Veitur en ekki veitur! Íris Róbertsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 14:32 Fjarvarmaveitur nota rafskautakatla til að búa til gufu sem síðan er notuð til hita upp hringrásarvatn hitaveitunnar. Fjarvarmaveitur nota sem sagt raforku til að búa til varmaorku. Á grundvelli orkupakka 1 og 2 og orkulaga frá 2003 sagði Landsvirkjun upp raforkusamningi við fjarvarmaveitur árið 2010. Orkumarkaðnum var skipt upp í framleiðslu, flutning og dreifingu. Fjarvarmaveitur voru þvingaðar til að kaupa raforkuna á markaðsforsendum. Fjarvarmaveitur eru einungis á köldum svæðum það sem ekki er jarðhiti. Ríkið niðurgreiðir húshitunarvatnið fyrir íbúa með lögheimil á köldum svæðum en fyrirtækin þar þurfa að kaupa heita vatnið á fullu verði. Hver vegna er þetta staðan? Landsvirkjun telur sig vera „heildasala raforku“ og þar af leiðandi geta fjarvarmaveitur ekki keypt raforkuna beint af Landsvirkjun. Fjarvarmaveitur þurfa að kaupa raforkuna í gegnum orkusala, þótt öll raforkan komi frá Landsvirkjun. Orkusalinn leggur síðan álagningu á hverja selda kílówattstund. Heildarkostnaðurinn við álagið hleypur á milljónum. Þessi óþarfi milliliður eykur aðeins kostnaðinn við upphitun á hringrásarvatninu sem veiturnar nota og hækkar þar með húshitunarkostnaðinn til allra á köldum svæðum á landinu! Fjarvarmaveitur þurfa með sólahrings fyrirvara að spá fyrir hversu mikla raforku þarf að kaupa til næsta dags. Ef keypt er of mikil raforka fer mismunurinn á jöfnunar markað, svokölluð „jöfnunarorka“ og á eins við ef keypt er of lítið. Eins og gefur að skilja getur veður breyst skyndilega á Íslandi, svo mjög erfitt er að spá fyrir um hvert álagið á hitaveituna verður daginn eftir. Hvernig og hver reiknar út verðið á þessari jöfnunarorku er rannsóknarefni. Ef keypt hefur verið of mikið þá er sú orka oftast verðlaus, en ef þarf að kaupa jöfnunarorku þegar keypt er of lítil orka er hún dýr. Þessi óþarfa kostnaður hækkar líka húshitunarkostnaðinn! Landsnet flytur svo raforkuna, annað hvort sem forgangsorku eða ótrygga orku. Til að ná niður kostnaði er oftast um ótryggan flutning að ræða og aðilar nota olíukatla sem varafl. Gjaldskrá Landsnets fyrir ótrygga orku er þannig uppbyggð að ef nýtingatíminn er meiri en 4.500 stundir er flutningsgjaldið mun ódýrara. Með tilkomu sjóvarmadælustöðvarinnar í Eyjum, þar sem varmaorkan úr sjónum er nýtt, sparast mikið magn af raforku. Stöðin þarf 3 MW af raforku til að framleiða 9 MW af varmaorku. Frábær og umhverfisvæn leið til framleiðslu á varmaorku. En af þeim sökum hefur nýtingatíminn sem dæmi verið minni en 4.500 stundir árið 2020 og flutningurinn þar af leiðandi í hærri gjaldflokk 2021. Rekstraraðili, HS Veitur í tilviki Vestmannaeyinga, hafa því þurft að borga tugi milljóna meira fyrir flutning raforkunnar 2021 (um 50 m.kr.). Þessi óþarf auka kostnaður hækkar líka húshitunarkostnaðinn! Þessu þarf að breyta! Væri ekki ráð að einfalda kerfið, taka fjarvarmaveitur út fyrir sviga og líta á þær sem „hitaveitur“? Þetta er bara spurning um vilja til að breyta umgjörðinni og draga þar með úr kostnaði og auka jafnræði milli þeirra íbúa og fyrirtækja sem eru á þessum köldu svæðum og hinna sem eru á hitaveitusvæðum. Til að bæta gráu ofan á svart frá og með deginum í dag 10. febrúar er búið að skerða alla raforkuna til fjarvarmaveitna landsins, sem þó nota aðeins 1% af heildar raforkunni á landinu. Þetta þýðir að þær þurfa allar að skipta yfir í olíu með tilheyrandi umhverfismengun og auknum húshitunarkostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki á öllum köldum svæðum. Þessu þarf að breyta. Þetta er allavega galið eins og þetta er! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vestmannaeyjar Skoðun: Kosningar 2022 Íris Róbertsdóttir Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fjarvarmaveitur nota rafskautakatla til að búa til gufu sem síðan er notuð til hita upp hringrásarvatn hitaveitunnar. Fjarvarmaveitur nota sem sagt raforku til að búa til varmaorku. Á grundvelli orkupakka 1 og 2 og orkulaga frá 2003 sagði Landsvirkjun upp raforkusamningi við fjarvarmaveitur árið 2010. Orkumarkaðnum var skipt upp í framleiðslu, flutning og dreifingu. Fjarvarmaveitur voru þvingaðar til að kaupa raforkuna á markaðsforsendum. Fjarvarmaveitur eru einungis á köldum svæðum það sem ekki er jarðhiti. Ríkið niðurgreiðir húshitunarvatnið fyrir íbúa með lögheimil á köldum svæðum en fyrirtækin þar þurfa að kaupa heita vatnið á fullu verði. Hver vegna er þetta staðan? Landsvirkjun telur sig vera „heildasala raforku“ og þar af leiðandi geta fjarvarmaveitur ekki keypt raforkuna beint af Landsvirkjun. Fjarvarmaveitur þurfa að kaupa raforkuna í gegnum orkusala, þótt öll raforkan komi frá Landsvirkjun. Orkusalinn leggur síðan álagningu á hverja selda kílówattstund. Heildarkostnaðurinn við álagið hleypur á milljónum. Þessi óþarfi milliliður eykur aðeins kostnaðinn við upphitun á hringrásarvatninu sem veiturnar nota og hækkar þar með húshitunarkostnaðinn til allra á köldum svæðum á landinu! Fjarvarmaveitur þurfa með sólahrings fyrirvara að spá fyrir hversu mikla raforku þarf að kaupa til næsta dags. Ef keypt er of mikil raforka fer mismunurinn á jöfnunar markað, svokölluð „jöfnunarorka“ og á eins við ef keypt er of lítið. Eins og gefur að skilja getur veður breyst skyndilega á Íslandi, svo mjög erfitt er að spá fyrir um hvert álagið á hitaveituna verður daginn eftir. Hvernig og hver reiknar út verðið á þessari jöfnunarorku er rannsóknarefni. Ef keypt hefur verið of mikið þá er sú orka oftast verðlaus, en ef þarf að kaupa jöfnunarorku þegar keypt er of lítil orka er hún dýr. Þessi óþarfa kostnaður hækkar líka húshitunarkostnaðinn! Landsnet flytur svo raforkuna, annað hvort sem forgangsorku eða ótrygga orku. Til að ná niður kostnaði er oftast um ótryggan flutning að ræða og aðilar nota olíukatla sem varafl. Gjaldskrá Landsnets fyrir ótrygga orku er þannig uppbyggð að ef nýtingatíminn er meiri en 4.500 stundir er flutningsgjaldið mun ódýrara. Með tilkomu sjóvarmadælustöðvarinnar í Eyjum, þar sem varmaorkan úr sjónum er nýtt, sparast mikið magn af raforku. Stöðin þarf 3 MW af raforku til að framleiða 9 MW af varmaorku. Frábær og umhverfisvæn leið til framleiðslu á varmaorku. En af þeim sökum hefur nýtingatíminn sem dæmi verið minni en 4.500 stundir árið 2020 og flutningurinn þar af leiðandi í hærri gjaldflokk 2021. Rekstraraðili, HS Veitur í tilviki Vestmannaeyinga, hafa því þurft að borga tugi milljóna meira fyrir flutning raforkunnar 2021 (um 50 m.kr.). Þessi óþarf auka kostnaður hækkar líka húshitunarkostnaðinn! Þessu þarf að breyta! Væri ekki ráð að einfalda kerfið, taka fjarvarmaveitur út fyrir sviga og líta á þær sem „hitaveitur“? Þetta er bara spurning um vilja til að breyta umgjörðinni og draga þar með úr kostnaði og auka jafnræði milli þeirra íbúa og fyrirtækja sem eru á þessum köldu svæðum og hinna sem eru á hitaveitusvæðum. Til að bæta gráu ofan á svart frá og með deginum í dag 10. febrúar er búið að skerða alla raforkuna til fjarvarmaveitna landsins, sem þó nota aðeins 1% af heildar raforkunni á landinu. Þetta þýðir að þær þurfa allar að skipta yfir í olíu með tilheyrandi umhverfismengun og auknum húshitunarkostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki á öllum köldum svæðum. Þessu þarf að breyta. Þetta er allavega galið eins og þetta er! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar