Fjögurra daga vinnuvika: Tilraunaverkefni nær til Íslands Guðmundur D. Haraldsson skrifar 1. mars 2022 07:00 Við á Íslandi höfum á undanförnum árum stytt vinnuvikuna víða um samfélagið með ágætum árangri eins og vel er þekkt. Við höfum verið nokkuð á undan hinum enskumælandi heimi í þessari umræðu og sömuleiðis í að innleiða styttinguna. Umræðan erlendis er nú farin að aukast mjög, og er nú svo komið að í hinum enskumælandi fer nú fram mikil umræða um fjögurradaga vinnuviku — margir horfa til 32 stunda vinnuviku í því sambandi. Erlendis, einkum í Bretlandi, hefur umræðan um fjögurra daga vinnuviku staðið í nokkur ár og hefur mjög magnast allt frá árinu 2019. Ástæðurnar má rekja til aukinnar sjálfvirkni, til aukinnar umhverfisvitundar, til stafrænnar þróunar og stjórnmálalegra breytinga, auk hugarfarsbreytinga sem komu til vegna heimsfaraldursins. Segja má að faraldurinn hafi opnað augu fólks fyrir því að annað lífsmynstur sé raunverulega mögulegt, í margs konar skilningi. Fræðast má frekar um þessa þróun hér. Umræðan erlendis er nú orðin það þroskuð að fólk og fyrirtæki eru tilbúin til að hrinda af stað tilraunaverkefnum. Um þessar mundir fara af stað tilraunaverkefni í nokkrum löndum undir formerkjum fjögurra daga vinnuviku, meðal annars í Írlandi, Bandaríkjunum, Skotlandi og á Spáni. Og íslenskum fyrirtækjum býðst nú að vera með í enn öðru tilraunaverkefni, sem rekið er í Bretlandi. Breska hugveitan Autonomy stendur að tilraunaverkefninu þar í landi í samstarfi við tvenn félagasamtök – 4 Day Week UK og 4 Day Week Global – ásamt rannsakendum við þrjá heimsþekkta háskóla: Oxford háskóla, Cambridge háskóla og Boston háskóla. Sérsvið Autonomy er vinnumarkaður og framtíð hans. Samstarf Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, og Autonomy undanfarin ár opnar á þátttöku íslenskra fyrirtækja. Tilraunaverkefni Autonomy, sem áætlað er að standi yfir í hálft ár, felur í sér vinnustofur þar sem fulltrúar fyrirtækja sem hafa innleitt fjögurra daga vinnuviku aðstoða þátttakendur, auk þess sem þátttakendur hafa aðgang að eigin ráðgjafa og stuðningsneti. Fræðimennirnir úr háskólunum munu aðstoða við að mæla framleiðni og meta framganginn. Það verður því nægur stuðningur í boði úr ólíkum áttum. Yfir 30 fyrirtæki hafa þegar skráð sig í tilraunaverkefnið. Tilraunaverkefni Autonomy er kjörið tækifæri fyrir íslensk einkafyrirtæki til að sýna framsækni í verki og taka þátt í að móta vinnumarkað framtíðarinnar. Áhugasömum fyrirtækjum stendur til boða að hafa samband beint við Autonomy og óska eftir þátttöku. Frestur til skráningar rennur út í lok mars. Kynningarfundur verður haldinn þann 10. mars. Ég hvet alla, jafnt vinnandi fólk sem stjórnendur og eigendur fyrirtækja, til að ígrunda þetta tækifæri í samráði við aðra á vinnustaðnum. Ef fólki líst vel á er um að gera að hafa samband við Autonomy eins fljótt og auðið er. Framtíðin er núna. Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við á Íslandi höfum á undanförnum árum stytt vinnuvikuna víða um samfélagið með ágætum árangri eins og vel er þekkt. Við höfum verið nokkuð á undan hinum enskumælandi heimi í þessari umræðu og sömuleiðis í að innleiða styttinguna. Umræðan erlendis er nú farin að aukast mjög, og er nú svo komið að í hinum enskumælandi fer nú fram mikil umræða um fjögurradaga vinnuviku — margir horfa til 32 stunda vinnuviku í því sambandi. Erlendis, einkum í Bretlandi, hefur umræðan um fjögurra daga vinnuviku staðið í nokkur ár og hefur mjög magnast allt frá árinu 2019. Ástæðurnar má rekja til aukinnar sjálfvirkni, til aukinnar umhverfisvitundar, til stafrænnar þróunar og stjórnmálalegra breytinga, auk hugarfarsbreytinga sem komu til vegna heimsfaraldursins. Segja má að faraldurinn hafi opnað augu fólks fyrir því að annað lífsmynstur sé raunverulega mögulegt, í margs konar skilningi. Fræðast má frekar um þessa þróun hér. Umræðan erlendis er nú orðin það þroskuð að fólk og fyrirtæki eru tilbúin til að hrinda af stað tilraunaverkefnum. Um þessar mundir fara af stað tilraunaverkefni í nokkrum löndum undir formerkjum fjögurra daga vinnuviku, meðal annars í Írlandi, Bandaríkjunum, Skotlandi og á Spáni. Og íslenskum fyrirtækjum býðst nú að vera með í enn öðru tilraunaverkefni, sem rekið er í Bretlandi. Breska hugveitan Autonomy stendur að tilraunaverkefninu þar í landi í samstarfi við tvenn félagasamtök – 4 Day Week UK og 4 Day Week Global – ásamt rannsakendum við þrjá heimsþekkta háskóla: Oxford háskóla, Cambridge háskóla og Boston háskóla. Sérsvið Autonomy er vinnumarkaður og framtíð hans. Samstarf Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, og Autonomy undanfarin ár opnar á þátttöku íslenskra fyrirtækja. Tilraunaverkefni Autonomy, sem áætlað er að standi yfir í hálft ár, felur í sér vinnustofur þar sem fulltrúar fyrirtækja sem hafa innleitt fjögurra daga vinnuviku aðstoða þátttakendur, auk þess sem þátttakendur hafa aðgang að eigin ráðgjafa og stuðningsneti. Fræðimennirnir úr háskólunum munu aðstoða við að mæla framleiðni og meta framganginn. Það verður því nægur stuðningur í boði úr ólíkum áttum. Yfir 30 fyrirtæki hafa þegar skráð sig í tilraunaverkefnið. Tilraunaverkefni Autonomy er kjörið tækifæri fyrir íslensk einkafyrirtæki til að sýna framsækni í verki og taka þátt í að móta vinnumarkað framtíðarinnar. Áhugasömum fyrirtækjum stendur til boða að hafa samband beint við Autonomy og óska eftir þátttöku. Frestur til skráningar rennur út í lok mars. Kynningarfundur verður haldinn þann 10. mars. Ég hvet alla, jafnt vinnandi fólk sem stjórnendur og eigendur fyrirtækja, til að ígrunda þetta tækifæri í samráði við aðra á vinnustaðnum. Ef fólki líst vel á er um að gera að hafa samband við Autonomy eins fljótt og auðið er. Framtíðin er núna. Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar