Fjögurra daga vinnuvika: Tilraunaverkefni nær til Íslands Guðmundur D. Haraldsson skrifar 1. mars 2022 07:00 Við á Íslandi höfum á undanförnum árum stytt vinnuvikuna víða um samfélagið með ágætum árangri eins og vel er þekkt. Við höfum verið nokkuð á undan hinum enskumælandi heimi í þessari umræðu og sömuleiðis í að innleiða styttinguna. Umræðan erlendis er nú farin að aukast mjög, og er nú svo komið að í hinum enskumælandi fer nú fram mikil umræða um fjögurradaga vinnuviku — margir horfa til 32 stunda vinnuviku í því sambandi. Erlendis, einkum í Bretlandi, hefur umræðan um fjögurra daga vinnuviku staðið í nokkur ár og hefur mjög magnast allt frá árinu 2019. Ástæðurnar má rekja til aukinnar sjálfvirkni, til aukinnar umhverfisvitundar, til stafrænnar þróunar og stjórnmálalegra breytinga, auk hugarfarsbreytinga sem komu til vegna heimsfaraldursins. Segja má að faraldurinn hafi opnað augu fólks fyrir því að annað lífsmynstur sé raunverulega mögulegt, í margs konar skilningi. Fræðast má frekar um þessa þróun hér. Umræðan erlendis er nú orðin það þroskuð að fólk og fyrirtæki eru tilbúin til að hrinda af stað tilraunaverkefnum. Um þessar mundir fara af stað tilraunaverkefni í nokkrum löndum undir formerkjum fjögurra daga vinnuviku, meðal annars í Írlandi, Bandaríkjunum, Skotlandi og á Spáni. Og íslenskum fyrirtækjum býðst nú að vera með í enn öðru tilraunaverkefni, sem rekið er í Bretlandi. Breska hugveitan Autonomy stendur að tilraunaverkefninu þar í landi í samstarfi við tvenn félagasamtök – 4 Day Week UK og 4 Day Week Global – ásamt rannsakendum við þrjá heimsþekkta háskóla: Oxford háskóla, Cambridge háskóla og Boston háskóla. Sérsvið Autonomy er vinnumarkaður og framtíð hans. Samstarf Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, og Autonomy undanfarin ár opnar á þátttöku íslenskra fyrirtækja. Tilraunaverkefni Autonomy, sem áætlað er að standi yfir í hálft ár, felur í sér vinnustofur þar sem fulltrúar fyrirtækja sem hafa innleitt fjögurra daga vinnuviku aðstoða þátttakendur, auk þess sem þátttakendur hafa aðgang að eigin ráðgjafa og stuðningsneti. Fræðimennirnir úr háskólunum munu aðstoða við að mæla framleiðni og meta framganginn. Það verður því nægur stuðningur í boði úr ólíkum áttum. Yfir 30 fyrirtæki hafa þegar skráð sig í tilraunaverkefnið. Tilraunaverkefni Autonomy er kjörið tækifæri fyrir íslensk einkafyrirtæki til að sýna framsækni í verki og taka þátt í að móta vinnumarkað framtíðarinnar. Áhugasömum fyrirtækjum stendur til boða að hafa samband beint við Autonomy og óska eftir þátttöku. Frestur til skráningar rennur út í lok mars. Kynningarfundur verður haldinn þann 10. mars. Ég hvet alla, jafnt vinnandi fólk sem stjórnendur og eigendur fyrirtækja, til að ígrunda þetta tækifæri í samráði við aðra á vinnustaðnum. Ef fólki líst vel á er um að gera að hafa samband við Autonomy eins fljótt og auðið er. Framtíðin er núna. Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Sjá meira
Við á Íslandi höfum á undanförnum árum stytt vinnuvikuna víða um samfélagið með ágætum árangri eins og vel er þekkt. Við höfum verið nokkuð á undan hinum enskumælandi heimi í þessari umræðu og sömuleiðis í að innleiða styttinguna. Umræðan erlendis er nú farin að aukast mjög, og er nú svo komið að í hinum enskumælandi fer nú fram mikil umræða um fjögurradaga vinnuviku — margir horfa til 32 stunda vinnuviku í því sambandi. Erlendis, einkum í Bretlandi, hefur umræðan um fjögurra daga vinnuviku staðið í nokkur ár og hefur mjög magnast allt frá árinu 2019. Ástæðurnar má rekja til aukinnar sjálfvirkni, til aukinnar umhverfisvitundar, til stafrænnar þróunar og stjórnmálalegra breytinga, auk hugarfarsbreytinga sem komu til vegna heimsfaraldursins. Segja má að faraldurinn hafi opnað augu fólks fyrir því að annað lífsmynstur sé raunverulega mögulegt, í margs konar skilningi. Fræðast má frekar um þessa þróun hér. Umræðan erlendis er nú orðin það þroskuð að fólk og fyrirtæki eru tilbúin til að hrinda af stað tilraunaverkefnum. Um þessar mundir fara af stað tilraunaverkefni í nokkrum löndum undir formerkjum fjögurra daga vinnuviku, meðal annars í Írlandi, Bandaríkjunum, Skotlandi og á Spáni. Og íslenskum fyrirtækjum býðst nú að vera með í enn öðru tilraunaverkefni, sem rekið er í Bretlandi. Breska hugveitan Autonomy stendur að tilraunaverkefninu þar í landi í samstarfi við tvenn félagasamtök – 4 Day Week UK og 4 Day Week Global – ásamt rannsakendum við þrjá heimsþekkta háskóla: Oxford háskóla, Cambridge háskóla og Boston háskóla. Sérsvið Autonomy er vinnumarkaður og framtíð hans. Samstarf Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, og Autonomy undanfarin ár opnar á þátttöku íslenskra fyrirtækja. Tilraunaverkefni Autonomy, sem áætlað er að standi yfir í hálft ár, felur í sér vinnustofur þar sem fulltrúar fyrirtækja sem hafa innleitt fjögurra daga vinnuviku aðstoða þátttakendur, auk þess sem þátttakendur hafa aðgang að eigin ráðgjafa og stuðningsneti. Fræðimennirnir úr háskólunum munu aðstoða við að mæla framleiðni og meta framganginn. Það verður því nægur stuðningur í boði úr ólíkum áttum. Yfir 30 fyrirtæki hafa þegar skráð sig í tilraunaverkefnið. Tilraunaverkefni Autonomy er kjörið tækifæri fyrir íslensk einkafyrirtæki til að sýna framsækni í verki og taka þátt í að móta vinnumarkað framtíðarinnar. Áhugasömum fyrirtækjum stendur til boða að hafa samband beint við Autonomy og óska eftir þátttöku. Frestur til skráningar rennur út í lok mars. Kynningarfundur verður haldinn þann 10. mars. Ég hvet alla, jafnt vinnandi fólk sem stjórnendur og eigendur fyrirtækja, til að ígrunda þetta tækifæri í samráði við aðra á vinnustaðnum. Ef fólki líst vel á er um að gera að hafa samband við Autonomy eins fljótt og auðið er. Framtíðin er núna. Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun