Skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfestir brotalamir í tollaframkvæmd Erna Bjarnadóttir skrifar 28. febrúar 2022 21:01 Þann 21. febrúar sl. kynnti Ríkisendurskoðun niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar á tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða. Skýrslan dregur fram hvernig tollaframkvæmd og tollaeftirlit fer fram á Íslandi. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) velur að mála niðurstöður skýrslunnar skrautlegum litum í grein hér á visir.is. þann 25. febrúar sl. Hann fullyrðir þar að skýrslan hreki ásakanir um tollasvindl og vísar þar m.a. til viðtals við greinarhöfund á sjónvarpsstöðinni Hringbraut á síðasta ári. Nú er þar skemmst frá að segja að „sínum augum lítur hver á silfrið“ – verður hér vísað í nokkur atriði því til stuðnings. Hvað stendur í skýrslunni? Ástæða þess að Ríkisendurskoðun tók tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða til skoðunar var m.a. sú staðreynd að svo virtist sem að í einhverjum tilvikum væri rangt staðið að tollflokkun erlendra landbúnaðarvara hér á landi. Í niðurstöðukafla úttektarinnar kemur skýrt fram að alvarlegir annmarkar hafi verið á stjórnsýslu tollamála vegna innflutnings landbúnaðarvara. Þá segir að brotalamir séu á tolleftirliti/vöruskoðun landbúnaðarvara, auk þess sem að allnokkurt misræmi sé milli útflutningstalna ESB og innflutningstalna frá Hagstofu Íslands. Framkvæmdastjóri FA sér einhverja allt aðra niðurstöðu. Af grein hans má ráða að skýrslan sýni að ábendingar um ranga tollflokkun við innflutning á pitsaosti hafi ekki átt við nein rök að styðjast og að skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti niðurstöður innanhússrannsóknar FA um innflutning eigin félagsmanna á pitsaosti. Nú hefur greinarhöfundur lesið skýrslu Ríkisendurskoðunar og sér ekki að nokkuð af þessu komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þvert á móti gengur Ríkisendurskoðun langt í sinni umfjöllun um upplýsingagjöf innflutningsfyrirtækja til tollyfirvalda í tengslum við innflutning landbúnaðarafurða. Þar segir m.a. eftirfarandi: „Fullyrða má að möguleg misflokkun eða undanskot við innflutning á landbúnaðarafurðum geti því varðað háar fjárhæðir og mikilvæga hagsmuni um heilbrigði manna, dýra og plantna. Gildir þá einu hvort um er að ræða ranga upplýsingagjöf til tollyfirvalda af ásetningi eða gáleysi.“ Hér er vart skemur gengið en greinarhöfundur gerði í fyrrnefndum sjónvarpsþætti. Ásakanir FA um afskipti yfirstjórnar stjórnsýslunnar Í grein sinni leyfir framkvæmdastjóri FA sér einnig að saka fjármálaráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið um að hafa látið undan þrýstingi hagsmunaaðila, auk þess sem að þessi tvö ráðuneyti hafi beitt Skattinn þrýstingi „...til að þvinga fram endurtollflokkun [pitsuosta]...“. Þessu er enginn staður fundinn í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þvert á móti segir í skýrslunni að: „Ríkisendurskoðun telur gagnrýnivert með hvaða hætti Skatturinn brást við athugasemdum hagsmunaaðila um tollflokkun svokallaðs jurtaosts á fyrri hluta ársins 2020, þá sérstaklega í ljósi þess bindandi álits sem Skatturinn hafði gefið út um tollflokkun [pitsaosts]. Í framhaldinu voru athafnir Skattsins í málinu þversagnakenndar og til þess fallnar að skapa tortryggni gagnvart tollframkvæmd.“ Ég held raunar að framkvæmdastjórinn og hans liðsmenn hafi sjálfir leitast við að hafa áhrif, um það vitna tölvupóstar sem aflað hefur verið afrita af á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Sama má segja um yfirlýsingar fulltrúa FA í garð stjórnvalda og dómstóla vegna innflutnings erlendra landbúnaðarvara. Hér er ekki um neitt nýtt að ræða. Alþekkt er hins vegar þegar fulltrúar FA sökuðu Kristján Þ. Júlíusson, fv. landbúnaðarráðherra, um stjórnarskrárbrot og brot gegn lögum um ráðherraábyrgð vegna úthlutunar hans á tollkvótum Var fullyrt að draga ætti ráðherrann fyrir landsdóm. Höfðað var mál á hendur íslenska ríkinu vegna stjórnsýslu ráðherrans en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að stjórnsýsla ráðherrans stæðist kröfur stjórnarskrárinnar. Dómur Landsréttar um tollflokkun pitsaosts Eitt þeirra mála sem framkvæmdastjórinn gerir að umtalsefni er nýlegur dómur Landsréttar í máli er varðaði tollflokkun pitsaosts. Rétt er að fara nokkrum orðum um þá niðurstöðu. Þann 11. febrúar sl. féll dómur í Landsrétti í máli sem innflutningsfyrirtæki rifins pitsaosts höfðaði gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Skattsins um að greiða ætti toll af ostinum. Hugðist fyrirtækið með málshöfðun sinni hnekkja þeirri niðurstöðu að hinn rifni ostur skyldi tollflokkast sem mjólkurostur – m.ö.o. að engan toll ætti að greiða af ostinum. Skemmst er frá því að segja að Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hinn rifni ostur væri mjólkurostur og skyldi þegar af þeirri ástæðu greiddur tollur við innflutning vörunnar. Þá var innflutningsfyrirtækinu gert að greiða málskostnað á báðum dómsstigum. Nú verður þessum dómi Landsréttar ekki hnekkt með óljósum tilvitnunum í skýrslu Ríkisendurskoðunar, eins og álykta má af umfjöllun FA. Landsréttur er hluti dómsvaldsins en Ríkisendurskoðun er eftirlitsstofnun Alþingis. Ekki er ástæða til að svara umfjöllun framkvæmdastjórans um efnislega niðurstöðu Landsréttar enda hefur allri þeirri gagnrýni nú þegar verið svarað í dómi héraðsdóms svo og dómi Landsréttar. Niðurlag Í niðurlagi greinar sinnar fullyrðir framkvæmdastjórinn að allt sem FA hafi haldið fram sé staðfest í úttekt Ríkisendurskoðunar. Er þetta mjög sérstök niðurstaða þar sem rannsóknarefni úttektar Ríkisendurskoðunar var ekki yfirlýsingar FA heldur tolleftirlit og tollframkvæmd Skattsins. Að fenginni úttekt Ríkisendurskoðunar er það nú verkefni stjórnvalda að bæta og efla þessa stjórnsýslu tollamála. Niðurstöður Ríkisendurskoðunar eru skýrar hvað þetta varðar og koma þar fram mjög gagnlegar ábendingar um það hvernig betur megi standa að málum. Er til mikils að vinna enda getur ólögmætur inn- og útflutningur vöru haft í för með sér „hættu fyrir öryggi, umhverfi og heilsu almennings“, svo vitnað sé til úttektarinnar sjálfrar. Höfundur er verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Stjórnsýsla Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Skýrsla Ríkisendurskoðunar hrekur ásakanir um tollasvindl Niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða sýna með óyggjandi hætti að ásakanir Bændasamtaka Íslands og Mjólkursamsölunnar á hendur innflutningsfyrirtækjum, um stórfellt svindl við innflutning á pitsuosti, áttu ekki við nein rök að styðjast. 25. febrúar 2022 08:00 Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þann 21. febrúar sl. kynnti Ríkisendurskoðun niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar á tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða. Skýrslan dregur fram hvernig tollaframkvæmd og tollaeftirlit fer fram á Íslandi. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) velur að mála niðurstöður skýrslunnar skrautlegum litum í grein hér á visir.is. þann 25. febrúar sl. Hann fullyrðir þar að skýrslan hreki ásakanir um tollasvindl og vísar þar m.a. til viðtals við greinarhöfund á sjónvarpsstöðinni Hringbraut á síðasta ári. Nú er þar skemmst frá að segja að „sínum augum lítur hver á silfrið“ – verður hér vísað í nokkur atriði því til stuðnings. Hvað stendur í skýrslunni? Ástæða þess að Ríkisendurskoðun tók tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða til skoðunar var m.a. sú staðreynd að svo virtist sem að í einhverjum tilvikum væri rangt staðið að tollflokkun erlendra landbúnaðarvara hér á landi. Í niðurstöðukafla úttektarinnar kemur skýrt fram að alvarlegir annmarkar hafi verið á stjórnsýslu tollamála vegna innflutnings landbúnaðarvara. Þá segir að brotalamir séu á tolleftirliti/vöruskoðun landbúnaðarvara, auk þess sem að allnokkurt misræmi sé milli útflutningstalna ESB og innflutningstalna frá Hagstofu Íslands. Framkvæmdastjóri FA sér einhverja allt aðra niðurstöðu. Af grein hans má ráða að skýrslan sýni að ábendingar um ranga tollflokkun við innflutning á pitsaosti hafi ekki átt við nein rök að styðjast og að skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti niðurstöður innanhússrannsóknar FA um innflutning eigin félagsmanna á pitsaosti. Nú hefur greinarhöfundur lesið skýrslu Ríkisendurskoðunar og sér ekki að nokkuð af þessu komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þvert á móti gengur Ríkisendurskoðun langt í sinni umfjöllun um upplýsingagjöf innflutningsfyrirtækja til tollyfirvalda í tengslum við innflutning landbúnaðarafurða. Þar segir m.a. eftirfarandi: „Fullyrða má að möguleg misflokkun eða undanskot við innflutning á landbúnaðarafurðum geti því varðað háar fjárhæðir og mikilvæga hagsmuni um heilbrigði manna, dýra og plantna. Gildir þá einu hvort um er að ræða ranga upplýsingagjöf til tollyfirvalda af ásetningi eða gáleysi.“ Hér er vart skemur gengið en greinarhöfundur gerði í fyrrnefndum sjónvarpsþætti. Ásakanir FA um afskipti yfirstjórnar stjórnsýslunnar Í grein sinni leyfir framkvæmdastjóri FA sér einnig að saka fjármálaráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið um að hafa látið undan þrýstingi hagsmunaaðila, auk þess sem að þessi tvö ráðuneyti hafi beitt Skattinn þrýstingi „...til að þvinga fram endurtollflokkun [pitsuosta]...“. Þessu er enginn staður fundinn í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þvert á móti segir í skýrslunni að: „Ríkisendurskoðun telur gagnrýnivert með hvaða hætti Skatturinn brást við athugasemdum hagsmunaaðila um tollflokkun svokallaðs jurtaosts á fyrri hluta ársins 2020, þá sérstaklega í ljósi þess bindandi álits sem Skatturinn hafði gefið út um tollflokkun [pitsaosts]. Í framhaldinu voru athafnir Skattsins í málinu þversagnakenndar og til þess fallnar að skapa tortryggni gagnvart tollframkvæmd.“ Ég held raunar að framkvæmdastjórinn og hans liðsmenn hafi sjálfir leitast við að hafa áhrif, um það vitna tölvupóstar sem aflað hefur verið afrita af á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Sama má segja um yfirlýsingar fulltrúa FA í garð stjórnvalda og dómstóla vegna innflutnings erlendra landbúnaðarvara. Hér er ekki um neitt nýtt að ræða. Alþekkt er hins vegar þegar fulltrúar FA sökuðu Kristján Þ. Júlíusson, fv. landbúnaðarráðherra, um stjórnarskrárbrot og brot gegn lögum um ráðherraábyrgð vegna úthlutunar hans á tollkvótum Var fullyrt að draga ætti ráðherrann fyrir landsdóm. Höfðað var mál á hendur íslenska ríkinu vegna stjórnsýslu ráðherrans en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að stjórnsýsla ráðherrans stæðist kröfur stjórnarskrárinnar. Dómur Landsréttar um tollflokkun pitsaosts Eitt þeirra mála sem framkvæmdastjórinn gerir að umtalsefni er nýlegur dómur Landsréttar í máli er varðaði tollflokkun pitsaosts. Rétt er að fara nokkrum orðum um þá niðurstöðu. Þann 11. febrúar sl. féll dómur í Landsrétti í máli sem innflutningsfyrirtæki rifins pitsaosts höfðaði gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Skattsins um að greiða ætti toll af ostinum. Hugðist fyrirtækið með málshöfðun sinni hnekkja þeirri niðurstöðu að hinn rifni ostur skyldi tollflokkast sem mjólkurostur – m.ö.o. að engan toll ætti að greiða af ostinum. Skemmst er frá því að segja að Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hinn rifni ostur væri mjólkurostur og skyldi þegar af þeirri ástæðu greiddur tollur við innflutning vörunnar. Þá var innflutningsfyrirtækinu gert að greiða málskostnað á báðum dómsstigum. Nú verður þessum dómi Landsréttar ekki hnekkt með óljósum tilvitnunum í skýrslu Ríkisendurskoðunar, eins og álykta má af umfjöllun FA. Landsréttur er hluti dómsvaldsins en Ríkisendurskoðun er eftirlitsstofnun Alþingis. Ekki er ástæða til að svara umfjöllun framkvæmdastjórans um efnislega niðurstöðu Landsréttar enda hefur allri þeirri gagnrýni nú þegar verið svarað í dómi héraðsdóms svo og dómi Landsréttar. Niðurlag Í niðurlagi greinar sinnar fullyrðir framkvæmdastjórinn að allt sem FA hafi haldið fram sé staðfest í úttekt Ríkisendurskoðunar. Er þetta mjög sérstök niðurstaða þar sem rannsóknarefni úttektar Ríkisendurskoðunar var ekki yfirlýsingar FA heldur tolleftirlit og tollframkvæmd Skattsins. Að fenginni úttekt Ríkisendurskoðunar er það nú verkefni stjórnvalda að bæta og efla þessa stjórnsýslu tollamála. Niðurstöður Ríkisendurskoðunar eru skýrar hvað þetta varðar og koma þar fram mjög gagnlegar ábendingar um það hvernig betur megi standa að málum. Er til mikils að vinna enda getur ólögmætur inn- og útflutningur vöru haft í för með sér „hættu fyrir öryggi, umhverfi og heilsu almennings“, svo vitnað sé til úttektarinnar sjálfrar. Höfundur er verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni
Skýrsla Ríkisendurskoðunar hrekur ásakanir um tollasvindl Niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða sýna með óyggjandi hætti að ásakanir Bændasamtaka Íslands og Mjólkursamsölunnar á hendur innflutningsfyrirtækjum, um stórfellt svindl við innflutning á pitsuosti, áttu ekki við nein rök að styðjast. 25. febrúar 2022 08:00
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun