Tölum fyrir friði og mannúð Drífa Snædal skrifar 25. febrúar 2022 15:00 „Okkar helst von er einfaldlega þrá manneskjunnar eftir friði, fyrirlitning hennar á stríði, skynsemi hennar.“ - Olof Palme 1984 Í gær laut skynsemin í lægra haldi fyrir stríði þegar Pútín réðist inn í Úkraínu. Eins og alltaf græða fáir á stríði en hörmungarnar sem fylgja falla í skaut almennings sem þráir frið og fyrirlítur stríð. Við sem erum alin upp á tímum kalda stríðsins þekkjum orðfærið of vel, bæði af hálfu Rússa en líka það sem sumir á Vesturlöndum bregða nú fyrir sig. Við þekkjum þetta handrit en þekkjum líka mikilvægi baráttunnar fyrir friði og afvopnun. Sú barátta er alþjóðleg og hefur oft átt sér skjól í hinni alþjóðlegu verkalýðshreyfingu. Norræna verkalýðshreyfingin, sem ASÍ er hluti af, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem innrásin er fordæmd og hvatt er til samstöðu með almenningi og vinnandi fólki í Úkraínu. Sama hafa bæði Evrópusamtök verkalýðsfélaga (ETUC) og Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) gert. Þess er krafist að alþjóðalög, mannréttindi og lýðræði séu virt og minnt á að verkalýðshreyfingin stendur með almenningi og launafólki í Úkraínu. Minnt er á að Evrópuríki þurfi að vera tilbúin að axla ábyrgð gagnvart öllu því fólki sem nú hrekst á flótta frá heimilum sínum. Enn fremur krefjast bæði ITUC og ETUC þess að viðskiptaþvingunum sé beitt markvisst gegn Pútín og hans meðreiðarsveinum og að komið sé í veg fyrir að almenningur og launafólk verði harkalegast fyrir barðinu á slíkum refsiaðgerðum. Í þessu sambandi má efast um þær aðgerðir sem bæði Evrópusambandið og Bandaríkin hafa boðað en þær þykja ekki líklegar til að draga nokkuð máttinn úr stjórnvöldum í Moskvu. Heimurinn fer stöðugt minnkandi, samfélagsmiðlar hafa máð út landamæri í samskiptum og fólksflutningar milli landa hafa gert það að verkum að við þekkjum fólk víðar að, vinnum með fólki af ólíkum uppruna og tengjumst því á ýmsan hátt. Þetta á ekki síst við hér á landi þar sem vinnumarkaðurinn okkar er að hluta borinn upp af fólki frá Austur-Evrópu. Fjöldi félaga í okkar samtökum eiga um sárt að binda þessa dagana vegna átakanna, eiga ættingja og vini á stríðssvæðunum og við verðum að sýna stuðning og virðingu gagnvart félögum okkar. Við heyrum líka frá félögum okkar að hér á landi er nokkur fjöldi fólks frá Úkraínu sem hefur sótt um dvalarleyfi eða eru beinlínis í felum. Ég vil því ítreka þá kröfu að stjórnvöld veiti þessu fólki öryggi strax og fari svo að vinna að fjölskyldusameiningu og móttöku flóttafólks. Stríðið mun hafa afleiðingar víða í Evrópu og Ísland verður ekki undanskilið. Tölum fyrir friði og mannúð og gerum það strax sem í okkar valdi stendur. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Yfirlýsing Norrænu verkalýðshreyfingarinnar: https://www.asi.is/media/317662/council-of-nordic-trade-unions-statement-on-ukraine.pdf Yfirlýsing Evrópusamtaka verkalýðsfélaga (ETUC): https://www.etuc.org/en/pressrelease/ukraine-putins-war-must-stop Yfirlýsing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC): https://www.ituc-csi.org/ukraine-putin-war-must-stop Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
„Okkar helst von er einfaldlega þrá manneskjunnar eftir friði, fyrirlitning hennar á stríði, skynsemi hennar.“ - Olof Palme 1984 Í gær laut skynsemin í lægra haldi fyrir stríði þegar Pútín réðist inn í Úkraínu. Eins og alltaf græða fáir á stríði en hörmungarnar sem fylgja falla í skaut almennings sem þráir frið og fyrirlítur stríð. Við sem erum alin upp á tímum kalda stríðsins þekkjum orðfærið of vel, bæði af hálfu Rússa en líka það sem sumir á Vesturlöndum bregða nú fyrir sig. Við þekkjum þetta handrit en þekkjum líka mikilvægi baráttunnar fyrir friði og afvopnun. Sú barátta er alþjóðleg og hefur oft átt sér skjól í hinni alþjóðlegu verkalýðshreyfingu. Norræna verkalýðshreyfingin, sem ASÍ er hluti af, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem innrásin er fordæmd og hvatt er til samstöðu með almenningi og vinnandi fólki í Úkraínu. Sama hafa bæði Evrópusamtök verkalýðsfélaga (ETUC) og Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) gert. Þess er krafist að alþjóðalög, mannréttindi og lýðræði séu virt og minnt á að verkalýðshreyfingin stendur með almenningi og launafólki í Úkraínu. Minnt er á að Evrópuríki þurfi að vera tilbúin að axla ábyrgð gagnvart öllu því fólki sem nú hrekst á flótta frá heimilum sínum. Enn fremur krefjast bæði ITUC og ETUC þess að viðskiptaþvingunum sé beitt markvisst gegn Pútín og hans meðreiðarsveinum og að komið sé í veg fyrir að almenningur og launafólk verði harkalegast fyrir barðinu á slíkum refsiaðgerðum. Í þessu sambandi má efast um þær aðgerðir sem bæði Evrópusambandið og Bandaríkin hafa boðað en þær þykja ekki líklegar til að draga nokkuð máttinn úr stjórnvöldum í Moskvu. Heimurinn fer stöðugt minnkandi, samfélagsmiðlar hafa máð út landamæri í samskiptum og fólksflutningar milli landa hafa gert það að verkum að við þekkjum fólk víðar að, vinnum með fólki af ólíkum uppruna og tengjumst því á ýmsan hátt. Þetta á ekki síst við hér á landi þar sem vinnumarkaðurinn okkar er að hluta borinn upp af fólki frá Austur-Evrópu. Fjöldi félaga í okkar samtökum eiga um sárt að binda þessa dagana vegna átakanna, eiga ættingja og vini á stríðssvæðunum og við verðum að sýna stuðning og virðingu gagnvart félögum okkar. Við heyrum líka frá félögum okkar að hér á landi er nokkur fjöldi fólks frá Úkraínu sem hefur sótt um dvalarleyfi eða eru beinlínis í felum. Ég vil því ítreka þá kröfu að stjórnvöld veiti þessu fólki öryggi strax og fari svo að vinna að fjölskyldusameiningu og móttöku flóttafólks. Stríðið mun hafa afleiðingar víða í Evrópu og Ísland verður ekki undanskilið. Tölum fyrir friði og mannúð og gerum það strax sem í okkar valdi stendur. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Yfirlýsing Norrænu verkalýðshreyfingarinnar: https://www.asi.is/media/317662/council-of-nordic-trade-unions-statement-on-ukraine.pdf Yfirlýsing Evrópusamtaka verkalýðsfélaga (ETUC): https://www.etuc.org/en/pressrelease/ukraine-putins-war-must-stop Yfirlýsing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC): https://www.ituc-csi.org/ukraine-putin-war-must-stop
Yfirlýsing Norrænu verkalýðshreyfingarinnar: https://www.asi.is/media/317662/council-of-nordic-trade-unions-statement-on-ukraine.pdf Yfirlýsing Evrópusamtaka verkalýðsfélaga (ETUC): https://www.etuc.org/en/pressrelease/ukraine-putins-war-must-stop Yfirlýsing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC): https://www.ituc-csi.org/ukraine-putin-war-must-stop
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun