Svandís staðfestir svikin við sjávarbyggðirnar! Eyjólfur Ármannsson skrifar 11. febrúar 2022 09:02 Hinn 7. febrúar sl. spurði ég Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á Alþingi hvort hún hygðist að styðja frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um að tryggja 48 veiðidaga strandveiðanna, festa í lög og auka heimildir ráðherra til að flytja milli flokka innan atvinnu- og byggðakvótakerfisins. Svandís hafði þá nýlokið við að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðikerfinu um 1.500 tonn sem var fyrsta embættisverk hennar í nýrri ríkisstjórn. Ég fór fram á einfalt svar frá ráðherra, já eða nei. Og svarið var afdráttarlaust NEI. Svandís samþykkir ekki frumvarp flokkssystur sinnar! Frumvarpið vakti eðlilega miklar væntingar meðal strandveiðimanna eftir hið furðulega útspil matvælaráðherrans og félög strandveiðimanna víða um landið höfðu lýst yfir stuðningi við það. Jafnframt studdi Flokkur fólksins frumvarpið heils hugar. Leikið tveimur skjöldum Neitun ráðherra VG er í hrópandi ósamræmi við hástemmdar yfrlýsingar VG í kosningabaráttunni í NV kjördæmi sl. haust: „Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Við viljum efla fjölbreytt útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skerðingu þorskveiðiheimilda er óskiljanleg sé mark tekið á kosningabaráttu VG og stefnuskrá flokksins. En hún er hins vegar auðskiljanleg þegar skrif sérhagmunagæslu stórútgerðarinnar og kvótaeigenda eru skoðuð. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Brot á búseturétti og atvinnufrelsi Undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Þessa auðlind hafa Íslendingar nýtt frá því land byggðist. Íbúar sjávarbyggðanna eiga tilkall til fiskimiðanna undan ströndum landsins. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum íbúa undan ströndum sjávarbyggðanna eru því skerðing á búseturétti sjávarbyggðanna. Takmarkanir á atvinnufrelsi þurfa að byggjast á sterkum rökum og ekki ganga lengra en nauðsyn krefur, það er meðalhófið. Aflahámark, sem takmarkar fiskveiðar, á eingöngu að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum, ekki til veiða sem ógna þeim ekki. Handfæraveiðar ógna alls ekki fiskistofnum og það munar ekkert um þessi 1.500 tonn í heildarafla Íslendinga en sjávarbyggðunum blæðir ef þetta er tekið af þeim. Höfum hugfast að strandveiðar valda minnstu raski í hafrýminu, hafa minnsta kolefnissporið og hámarka verðmæti aflans. Barátta fyrir mannréttindum Sagt er að leiðin til Heljar sé vörðuð góðum áformum. Kvótakerfið, sem komið var á til bráðabirgða 1984, er slík varða fyrir margar sjávarbyggðir. Aflamark í þorski var þá lækkað í 220.000 tonn til að byggja upp þorskstofninn. Það eru sömu veiðiheimildir og í dag! Árangurinn er sem sagt enginn. Örfáir útgerðarmenn náðu með tímanum til sín mestum hluta aflamarksins og skeyttu litlu um sjávarbyggðirnar. Kvótakerfið er óbreytt og sjávarbyggðum heldur áfram að hnigna og íbúum fækkar. Þessi þróun mun halda áfram verði ekki nýtingarréttur sjávarbyggðanna viðurkenndur. Það er hin brennandi spurning um viðurkenningu á atvinnufrelsi og búseturétti fólksins í landinu. Bann við frjálsum handfæraveiðum er mannréttindabrot og svikin loforð VG við íbúa sjávarbyggða frá því fyrir kosningar tala sínu máli um pólitískan heiðarleika þess flokks sem stýrir þessum málaflokki í dag. Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins fyrir Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Byggðamál Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Hinn 7. febrúar sl. spurði ég Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á Alþingi hvort hún hygðist að styðja frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um að tryggja 48 veiðidaga strandveiðanna, festa í lög og auka heimildir ráðherra til að flytja milli flokka innan atvinnu- og byggðakvótakerfisins. Svandís hafði þá nýlokið við að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðikerfinu um 1.500 tonn sem var fyrsta embættisverk hennar í nýrri ríkisstjórn. Ég fór fram á einfalt svar frá ráðherra, já eða nei. Og svarið var afdráttarlaust NEI. Svandís samþykkir ekki frumvarp flokkssystur sinnar! Frumvarpið vakti eðlilega miklar væntingar meðal strandveiðimanna eftir hið furðulega útspil matvælaráðherrans og félög strandveiðimanna víða um landið höfðu lýst yfir stuðningi við það. Jafnframt studdi Flokkur fólksins frumvarpið heils hugar. Leikið tveimur skjöldum Neitun ráðherra VG er í hrópandi ósamræmi við hástemmdar yfrlýsingar VG í kosningabaráttunni í NV kjördæmi sl. haust: „Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Við viljum efla fjölbreytt útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um skerðingu þorskveiðiheimilda er óskiljanleg sé mark tekið á kosningabaráttu VG og stefnuskrá flokksins. En hún er hins vegar auðskiljanleg þegar skrif sérhagmunagæslu stórútgerðarinnar og kvótaeigenda eru skoðuð. „Samtökin leggja þunga áherslu á að aflamagn til strandveiða verði ekki aukið með neinum hætti á kostnað atvinnuveiðanna.“ Brot á búseturétti og atvinnufrelsi Undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Þessa auðlind hafa Íslendingar nýtt frá því land byggðist. Íbúar sjávarbyggðanna eiga tilkall til fiskimiðanna undan ströndum landsins. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum íbúa undan ströndum sjávarbyggðanna eru því skerðing á búseturétti sjávarbyggðanna. Takmarkanir á atvinnufrelsi þurfa að byggjast á sterkum rökum og ekki ganga lengra en nauðsyn krefur, það er meðalhófið. Aflahámark, sem takmarkar fiskveiðar, á eingöngu að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum, ekki til veiða sem ógna þeim ekki. Handfæraveiðar ógna alls ekki fiskistofnum og það munar ekkert um þessi 1.500 tonn í heildarafla Íslendinga en sjávarbyggðunum blæðir ef þetta er tekið af þeim. Höfum hugfast að strandveiðar valda minnstu raski í hafrýminu, hafa minnsta kolefnissporið og hámarka verðmæti aflans. Barátta fyrir mannréttindum Sagt er að leiðin til Heljar sé vörðuð góðum áformum. Kvótakerfið, sem komið var á til bráðabirgða 1984, er slík varða fyrir margar sjávarbyggðir. Aflamark í þorski var þá lækkað í 220.000 tonn til að byggja upp þorskstofninn. Það eru sömu veiðiheimildir og í dag! Árangurinn er sem sagt enginn. Örfáir útgerðarmenn náðu með tímanum til sín mestum hluta aflamarksins og skeyttu litlu um sjávarbyggðirnar. Kvótakerfið er óbreytt og sjávarbyggðum heldur áfram að hnigna og íbúum fækkar. Þessi þróun mun halda áfram verði ekki nýtingarréttur sjávarbyggðanna viðurkenndur. Það er hin brennandi spurning um viðurkenningu á atvinnufrelsi og búseturétti fólksins í landinu. Bann við frjálsum handfæraveiðum er mannréttindabrot og svikin loforð VG við íbúa sjávarbyggða frá því fyrir kosningar tala sínu máli um pólitískan heiðarleika þess flokks sem stýrir þessum málaflokki í dag. Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins fyrir Norðvesturkjördæmi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun