Körfubolti

Heiðursstúkan: Eru Sigurður Orri og Tómas á heimavelli í NBA All-Star fræðum?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Fjalar spyr þá Sigurð Orra og Tómas erfiðar spurningar um Stjörnuleik NBA-deildarinnar.
Jóhann Fjalar spyr þá Sigurð Orra og Tómas erfiðar spurningar um Stjörnuleik NBA-deildarinnar. Stöð 2 Sport

Heiðursstúkan er þáttur sem verður einu sinni í viku á Vísi en annar þáttur er nú kominn inn á vefinn.

Um er að ræða spurningaþátt sem tengist stórleikjum helgarinnar á Stöð 2 Sport. Heiðursstúkan verður sýndur á Vísi alla föstudaga. Jóhann Fjalar Skaptason stýrir þættinum.

Þema fyrsta þáttarins er Stjörnuleikur NBA deildarinnar en hann fer fram á sunnudagskvöldið.

Í þættinum mætast þeir Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson sem eru reglulegir gestir á skjánum í NBA-þætti stöðvarinnar - Lögmál leiksins.

Báðir hafa þeir líka komið við sögu í Subway Körfuboltakvöldi og eru miklir körfuboltaáhugamenn.

Nú er bara að sjá hvað þeir félagar vita um Stjörnuhelgi NBA deildarinnar í gegnum tíðina. Það má sjá svarið við því í þættinum hér fyrir neðan.

Klippa: Heiðursstúkan - Þáttur 2: Stjörnuleikur NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×