Handbolti

Frítt á landsleik Íslands og Tyrklands

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir því tyrkneska í undankeppni EM á sunnudaginn.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir því tyrkneska í undankeppni EM á sunnudaginn. Vísir/Jónína

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Tyrklandi í mikilvægum leik í undankeppni EM á sunnudaginn, en enginn aðganseyrir verður rukkaður inn á leikinn.

Leikurinn fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði og íslensku stelpurnar þurfa á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast áfram.

Olís, samstarfsaðili HSÍ, ætlar að sjá til þess að sem flestir geti mætt á leikinn með því að greiða aðgangseyri fyrir alla sem vilja á leikinn.

Íslensku stelpurnar eru með tvö stig eftir þrjá leiki, líkt og Tyrkland, en liðin sitja í þriðja og fjórða sæti riðilsins. Ísland á eftir að leika tvo heimaleiki og einn útileik, en tvö lið fara áfram úr riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×