Tölum fyrir friði og mannúð Drífa Snædal skrifar 25. febrúar 2022 15:00 „Okkar helst von er einfaldlega þrá manneskjunnar eftir friði, fyrirlitning hennar á stríði, skynsemi hennar.“ - Olof Palme 1984 Í gær laut skynsemin í lægra haldi fyrir stríði þegar Pútín réðist inn í Úkraínu. Eins og alltaf græða fáir á stríði en hörmungarnar sem fylgja falla í skaut almennings sem þráir frið og fyrirlítur stríð. Við sem erum alin upp á tímum kalda stríðsins þekkjum orðfærið of vel, bæði af hálfu Rússa en líka það sem sumir á Vesturlöndum bregða nú fyrir sig. Við þekkjum þetta handrit en þekkjum líka mikilvægi baráttunnar fyrir friði og afvopnun. Sú barátta er alþjóðleg og hefur oft átt sér skjól í hinni alþjóðlegu verkalýðshreyfingu. Norræna verkalýðshreyfingin, sem ASÍ er hluti af, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem innrásin er fordæmd og hvatt er til samstöðu með almenningi og vinnandi fólki í Úkraínu. Sama hafa bæði Evrópusamtök verkalýðsfélaga (ETUC) og Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) gert. Þess er krafist að alþjóðalög, mannréttindi og lýðræði séu virt og minnt á að verkalýðshreyfingin stendur með almenningi og launafólki í Úkraínu. Minnt er á að Evrópuríki þurfi að vera tilbúin að axla ábyrgð gagnvart öllu því fólki sem nú hrekst á flótta frá heimilum sínum. Enn fremur krefjast bæði ITUC og ETUC þess að viðskiptaþvingunum sé beitt markvisst gegn Pútín og hans meðreiðarsveinum og að komið sé í veg fyrir að almenningur og launafólk verði harkalegast fyrir barðinu á slíkum refsiaðgerðum. Í þessu sambandi má efast um þær aðgerðir sem bæði Evrópusambandið og Bandaríkin hafa boðað en þær þykja ekki líklegar til að draga nokkuð máttinn úr stjórnvöldum í Moskvu. Heimurinn fer stöðugt minnkandi, samfélagsmiðlar hafa máð út landamæri í samskiptum og fólksflutningar milli landa hafa gert það að verkum að við þekkjum fólk víðar að, vinnum með fólki af ólíkum uppruna og tengjumst því á ýmsan hátt. Þetta á ekki síst við hér á landi þar sem vinnumarkaðurinn okkar er að hluta borinn upp af fólki frá Austur-Evrópu. Fjöldi félaga í okkar samtökum eiga um sárt að binda þessa dagana vegna átakanna, eiga ættingja og vini á stríðssvæðunum og við verðum að sýna stuðning og virðingu gagnvart félögum okkar. Við heyrum líka frá félögum okkar að hér á landi er nokkur fjöldi fólks frá Úkraínu sem hefur sótt um dvalarleyfi eða eru beinlínis í felum. Ég vil því ítreka þá kröfu að stjórnvöld veiti þessu fólki öryggi strax og fari svo að vinna að fjölskyldusameiningu og móttöku flóttafólks. Stríðið mun hafa afleiðingar víða í Evrópu og Ísland verður ekki undanskilið. Tölum fyrir friði og mannúð og gerum það strax sem í okkar valdi stendur. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Yfirlýsing Norrænu verkalýðshreyfingarinnar: https://www.asi.is/media/317662/council-of-nordic-trade-unions-statement-on-ukraine.pdf Yfirlýsing Evrópusamtaka verkalýðsfélaga (ETUC): https://www.etuc.org/en/pressrelease/ukraine-putins-war-must-stop Yfirlýsing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC): https://www.ituc-csi.org/ukraine-putin-war-must-stop Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
„Okkar helst von er einfaldlega þrá manneskjunnar eftir friði, fyrirlitning hennar á stríði, skynsemi hennar.“ - Olof Palme 1984 Í gær laut skynsemin í lægra haldi fyrir stríði þegar Pútín réðist inn í Úkraínu. Eins og alltaf græða fáir á stríði en hörmungarnar sem fylgja falla í skaut almennings sem þráir frið og fyrirlítur stríð. Við sem erum alin upp á tímum kalda stríðsins þekkjum orðfærið of vel, bæði af hálfu Rússa en líka það sem sumir á Vesturlöndum bregða nú fyrir sig. Við þekkjum þetta handrit en þekkjum líka mikilvægi baráttunnar fyrir friði og afvopnun. Sú barátta er alþjóðleg og hefur oft átt sér skjól í hinni alþjóðlegu verkalýðshreyfingu. Norræna verkalýðshreyfingin, sem ASÍ er hluti af, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem innrásin er fordæmd og hvatt er til samstöðu með almenningi og vinnandi fólki í Úkraínu. Sama hafa bæði Evrópusamtök verkalýðsfélaga (ETUC) og Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) gert. Þess er krafist að alþjóðalög, mannréttindi og lýðræði séu virt og minnt á að verkalýðshreyfingin stendur með almenningi og launafólki í Úkraínu. Minnt er á að Evrópuríki þurfi að vera tilbúin að axla ábyrgð gagnvart öllu því fólki sem nú hrekst á flótta frá heimilum sínum. Enn fremur krefjast bæði ITUC og ETUC þess að viðskiptaþvingunum sé beitt markvisst gegn Pútín og hans meðreiðarsveinum og að komið sé í veg fyrir að almenningur og launafólk verði harkalegast fyrir barðinu á slíkum refsiaðgerðum. Í þessu sambandi má efast um þær aðgerðir sem bæði Evrópusambandið og Bandaríkin hafa boðað en þær þykja ekki líklegar til að draga nokkuð máttinn úr stjórnvöldum í Moskvu. Heimurinn fer stöðugt minnkandi, samfélagsmiðlar hafa máð út landamæri í samskiptum og fólksflutningar milli landa hafa gert það að verkum að við þekkjum fólk víðar að, vinnum með fólki af ólíkum uppruna og tengjumst því á ýmsan hátt. Þetta á ekki síst við hér á landi þar sem vinnumarkaðurinn okkar er að hluta borinn upp af fólki frá Austur-Evrópu. Fjöldi félaga í okkar samtökum eiga um sárt að binda þessa dagana vegna átakanna, eiga ættingja og vini á stríðssvæðunum og við verðum að sýna stuðning og virðingu gagnvart félögum okkar. Við heyrum líka frá félögum okkar að hér á landi er nokkur fjöldi fólks frá Úkraínu sem hefur sótt um dvalarleyfi eða eru beinlínis í felum. Ég vil því ítreka þá kröfu að stjórnvöld veiti þessu fólki öryggi strax og fari svo að vinna að fjölskyldusameiningu og móttöku flóttafólks. Stríðið mun hafa afleiðingar víða í Evrópu og Ísland verður ekki undanskilið. Tölum fyrir friði og mannúð og gerum það strax sem í okkar valdi stendur. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Yfirlýsing Norrænu verkalýðshreyfingarinnar: https://www.asi.is/media/317662/council-of-nordic-trade-unions-statement-on-ukraine.pdf Yfirlýsing Evrópusamtaka verkalýðsfélaga (ETUC): https://www.etuc.org/en/pressrelease/ukraine-putins-war-must-stop Yfirlýsing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC): https://www.ituc-csi.org/ukraine-putin-war-must-stop
Yfirlýsing Norrænu verkalýðshreyfingarinnar: https://www.asi.is/media/317662/council-of-nordic-trade-unions-statement-on-ukraine.pdf Yfirlýsing Evrópusamtaka verkalýðsfélaga (ETUC): https://www.etuc.org/en/pressrelease/ukraine-putins-war-must-stop Yfirlýsing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC): https://www.ituc-csi.org/ukraine-putin-war-must-stop
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun