Handbolti

Viktor Gísli stóð vaktina er GOG komst aftur á sigurbraut

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson stóð vaktina í marki GOG í kvöld.
Viktor Gísli Hallgrímsson stóð vaktina í marki GOG í kvöld. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG unnu góðan fimm marka sigur er liðið heimsótti Lemvig í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 31-26, en liðið var án sigurs í seinustu tveimur deildarleikjum.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en gestirnir í GOG virtust þó alltaf vera skrefinu framar. Þeir héldu tveggja marka forskoti út hálfleikinn og staðan var 15-13 þegar gengið var til búningsherbergja.

Viktor og félagar náðu svo fljótt sex marka forskoti í síðari hálfleik og litu aldrei um öxl eftir það. Þeir unnu að lokum góðan fimm marka sigur, 31-26.

Viktor Gísli fékk tækifærið í markinu hjá GOG í kvöld og nýtti það vel. Hann varði 15 skot af 41 sem gerir tæplega 37 prósent markvörslu.

GOG situr sem fyrr á toppi dönsku deildarinnar með 44 stig eftir 24 leiki, sjö stigum meira en Álaborg sem situr í öðru sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.