Hvað er HPV? Hrafnhildur Grímsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 10:30 Þegar heilsugæslan tók við umsjón leghálsskimana þá breyttist einnig verklag við greiningu sýnanna. Nú er kannað hvort smit með HPV veirunni sé til staðar og ef svo er, þá er gerð frumugreining. Ef HPV mælist ekki í sýninu er óþarfi að gera frumugreiningu. Konur fá boð í leghálsskimun frá 23-64 ára aldri. Vegna þess hve algengt HPV smit er meðal kvenna undir 30 ára aldri er áfram gerð frumugreining hjá þeim öllum. Þeir verkferlar sem unnið er eftir eru gefnir út af Embætti landlæknis og byggja á sambærilegum verkferlum og unnið er eftir á öðrum Norðurlöndum og víðar. Þessar breyttu áherslur byggjast á niðurstöðum rannsókna, aukinni þekkingu og mikilli reynslu. Rannsóknir hafa sýnt að í langflestum tilfellum leghálskrabbameina hefur HPV veiran greinst. Til eru yfir 200 afbrigði af veirunni en einungis 15 þeirra geta valdið frumubreytingum í leghálsi og þróast í krabbameinsfrumur, þær kallast hágráðu HPV. Það eru þessar 15 tegundir sem skimað er fyrir þegar tekin eru leghálssýni. HPV veirusýking er flokkuð sem kynsjúkdómur þar sem hún smitast helst við kynmök. En veiran finnst þó á húð á öllu nærbuxnasvæðinu og getur því einnig smitast með snertingu. Um 80% smitast af HPV Talið er að flestir einstaklingar sem eiga náin kynni við annan einstakling komist í snertingu við veiruna einhvern tímann á lífsleiðinni og rannsóknir sýna að um 80% kvenna smitast af henni. Hæsta tíðni smita er hjá einstaklingum fyrsta áratuginn eftir að þeir byrja að stunda kynlíf, sem algengt er að sé á aldeinum 15 til 25 ára. Líkur á smiti aukast eftir því sem bólfélagarnir eru fleiri. Í flestum tilfellum vinnur ónæmiskerfið á veirunni og losar sig við hana á 1-2 árum. Á þeim tíma getur hún valdið frumubreytingum eða forstigsfrumubreytingum sem í flestum tilvikum hverfa af sjálfu sér án meðferðar. Ef HPV veira og/eða frumubreytingar greinast þá er því fylgt eftir með tíðari sýnatökum og í sumum tilfellum nánari rannsóknum, eins og leghálsspeglun og vefjasýnatöku. Tíminn sem ráðlagt er að líði milli sýnataka fer eftir því hvað greindist við fyrri sýnatöku, þ.e. hvaða undirtegund af HPV eða hvaða tegund frumubreytinga. Ef niðurstaða er ekki eðlileg en þarfnast ekki meðferðar þá er ráðlögð ný sýnataka að þeim tíma liðnum sem líkaminn þarf til að vinna sjálfur á meininu en innan þeirra tímamarka að kona sé lögð í hættu á að krabbamein geti þróast. Ef HPV veira greinist þá þarf það alls ekki að þýða að kona fái frumubreytingar eða krabbamein. Veiran getur hugsanlega valdið frumubreytingum sem geta svo mögulega þróast í krabbamein ef ekkert er að gert, en sú þróun tekur yfirleitt mörg ár eða allt að 10-20 ár. Þetta er ástæða þess að ráðlagt er að mæta reglulega í leghálsskimanir, til að fylgjast með og eftir þörfum meðhöndla frumubreytingar áður en þær geta þróast í krabbamein. Bólusetning er góð forvörn Það er ekki til nein lækning við HPV veirunni en til er vörn í formi bólusetningar. Öllum 12 ára stúlkum á Íslandi stendur til boða bólusetning gegn þeim týpum sem valda um 70% allra leghálskrabbameina. Best er að bólusetja einstakling áður en hann byrjar að stunda kynlíf. Hægt er að bólusetja síðar á ævinni en best er að ráðfæra sig við lækni með það. Með bólusetningu minnka líkur á smiti af skæðustu tegundum HPV. Með tímanum og aukinni þátttöku í bólusetningu getum við heft útbreiðslu veirunnar. Mikilvægt er að hafa í huga að HPV bólusetningin veitir ekki 100% vörn gegn leghálskrabbameini og því er mikilvægt að bólusettar konur komi einnig í skimun. Skimun kostar 500 krónur Það kostar einungis 500 krónur að fara í leghálsskimun á heilsugæslustöðvum um allt land. Hægt er að panta tíma á Heilsuveru á eigin heilsugæslustöð, en ef kona kýs að fara á aðra heilsugæslu eða til kvensjúkdómalæknis þá er hægt að hringja og panta tíma. Á Heilsuveru geta konur séð skimunarsögu sína en það er yfirlit yfir hvenær þær hafa fengið boðsbréf og hvenær þær hafa mætt í skoðanir. Niðurstöður berast inn á island.is, en munu munu síðan birtast á Heilsuveru síðar á árinu. Að þessu sögðu þá minnum við á mikilvægi þess að panta tíma þegar boðsbréfið berst. Við tökum vel á móti þér. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Þessa dagana stendur yfir hvatningarátakið Er komið að skimun hjá þér? á vegum Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þann 5. febrúar síðastliðinn var opnuð ljósmyndasýning í Kringlunni þar sem 12 konur úr íslensku samfélagi koma fram og deila persónulegri reynslu sinni af leghálsskimun. Í hópi kvennanna eru meðal annars Eliza Reid, forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona. Sýningin stendur út febrúarmánuð en hana má einnig finna á heimasíðu Samhæfingarstöðvarinnar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar er að finna á vef Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Sjá meira
Þegar heilsugæslan tók við umsjón leghálsskimana þá breyttist einnig verklag við greiningu sýnanna. Nú er kannað hvort smit með HPV veirunni sé til staðar og ef svo er, þá er gerð frumugreining. Ef HPV mælist ekki í sýninu er óþarfi að gera frumugreiningu. Konur fá boð í leghálsskimun frá 23-64 ára aldri. Vegna þess hve algengt HPV smit er meðal kvenna undir 30 ára aldri er áfram gerð frumugreining hjá þeim öllum. Þeir verkferlar sem unnið er eftir eru gefnir út af Embætti landlæknis og byggja á sambærilegum verkferlum og unnið er eftir á öðrum Norðurlöndum og víðar. Þessar breyttu áherslur byggjast á niðurstöðum rannsókna, aukinni þekkingu og mikilli reynslu. Rannsóknir hafa sýnt að í langflestum tilfellum leghálskrabbameina hefur HPV veiran greinst. Til eru yfir 200 afbrigði af veirunni en einungis 15 þeirra geta valdið frumubreytingum í leghálsi og þróast í krabbameinsfrumur, þær kallast hágráðu HPV. Það eru þessar 15 tegundir sem skimað er fyrir þegar tekin eru leghálssýni. HPV veirusýking er flokkuð sem kynsjúkdómur þar sem hún smitast helst við kynmök. En veiran finnst þó á húð á öllu nærbuxnasvæðinu og getur því einnig smitast með snertingu. Um 80% smitast af HPV Talið er að flestir einstaklingar sem eiga náin kynni við annan einstakling komist í snertingu við veiruna einhvern tímann á lífsleiðinni og rannsóknir sýna að um 80% kvenna smitast af henni. Hæsta tíðni smita er hjá einstaklingum fyrsta áratuginn eftir að þeir byrja að stunda kynlíf, sem algengt er að sé á aldeinum 15 til 25 ára. Líkur á smiti aukast eftir því sem bólfélagarnir eru fleiri. Í flestum tilfellum vinnur ónæmiskerfið á veirunni og losar sig við hana á 1-2 árum. Á þeim tíma getur hún valdið frumubreytingum eða forstigsfrumubreytingum sem í flestum tilvikum hverfa af sjálfu sér án meðferðar. Ef HPV veira og/eða frumubreytingar greinast þá er því fylgt eftir með tíðari sýnatökum og í sumum tilfellum nánari rannsóknum, eins og leghálsspeglun og vefjasýnatöku. Tíminn sem ráðlagt er að líði milli sýnataka fer eftir því hvað greindist við fyrri sýnatöku, þ.e. hvaða undirtegund af HPV eða hvaða tegund frumubreytinga. Ef niðurstaða er ekki eðlileg en þarfnast ekki meðferðar þá er ráðlögð ný sýnataka að þeim tíma liðnum sem líkaminn þarf til að vinna sjálfur á meininu en innan þeirra tímamarka að kona sé lögð í hættu á að krabbamein geti þróast. Ef HPV veira greinist þá þarf það alls ekki að þýða að kona fái frumubreytingar eða krabbamein. Veiran getur hugsanlega valdið frumubreytingum sem geta svo mögulega þróast í krabbamein ef ekkert er að gert, en sú þróun tekur yfirleitt mörg ár eða allt að 10-20 ár. Þetta er ástæða þess að ráðlagt er að mæta reglulega í leghálsskimanir, til að fylgjast með og eftir þörfum meðhöndla frumubreytingar áður en þær geta þróast í krabbamein. Bólusetning er góð forvörn Það er ekki til nein lækning við HPV veirunni en til er vörn í formi bólusetningar. Öllum 12 ára stúlkum á Íslandi stendur til boða bólusetning gegn þeim týpum sem valda um 70% allra leghálskrabbameina. Best er að bólusetja einstakling áður en hann byrjar að stunda kynlíf. Hægt er að bólusetja síðar á ævinni en best er að ráðfæra sig við lækni með það. Með bólusetningu minnka líkur á smiti af skæðustu tegundum HPV. Með tímanum og aukinni þátttöku í bólusetningu getum við heft útbreiðslu veirunnar. Mikilvægt er að hafa í huga að HPV bólusetningin veitir ekki 100% vörn gegn leghálskrabbameini og því er mikilvægt að bólusettar konur komi einnig í skimun. Skimun kostar 500 krónur Það kostar einungis 500 krónur að fara í leghálsskimun á heilsugæslustöðvum um allt land. Hægt er að panta tíma á Heilsuveru á eigin heilsugæslustöð, en ef kona kýs að fara á aðra heilsugæslu eða til kvensjúkdómalæknis þá er hægt að hringja og panta tíma. Á Heilsuveru geta konur séð skimunarsögu sína en það er yfirlit yfir hvenær þær hafa fengið boðsbréf og hvenær þær hafa mætt í skoðanir. Niðurstöður berast inn á island.is, en munu munu síðan birtast á Heilsuveru síðar á árinu. Að þessu sögðu þá minnum við á mikilvægi þess að panta tíma þegar boðsbréfið berst. Við tökum vel á móti þér. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Þessa dagana stendur yfir hvatningarátakið Er komið að skimun hjá þér? á vegum Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þann 5. febrúar síðastliðinn var opnuð ljósmyndasýning í Kringlunni þar sem 12 konur úr íslensku samfélagi koma fram og deila persónulegri reynslu sinni af leghálsskimun. Í hópi kvennanna eru meðal annars Eliza Reid, forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona. Sýningin stendur út febrúarmánuð en hana má einnig finna á heimasíðu Samhæfingarstöðvarinnar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar er að finna á vef Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana.
Þessa dagana stendur yfir hvatningarátakið Er komið að skimun hjá þér? á vegum Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þann 5. febrúar síðastliðinn var opnuð ljósmyndasýning í Kringlunni þar sem 12 konur úr íslensku samfélagi koma fram og deila persónulegri reynslu sinni af leghálsskimun. Í hópi kvennanna eru meðal annars Eliza Reid, forsetafrú, Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, Þuríður Sigurðardóttir, söngkona og Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona. Sýningin stendur út febrúarmánuð en hana má einnig finna á heimasíðu Samhæfingarstöðvarinnar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar er að finna á vef Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun