Heilsa

Hreyfum okkur saman: Tabata

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Anna Eiríks hefur starfað við hreyfingu frá 18 ára aldri.
Anna Eiríks hefur starfað við hreyfingu frá 18 ára aldri. Hreyfum okkur saman

Í þætti dagsins af Hreyfum okkur saman sýnir Anna Eiríks tabata-æfingu. Kröftug æfing sem myndar mikinn eftirbruna.

Í æfingunni er unnið í stuttum 20 sekúndna lotum af mikill ákefð, hvíld í 10 sekúndur á milli, hver lota er átta umferðir. Einu áhöldin sem þarf er dýna.

Líkt og alltaf er æfingin í kringum fimmtán mínútur en þeir sem vilja meiri áskorun geta gert æfinguna oftar en einu sinni. Í þáttunum Hreyfum okkur saman fer Anna Eiríks yfir einfaldar æfingar sem hægt er að gera heimavið. Þættirnir koma út á mánudögum og fimmtudögum á á Lífinu á Vísi og Stöð 2+. Fyrstu sjö þættina má finna HÉR.


Tengdar fréttir

Hreyfum okkur saman: 50/10 æfing sem skilar árangri

Í þætti dagsins af Hreyfum okkur saman sýnir Anna Eiríks æfingu sem hún kallar einfaldlega 50/10. Hver mínúta er nýtt þannig að þú nýtir alltaf nokkrar sekúndur í hvíld.

Hreyfum okkur saman: Hörkugóðar rassæfingar

Í svona veðri er algjörlega tilvalið að gera heimaæfingu, enda er fólk hvatt til að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Í þætti dagsins af Hreyfum okkur saman sýnir Anna Eiríks frábærar rassæfingar.

Hreyfum okkur saman: Hreyfiflæði og sjálfsnudd

Í áttunda þætti af Hreyfum okkur saman sýnir Anna Eiríks rólega heimaæfingu. Æðislegur tími sem liðkar líkamann og losar um stífa vöðva með góðu sjálfsnuddi þar sem notuð er nuddrúlla. 


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.