Þjóðareign eða einkaeign? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 18:01 Við rífumst um mismunandi leiðir til að stjórna fiskveiðum. Okkur greinir líka á um hversu hátt gjald eigi að koma fyrir veiðirétt. En í langan tíma hafa flestir verið á einu máli um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar. Teitur Björn Einarsson fyrrum alþingismaður og núverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra breytti þessari stöðu í grundvallaratriðum í umræðuþættinum á Sprengisandi síðasta sunnudag. Þar kom í fyrsta sinn fram það sjónarmið innan Sjálfstæðisflokksins að fiskimiðin væru einkaeign útgerðarinnar. Í þættinum gerði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður grein fyrir markaðsleið Viðreisnar. Andsvar aðstoðarmanns dómsmálaráðherra var að staðhæfa að í því fælist þjóðnýting. Markaðsleið Viðreisnar felst sem kunnugt er í því að selja á uppboðsmarkaði fjögur til fimm prósent aflaheimilda á hverju ári til tuttugu eða tuttugu og fimm ára í senn. Hugmyndafræðin er sú að kalla fram eðlilegt verð á tímabundnum veiðirétti með uppboði. Forsendan er sú að veiðirétturinn sé sameign þjóðarinnar, sem ekki verði framseldur nema til fyrir fram ákveðins tíma. Þegar talsmaður Sjálfstæðisflokksins staðhæfir að þetta sé þjóðnýting getur það ekki byggst á annarri hugsun en þeirri að núverandi kerfi feli í sér einkaeign útgerðanna á veiðiréttinum. Markaðslausn getur ekki verið þjóðnýting nema ótakmörkuð einkaeignarréttindi séu tekin af mönnum. Fram til þessa hefur enginn talsmaður Sjálfstæðisflokksins þorað að tala upphátt um þessa hugmyndafræði. Og ég trúi því vart að Teitur Björn Einarsson tali fyrir hönd allra sjálfstæðismanna. En það eru óneitanlega vatnaskil í umræðunni þegar svo áhrifamikill talsmaður Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum setur fram skoðanir sem byggja á þeirri hugmyndafræði að veiðirétturinn sé ótakmörkuð einkaeignarréttindi útgerðanna. Í vor sem leið stöðvaði Sjálfstæðisflokkurinn að stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra um þjóðareign auðlinda fengi þinglega meðferð. Viðreisn var tilbúin til að samþykkja frumvarpið að því tilskildu að nýtingarrétturinn yrði tímabundinn, eins og gildir um allar aðrar auðlindir í þjóðareign en sjávarauðlindina. Ummæli aðstoðarmanns dómsmálaráðherra benda til þess að í raun hafi ekki verið eining í Sjálfstæðisflokknum um að stjórnarskrárverja þjóðareignarhugtakið. VG kaus að fylgja fremur þeim öfgasjónarmiðum en gera málamiðlun gagnvart Viðreisn. Það segir kannski enn meiri sögu. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Sjávarútvegur Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Við rífumst um mismunandi leiðir til að stjórna fiskveiðum. Okkur greinir líka á um hversu hátt gjald eigi að koma fyrir veiðirétt. En í langan tíma hafa flestir verið á einu máli um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar. Teitur Björn Einarsson fyrrum alþingismaður og núverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra breytti þessari stöðu í grundvallaratriðum í umræðuþættinum á Sprengisandi síðasta sunnudag. Þar kom í fyrsta sinn fram það sjónarmið innan Sjálfstæðisflokksins að fiskimiðin væru einkaeign útgerðarinnar. Í þættinum gerði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður grein fyrir markaðsleið Viðreisnar. Andsvar aðstoðarmanns dómsmálaráðherra var að staðhæfa að í því fælist þjóðnýting. Markaðsleið Viðreisnar felst sem kunnugt er í því að selja á uppboðsmarkaði fjögur til fimm prósent aflaheimilda á hverju ári til tuttugu eða tuttugu og fimm ára í senn. Hugmyndafræðin er sú að kalla fram eðlilegt verð á tímabundnum veiðirétti með uppboði. Forsendan er sú að veiðirétturinn sé sameign þjóðarinnar, sem ekki verði framseldur nema til fyrir fram ákveðins tíma. Þegar talsmaður Sjálfstæðisflokksins staðhæfir að þetta sé þjóðnýting getur það ekki byggst á annarri hugsun en þeirri að núverandi kerfi feli í sér einkaeign útgerðanna á veiðiréttinum. Markaðslausn getur ekki verið þjóðnýting nema ótakmörkuð einkaeignarréttindi séu tekin af mönnum. Fram til þessa hefur enginn talsmaður Sjálfstæðisflokksins þorað að tala upphátt um þessa hugmyndafræði. Og ég trúi því vart að Teitur Björn Einarsson tali fyrir hönd allra sjálfstæðismanna. En það eru óneitanlega vatnaskil í umræðunni þegar svo áhrifamikill talsmaður Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum setur fram skoðanir sem byggja á þeirri hugmyndafræði að veiðirétturinn sé ótakmörkuð einkaeignarréttindi útgerðanna. Í vor sem leið stöðvaði Sjálfstæðisflokkurinn að stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra um þjóðareign auðlinda fengi þinglega meðferð. Viðreisn var tilbúin til að samþykkja frumvarpið að því tilskildu að nýtingarrétturinn yrði tímabundinn, eins og gildir um allar aðrar auðlindir í þjóðareign en sjávarauðlindina. Ummæli aðstoðarmanns dómsmálaráðherra benda til þess að í raun hafi ekki verið eining í Sjálfstæðisflokknum um að stjórnarskrárverja þjóðareignarhugtakið. VG kaus að fylgja fremur þeim öfgasjónarmiðum en gera málamiðlun gagnvart Viðreisn. Það segir kannski enn meiri sögu. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun