Um langvinna verkjasjúkdóma og heilann Helga B. Haraldsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 13:00 Á 17. öld kom Descartes fram með þá kenningu að líkaminn væri eins og vél, ef verkur kemur t.d. í fæti þá er einhver “bilun” þar sem þurfi að skoða. Nú er 21. öldin og vísindin eru komin ansi langt frá 17. öldinni. Taugavísindin eru að sýna okkur með rannsókn eftir rannsókn að kenning Descartes á sjaldnast við þegar verkir eru orðnir langvinnir. Verkir koma þegar heilinn telur að þú sért í hættu. T.d. þegar þú snertir heita hellu þá finnurðu til svo þú færir hendina af hellunni. Verkir eru aldrei bara líkamlegir og þeir koma alltaf frá heilanum, það er heilinn sem ákveður hvort boðin frá hendinni á hellunni séu þess eðlis að það eigi að senda verki. Heilinn er að meta hvort þú sért í hættu og hvort það þurfi að vernda þig. Skoðum aðeins tungumálið okkar - hann særði mig svo þegar hann sagði þetta, hún særði hann hjartasári. Þarna tölum við um særindi en það er auðvitað ekkert líkamlegt sár og það skrítna er að þarna er tungumálið með hárrétta nálgun. Rannsóknir sýna nefnilega að verkir og tiltekinn sársauki á tilfinningasviðinu virkja sömu svæði í heilanum (The neural bases of social pain). Það er því engin tilviljun að börn sem hafa upplifað einelti þjást frekar af höfuðverkjum, bakverkjum og magaverkjum en önnur börn (Höfuðverkir og magaverkir á meðal líkamlegra afleiðinga eineltis). Það virðist líka vera mikil streita bundin við sjómannsstarfið á Íslandi í dag ef tekið er mið af eftirfarandi rannsókn: Helmingur sjómanna með mígreni. Ég sé ítrekað í mínu starfi að verkir geta komið í kjölfarið á erfiðum áföllum í lífi fólks. Verkir geta líka komið hjá fólki sem býr við mikla og langvarandi streitu eins og börn sem upplifa einelti. Heilinn er að upplifa hættu. Stundum þarf ekki svo mikla utanaðkomandi streitu til að fólk þrói með sér langvinna verki. Við manneskjurnar erum miklar tilfinningaverur og stundum þróum við með okkur hugsunarhátt sem er mjög streituvaldandi fyrir heilann. En það jákvæða er að þessu er hægt að breyta. Ef verkir eru ekki að orsakast af vefjaskemmd heldur hugsunarhætti, áföllum eða annarri viðvarandi streitu þá eru þeir læknanlegir enda er taugakerfið okkar svo miklu sveigjanlegra en áður var talið. Ekki láta það stöðva þig ef velmeinandi heilbrigðisstarfsmenn sem aldnir eru upp við kenningar Descartes segja þér að ekkert sé hægt að gera. Ég hvet þig til að lesa þér til í verkjafræðum því ef þú ert með langvinna verki þá eru miklar líkur á að þú getir orðið verkjalaus. Ég mæli með að byrja á þessu góða myndbandi frá einum af fremstu verkjasérfræðingum dagsins í dag https://www.tamethebeast.org. Ýmislegt annað efni geturðu síðan nálgast á www.verkjalaus.is. Góðan bata og góða skemmtun við að kynnast betur því undralíffæri sem heilinn þinn er. Höfundur er sálfræðingur hjá Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsa Geðheilbrigði Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á 17. öld kom Descartes fram með þá kenningu að líkaminn væri eins og vél, ef verkur kemur t.d. í fæti þá er einhver “bilun” þar sem þurfi að skoða. Nú er 21. öldin og vísindin eru komin ansi langt frá 17. öldinni. Taugavísindin eru að sýna okkur með rannsókn eftir rannsókn að kenning Descartes á sjaldnast við þegar verkir eru orðnir langvinnir. Verkir koma þegar heilinn telur að þú sért í hættu. T.d. þegar þú snertir heita hellu þá finnurðu til svo þú færir hendina af hellunni. Verkir eru aldrei bara líkamlegir og þeir koma alltaf frá heilanum, það er heilinn sem ákveður hvort boðin frá hendinni á hellunni séu þess eðlis að það eigi að senda verki. Heilinn er að meta hvort þú sért í hættu og hvort það þurfi að vernda þig. Skoðum aðeins tungumálið okkar - hann særði mig svo þegar hann sagði þetta, hún særði hann hjartasári. Þarna tölum við um særindi en það er auðvitað ekkert líkamlegt sár og það skrítna er að þarna er tungumálið með hárrétta nálgun. Rannsóknir sýna nefnilega að verkir og tiltekinn sársauki á tilfinningasviðinu virkja sömu svæði í heilanum (The neural bases of social pain). Það er því engin tilviljun að börn sem hafa upplifað einelti þjást frekar af höfuðverkjum, bakverkjum og magaverkjum en önnur börn (Höfuðverkir og magaverkir á meðal líkamlegra afleiðinga eineltis). Það virðist líka vera mikil streita bundin við sjómannsstarfið á Íslandi í dag ef tekið er mið af eftirfarandi rannsókn: Helmingur sjómanna með mígreni. Ég sé ítrekað í mínu starfi að verkir geta komið í kjölfarið á erfiðum áföllum í lífi fólks. Verkir geta líka komið hjá fólki sem býr við mikla og langvarandi streitu eins og börn sem upplifa einelti. Heilinn er að upplifa hættu. Stundum þarf ekki svo mikla utanaðkomandi streitu til að fólk þrói með sér langvinna verki. Við manneskjurnar erum miklar tilfinningaverur og stundum þróum við með okkur hugsunarhátt sem er mjög streituvaldandi fyrir heilann. En það jákvæða er að þessu er hægt að breyta. Ef verkir eru ekki að orsakast af vefjaskemmd heldur hugsunarhætti, áföllum eða annarri viðvarandi streitu þá eru þeir læknanlegir enda er taugakerfið okkar svo miklu sveigjanlegra en áður var talið. Ekki láta það stöðva þig ef velmeinandi heilbrigðisstarfsmenn sem aldnir eru upp við kenningar Descartes segja þér að ekkert sé hægt að gera. Ég hvet þig til að lesa þér til í verkjafræðum því ef þú ert með langvinna verki þá eru miklar líkur á að þú getir orðið verkjalaus. Ég mæli með að byrja á þessu góða myndbandi frá einum af fremstu verkjasérfræðingum dagsins í dag https://www.tamethebeast.org. Ýmislegt annað efni geturðu síðan nálgast á www.verkjalaus.is. Góðan bata og góða skemmtun við að kynnast betur því undralíffæri sem heilinn þinn er. Höfundur er sálfræðingur hjá Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar