Fjögurra daga vinnuvika: Tilraunaverkefni nær til Íslands Guðmundur D. Haraldsson skrifar 1. mars 2022 07:00 Við á Íslandi höfum á undanförnum árum stytt vinnuvikuna víða um samfélagið með ágætum árangri eins og vel er þekkt. Við höfum verið nokkuð á undan hinum enskumælandi heimi í þessari umræðu og sömuleiðis í að innleiða styttinguna. Umræðan erlendis er nú farin að aukast mjög, og er nú svo komið að í hinum enskumælandi fer nú fram mikil umræða um fjögurradaga vinnuviku — margir horfa til 32 stunda vinnuviku í því sambandi. Erlendis, einkum í Bretlandi, hefur umræðan um fjögurra daga vinnuviku staðið í nokkur ár og hefur mjög magnast allt frá árinu 2019. Ástæðurnar má rekja til aukinnar sjálfvirkni, til aukinnar umhverfisvitundar, til stafrænnar þróunar og stjórnmálalegra breytinga, auk hugarfarsbreytinga sem komu til vegna heimsfaraldursins. Segja má að faraldurinn hafi opnað augu fólks fyrir því að annað lífsmynstur sé raunverulega mögulegt, í margs konar skilningi. Fræðast má frekar um þessa þróun hér. Umræðan erlendis er nú orðin það þroskuð að fólk og fyrirtæki eru tilbúin til að hrinda af stað tilraunaverkefnum. Um þessar mundir fara af stað tilraunaverkefni í nokkrum löndum undir formerkjum fjögurra daga vinnuviku, meðal annars í Írlandi, Bandaríkjunum, Skotlandi og á Spáni. Og íslenskum fyrirtækjum býðst nú að vera með í enn öðru tilraunaverkefni, sem rekið er í Bretlandi. Breska hugveitan Autonomy stendur að tilraunaverkefninu þar í landi í samstarfi við tvenn félagasamtök – 4 Day Week UK og 4 Day Week Global – ásamt rannsakendum við þrjá heimsþekkta háskóla: Oxford háskóla, Cambridge háskóla og Boston háskóla. Sérsvið Autonomy er vinnumarkaður og framtíð hans. Samstarf Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, og Autonomy undanfarin ár opnar á þátttöku íslenskra fyrirtækja. Tilraunaverkefni Autonomy, sem áætlað er að standi yfir í hálft ár, felur í sér vinnustofur þar sem fulltrúar fyrirtækja sem hafa innleitt fjögurra daga vinnuviku aðstoða þátttakendur, auk þess sem þátttakendur hafa aðgang að eigin ráðgjafa og stuðningsneti. Fræðimennirnir úr háskólunum munu aðstoða við að mæla framleiðni og meta framganginn. Það verður því nægur stuðningur í boði úr ólíkum áttum. Yfir 30 fyrirtæki hafa þegar skráð sig í tilraunaverkefnið. Tilraunaverkefni Autonomy er kjörið tækifæri fyrir íslensk einkafyrirtæki til að sýna framsækni í verki og taka þátt í að móta vinnumarkað framtíðarinnar. Áhugasömum fyrirtækjum stendur til boða að hafa samband beint við Autonomy og óska eftir þátttöku. Frestur til skráningar rennur út í lok mars. Kynningarfundur verður haldinn þann 10. mars. Ég hvet alla, jafnt vinnandi fólk sem stjórnendur og eigendur fyrirtækja, til að ígrunda þetta tækifæri í samráði við aðra á vinnustaðnum. Ef fólki líst vel á er um að gera að hafa samband við Autonomy eins fljótt og auðið er. Framtíðin er núna. Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Við á Íslandi höfum á undanförnum árum stytt vinnuvikuna víða um samfélagið með ágætum árangri eins og vel er þekkt. Við höfum verið nokkuð á undan hinum enskumælandi heimi í þessari umræðu og sömuleiðis í að innleiða styttinguna. Umræðan erlendis er nú farin að aukast mjög, og er nú svo komið að í hinum enskumælandi fer nú fram mikil umræða um fjögurradaga vinnuviku — margir horfa til 32 stunda vinnuviku í því sambandi. Erlendis, einkum í Bretlandi, hefur umræðan um fjögurra daga vinnuviku staðið í nokkur ár og hefur mjög magnast allt frá árinu 2019. Ástæðurnar má rekja til aukinnar sjálfvirkni, til aukinnar umhverfisvitundar, til stafrænnar þróunar og stjórnmálalegra breytinga, auk hugarfarsbreytinga sem komu til vegna heimsfaraldursins. Segja má að faraldurinn hafi opnað augu fólks fyrir því að annað lífsmynstur sé raunverulega mögulegt, í margs konar skilningi. Fræðast má frekar um þessa þróun hér. Umræðan erlendis er nú orðin það þroskuð að fólk og fyrirtæki eru tilbúin til að hrinda af stað tilraunaverkefnum. Um þessar mundir fara af stað tilraunaverkefni í nokkrum löndum undir formerkjum fjögurra daga vinnuviku, meðal annars í Írlandi, Bandaríkjunum, Skotlandi og á Spáni. Og íslenskum fyrirtækjum býðst nú að vera með í enn öðru tilraunaverkefni, sem rekið er í Bretlandi. Breska hugveitan Autonomy stendur að tilraunaverkefninu þar í landi í samstarfi við tvenn félagasamtök – 4 Day Week UK og 4 Day Week Global – ásamt rannsakendum við þrjá heimsþekkta háskóla: Oxford háskóla, Cambridge háskóla og Boston háskóla. Sérsvið Autonomy er vinnumarkaður og framtíð hans. Samstarf Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, og Autonomy undanfarin ár opnar á þátttöku íslenskra fyrirtækja. Tilraunaverkefni Autonomy, sem áætlað er að standi yfir í hálft ár, felur í sér vinnustofur þar sem fulltrúar fyrirtækja sem hafa innleitt fjögurra daga vinnuviku aðstoða þátttakendur, auk þess sem þátttakendur hafa aðgang að eigin ráðgjafa og stuðningsneti. Fræðimennirnir úr háskólunum munu aðstoða við að mæla framleiðni og meta framganginn. Það verður því nægur stuðningur í boði úr ólíkum áttum. Yfir 30 fyrirtæki hafa þegar skráð sig í tilraunaverkefnið. Tilraunaverkefni Autonomy er kjörið tækifæri fyrir íslensk einkafyrirtæki til að sýna framsækni í verki og taka þátt í að móta vinnumarkað framtíðarinnar. Áhugasömum fyrirtækjum stendur til boða að hafa samband beint við Autonomy og óska eftir þátttöku. Frestur til skráningar rennur út í lok mars. Kynningarfundur verður haldinn þann 10. mars. Ég hvet alla, jafnt vinnandi fólk sem stjórnendur og eigendur fyrirtækja, til að ígrunda þetta tækifæri í samráði við aðra á vinnustaðnum. Ef fólki líst vel á er um að gera að hafa samband við Autonomy eins fljótt og auðið er. Framtíðin er núna. Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun