Landsvirkjun fyrir almannahag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 2. mars 2022 07:31 Fyrir um tveimur árum viðraði ég fyrst þá skoðun opinberlega að til greina kæmi að ríkið seldi lífeyrissjóðum landsins 30-40% hlut í Landsvirkjun en með ströngum skilyrðum. Þetta gerði ég þá sem ég formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða. Hugmyndin var innlegg mitt í umræður um langtímafjárfestingar lífeyrissjóða á Íslandi og eignarhald fyrirtækisins yrði þannig áfram hjá almenningi. Hvorki þá né nú er ég þeirrar skoðunar að Landsvirkjun verði seld með manni og mús, enda var ég þá og er enn algjörlega andvíg því að þetta lykilfyrirtæki í orkuframleiðslu landsmanna verði einkavætt. Það er hvellskýrt í mínum huga. Á forsíðu 24. febrúar síðastliðin er því slegið hins vegar upp á forsíðu Fréttablaðsins að formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telji koma til greina að „selja stóran hlut í Landsvirkjun“. Í framhaldinu skapaðist umræða um málið, sem er af hinu góða. En þegar ég nú les á samfélagsmiðlum, og heyri út undan mér fullyrðingar um, að Guðrún Hafsteinsdóttir vilji „selja Landsvirkjun og einkavæða hana“ er ástæða til að staldra við og ítreka fáein atriði. Það eina sem fyrir mér vakti á sínum tíma var að efna til umræðu hvort minnihluti í Landsvirkjun gæti ekki verið álitlegur kostur til að gera tvennt: a) Annars vegar að ríkið innleysti fjármuni til að nýta í bráðnauðsynlega innviðauppbyggingu og b) að gefa lífeyrissjóðum færi á stórri og álitlegri fjárfestingu í almannaþágu hérlendis. Enda er þörf á umsvifamiklum fjárfestingakostum fyrir sístækkandi lífeyriskerfi. Hvort tveggja hugsað með hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi. Ég fer þó ekki um grafgötur með það að þessar vangaveltur tengjast auðvitað þeirri lífsskoðun minni að óhætt sé og nauðsynlegt að spyrja spurninga um hlutverk ríkisins í atvinnurekstri yfirleitt. Oft hef ég nefnt heilbrigðiskerfið og hvatt til þess að ríkið virði í verki einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni og stuðli að samvinnu ríkisfyrirtækja og einkafyrirtækja, landsmönnum til góðs. Nærtækt er að nefna samstarf af því tagi sem blessunarlega tókst að koma á í COVID-faraldrinum og skilaði ómældum árangri í baráttu gegn veirunni. Grunnkerfi samfélagsins eigum við að reka saman, hvort heldur er varða orku, heilbrigðisþjónustu eða menntun, svo dæmi séu tekin. Á öllum þessum sviðum er hins vegar einkarekstur líka við lýði og á að vera. Mér finnst rétt í ljósi umræðunnar að ítreka þetta enda um grundvallaratriði að ræða. Höfundur er 1. þingmaður Suðurkjördæmis og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Landsvirkjun Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Lífeyrissjóðir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Fyrir um tveimur árum viðraði ég fyrst þá skoðun opinberlega að til greina kæmi að ríkið seldi lífeyrissjóðum landsins 30-40% hlut í Landsvirkjun en með ströngum skilyrðum. Þetta gerði ég þá sem ég formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða. Hugmyndin var innlegg mitt í umræður um langtímafjárfestingar lífeyrissjóða á Íslandi og eignarhald fyrirtækisins yrði þannig áfram hjá almenningi. Hvorki þá né nú er ég þeirrar skoðunar að Landsvirkjun verði seld með manni og mús, enda var ég þá og er enn algjörlega andvíg því að þetta lykilfyrirtæki í orkuframleiðslu landsmanna verði einkavætt. Það er hvellskýrt í mínum huga. Á forsíðu 24. febrúar síðastliðin er því slegið hins vegar upp á forsíðu Fréttablaðsins að formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telji koma til greina að „selja stóran hlut í Landsvirkjun“. Í framhaldinu skapaðist umræða um málið, sem er af hinu góða. En þegar ég nú les á samfélagsmiðlum, og heyri út undan mér fullyrðingar um, að Guðrún Hafsteinsdóttir vilji „selja Landsvirkjun og einkavæða hana“ er ástæða til að staldra við og ítreka fáein atriði. Það eina sem fyrir mér vakti á sínum tíma var að efna til umræðu hvort minnihluti í Landsvirkjun gæti ekki verið álitlegur kostur til að gera tvennt: a) Annars vegar að ríkið innleysti fjármuni til að nýta í bráðnauðsynlega innviðauppbyggingu og b) að gefa lífeyrissjóðum færi á stórri og álitlegri fjárfestingu í almannaþágu hérlendis. Enda er þörf á umsvifamiklum fjárfestingakostum fyrir sístækkandi lífeyriskerfi. Hvort tveggja hugsað með hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi. Ég fer þó ekki um grafgötur með það að þessar vangaveltur tengjast auðvitað þeirri lífsskoðun minni að óhætt sé og nauðsynlegt að spyrja spurninga um hlutverk ríkisins í atvinnurekstri yfirleitt. Oft hef ég nefnt heilbrigðiskerfið og hvatt til þess að ríkið virði í verki einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni og stuðli að samvinnu ríkisfyrirtækja og einkafyrirtækja, landsmönnum til góðs. Nærtækt er að nefna samstarf af því tagi sem blessunarlega tókst að koma á í COVID-faraldrinum og skilaði ómældum árangri í baráttu gegn veirunni. Grunnkerfi samfélagsins eigum við að reka saman, hvort heldur er varða orku, heilbrigðisþjónustu eða menntun, svo dæmi séu tekin. Á öllum þessum sviðum er hins vegar einkarekstur líka við lýði og á að vera. Mér finnst rétt í ljósi umræðunnar að ítreka þetta enda um grundvallaratriði að ræða. Höfundur er 1. þingmaður Suðurkjördæmis og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun