hefur svo sannarlega átt sér stað heilmikil vitundarvakning undanfarin ár, meðal annars með #Metoo byltingunni. Hér á Íslandi sjáum við til dæmis nú í fyrsta skipti að dómgreindarleysi og óásættanleg hegðun æðstu stjórnenda fyrirtækja hafi raunverulegar afleiðingar, samanber mál sem hafa verið í sviðsljósinu nýlega. En betur má ef duga skal. Á bak við einelti og áreitni má oftast finna óeðlilegt valdamisræmi og lykilatriði til að koma í veg fyrir einelti og áreitni á vinnustað er að stuðla að auknu jafnrétti og fjölbreytileika. Hallar á konur í formlegum og óformlegum valdakerfum Það gengur hægt að fjölga konum í hópi æðstu stjórnenda íslenskra fyrirtækja og hlutfall karla og kvenna í forstjórastólnum hjá skráðum félögum á aðallista Kauphallar Íslands er 19 karlar vs. 1 kona. Konur eru 22% framkvæmdastjóra eða forstjóra fyrirtækja á einkamarkaði hér á landi. Nær undantekningarlaust fækkar konum eftir því sem ofar kemur í skipuritum fyrirtækja á meðan þær eru fleiri en karlar í neðri lögunum. Einu undantekningarnar eru fyrirtæki þar sem nær allir starfsmenn eru konur. Í öllum fyrirtækjum eru líka til til óformleg valdakerfi og þar hallar líka á konur, jafnvel í fyrirtækjum sem eru með allar réttu stefnurnar skrifaðar og birtar. Konurnar fá sæti við borðið en raunverulegar ákvarðanir eru teknar annarsstaðar, í símtölum, fundum fyrir fundi eða í veiði- og golfferðum. Lykill að raunverulegum og varanlegum breytingum er jafnrétti Jafnrétti er ákvörðun og kostar vinnu. Það er mun auðveldara að stýra einsleitu teymi þar sem allir sjá heiminn eins og stjórnandinn og svo geta allir farið saman í veiði eða Spa þegar hópurinn gerir sér glaðan dag eða fagnar sigrum. En einsleitni eykur hættu á að rangar ákvarðanir séu teknar í rekstri fyrirtækja. Það eru til mýmörg dæmi um misheppnaðar ákvarðanir, vörur og markaðsherferðir þar sem er augljóst að engin kona kom nálægt hugmyndavinnu eða framkvæmd. Ákvörðun um jafnrétti leiðir hins vegar af sér betri fyrirtækjamenningu sem er laus við áreitni, einelti og ofbeldi. Því fjölbreyttari sem hópurinn er sem tekur ákvarðanir því betri verður niðurstaðan. Þetta á ekki einungis við um kynferði, þetta á einnig við um aldur, þjóðerni o.s.frv. Niðurstaðan er betri árangur. Fallegar stefnur nægja ekki Heimurinn er að breytast, ekki þó svo hratt að það eigi að koma okkur á óvart. Síðastliðin 10-15 ár hafa verið birtar fjölmargar skýrslur, greinar og rannsóknir sem spá því að það sem virkaði fyrir 20 árum sé ekki ásættanlegt í dag. Yngri kynslóðir á vinnumarkaði vilja starfa hjá fyrirtækjum sem eru samfélagslega ábyrg, ekki bara í orði og þær gera kröfur um að finna það á eigin skinni. Ef við viljum reka fyrirtæki sem eiga að vaxa og dafna til framtíðar þá þurfum við að hlusta, líta í eigin barm og breytast. Fyrirtæki geta haft metnaðarfulla jafnréttisstefnu og sett saman fallega sjálfbærniskýrslur þar sem þau draga fram það sem þau gera vel í samfélags- og jafnréttismálum, en of oft er slíkt efni hugsað sem markaðsefni sem er dregið fram á fjárfestafundum eða í ársskýrslum. Stefnur, markmið og mælikvarðar eru góð og mikilvæg tól en gera lítið ein og sér. Það er engin ástæða til setja háleit markmið ef við ætlum ekki að „walk the talk“ dags daglega og í öllum ákvörðunum sem við tökum. Viðbragðsáætlanir eru ekki svarið Fyrirtæki geta haft alla ferla og viðbragðsáætlanir til staðar þar sem skilgreint er hvert á að leita ef óæskileg hegðun á sér stað innan þess og hvernig brugðist er við. Þau ferli geta verið góð og fagleg og starfsfólk og stjórnendur meðvitaðir um að ábyrgð á öruggu og góðu vinnuumhverfi liggur hjá öllum og eru þjálfaðir í hvernig á að bregðast við. En það gerist stundum að viðbragðsáætlanir og ferli eiga að vera eina svarið. Ef enginn tilkynnir neitt er þá ekkert hægt að aðhafast? Eru ferlarnir þá notaðir til að gera ekkert? Er opinbert leyndarmál í þínu fyrirtæki, eitthvað sem er umtalað og stjórnendur bregðast ekki við því engin formleg kvörtun hefur borist? Starfsfólk telur þá að meðvituð ákvörðun hafi verið tekin um að aðhafast ekki. Þarna þarf naflaskoðun og hugrekki til að leita svara og tónninn að ofan þarf að vera skýr og hann þarf að vera sá sami hvort sem um er að ræða mikilvægan stjórnanda sem „er bara svona“ eða starfsfólk annars staðar í fyrirtækinu. Ef það er eitthvað sem við ættum að hafa lært á undanförum árum er það að oftar en ekki er kynferðisleg áreitni, einelti og kynbundin áreitni, valdníðsla, lærð hegðun eða aðferðafræði sem hefur nýst þeim sem henni beita vel og lengi án afleiðinga. Slík hegðun þrífst ekki í fyrirtækjamenningu sem einkennist af jafnrétti og fjölbreytileika. Höfundur er mannauðsstjóri og félagsmaður Mannauðs, félags mannauðsfólks.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun