Garpur er kvikmyndagerðarmaður og Rakel förðunarfræðingur og hárgreiðslukona en þau deila sameiginlegum áhuga á útivistinni og íslenskri náttúru. Eins og kom fram í viðtali við þau á Lífinu í gær, fóru fyrstu stefnumótin þeirra öll fram á fjöllum.
„Að sjálfsögðu á maður ekki að hlaupa upp á jökull einn en Sólheimajökull er ótrúlega hentugur jökull til að byrja á. Hann er auðveldur viðureignar, það er auðvelt að komast á hann, stutt frá bænum,“ segir Garpur og Rakel tekur undir.
„Fullkominn byrjendajökull.“
Fyrsta þáttinn af Okkar eigið Ísland má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.