Zach Johnson verður fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 15:00 Zach Johnson hefur mikla reynslu og náði meðal annars að keppa á 69 risamótum í röð. AP/Matt York Zach Johnson fær það hlutverk að leiða lið Bandaríkjamanna á næsta Ryder-bikar í golfi en hann fer næst fram í Evrópu. Associated Press hefur heimildir fyrir því að Zach taki við starfinu af Steve Stricker en PGA ætlaði að tilkynna um næsta fyrirliða á blaðamannafundi á mánudaginn kemur. Ryder-bikarinn fer næst fram 29. september til 1. október 2023 hjá Marco Simone golfklúbbnum á Ítalíu. Zach Johnson will be at the helm when the U.S. heads to Italy for the 2023 Ryder Cup. https://t.co/qHnPbtGayK— SI Golf (@SI_Golf) February 23, 2022 Steve Stricker stýrði bandaríska liðinu til 19-9 sigurs í síðasta Ryderbikar í fyrrahaust. Johnson fær það stóra verkefni að reyna að vinna bikarinn á evrópskri grundu en því hefur bandaríska landsliðið ekki náð í þrjátíu ár eða síðan liðið vann á Spáni árið 1993. Hann hefur reynslu af Ryderbikarnum sem bæði keppandi og aðstoðarfyrirliði. Johnson hefur keppt fimm sinnum með bandaríska landsliðinu í Ryderbikarnum. Hann var í tapliði í fögur fyrstu skiptin (2006, 2010, 2012 og 2014) en vann Ryderbikarinn með bandaríska liðinu árið 2016. Report: Zach Johnson to captain U.S. Ryder Cup team in Italy in 2023 https://t.co/vfdWkeTe4k— Golfweek (@golfweek) February 23, 2022 Zach hefur unnið tvö risamót á ferlinum, vann Mastersmótið árið 2007 og Opna breska meistaramótið árið 2015. Í júlí í fyrra þá varð Zach að hætta við keppni á Opna breska meistaramótinu vegna kórónuveirusmits en hann hafði þá keppt á 69 risamótum í röð. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Associated Press hefur heimildir fyrir því að Zach taki við starfinu af Steve Stricker en PGA ætlaði að tilkynna um næsta fyrirliða á blaðamannafundi á mánudaginn kemur. Ryder-bikarinn fer næst fram 29. september til 1. október 2023 hjá Marco Simone golfklúbbnum á Ítalíu. Zach Johnson will be at the helm when the U.S. heads to Italy for the 2023 Ryder Cup. https://t.co/qHnPbtGayK— SI Golf (@SI_Golf) February 23, 2022 Steve Stricker stýrði bandaríska liðinu til 19-9 sigurs í síðasta Ryderbikar í fyrrahaust. Johnson fær það stóra verkefni að reyna að vinna bikarinn á evrópskri grundu en því hefur bandaríska landsliðið ekki náð í þrjátíu ár eða síðan liðið vann á Spáni árið 1993. Hann hefur reynslu af Ryderbikarnum sem bæði keppandi og aðstoðarfyrirliði. Johnson hefur keppt fimm sinnum með bandaríska landsliðinu í Ryderbikarnum. Hann var í tapliði í fögur fyrstu skiptin (2006, 2010, 2012 og 2014) en vann Ryderbikarinn með bandaríska liðinu árið 2016. Report: Zach Johnson to captain U.S. Ryder Cup team in Italy in 2023 https://t.co/vfdWkeTe4k— Golfweek (@golfweek) February 23, 2022 Zach hefur unnið tvö risamót á ferlinum, vann Mastersmótið árið 2007 og Opna breska meistaramótið árið 2015. Í júlí í fyrra þá varð Zach að hætta við keppni á Opna breska meistaramótinu vegna kórónuveirusmits en hann hafði þá keppt á 69 risamótum í röð.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira