Kjarkmikla forystu í Eflingu Karla Barralaga Ocon skrifar 10. febrúar 2022 12:01 Kjarkmikla forystu í Eflingu. Sem meðlimur í trúnaðarráði Eflingar hitti ég Sólveigu Önnu Jónsdóttur í fyrsta sinn í kuldanum fyrir utan afgreiðslu Icelandair, þar sem hún stóð fremst í stafni að mótmæla uppsögn á trúnaðarmanni Eflingar. Þar sá ég leiðtoga sem talar ekki bara um baráttu heldur tekur raunverulegan þátt í henni.Í Sólveigu Önnu hef ég líka séð leiðtoga sem þorir að spyrja spurninga. Hún hefur þorað að spyrja erfiðra spurninga og krefjast breytinga í mörgum málum, allt frá lífeyrissjóðnum Gildi til innri starfsemi Eflingar. Þetta eru einmitt spurningarnar sem blæs nú um í fjölmiðlum.Ég er sammála því að það á að spyrja í hvað félagsgjöld félagsmanna Eflingar fara. Hverjum er verið að greiða með fé félagsmanna og fyrir hvað? Reynslan sýnir að það er nauðsynlegt að spyrja þessara spurninga. Eftir að Sólveig Anna tók við sem formaður Eflingar spurði hún spurninga um fjármál félagsins. Seinna var fyrrum fjármálastjóri Eflingar tekinn til rannsóknar hjá Skattrannsóknarstjóra ríkisins.Það þarf kjark til að spyrja svona, það þarf kjark til að átta sig á því að félagið sjálft er ekki hafið yfir gagnrýni, það þarf kjark til að þrýsta á um breytingar sem snúa innávið og biðja starfsmenn skrifstofunar að taka þátt. Að breyta sjálfum sér er jú eitthvað það erfiðasta sem hægt er að biðja fólk um að gera.Verkalýðsbarátta byrjaði hjá verkafólki sem fann sig knúið til að mynda félög um sína hagsmuni. Tíð og tími má ekki má ekki færa stjórnina á þessum félögum úr höndum þeirra sem stofnuðu þau og sem hafa hina raunverulegu hagsmuni af starfi félaganna.Það er þess vegna sem við þurfum leiðtoga eins og Sólveigu, leiðtoga sem er óhrædd við breytingar og að setja félagsmenn í forgang. Ég ætla að kjósa B-listann, Baráttulistann, vegna þess að Sólveig Anna hefur sýnt það í verki að hún berst af alvöru fyrir réttindum okkar, þeirra lægst launuðu. Höfundur er félagi í Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Kjarkmikla forystu í Eflingu. Sem meðlimur í trúnaðarráði Eflingar hitti ég Sólveigu Önnu Jónsdóttur í fyrsta sinn í kuldanum fyrir utan afgreiðslu Icelandair, þar sem hún stóð fremst í stafni að mótmæla uppsögn á trúnaðarmanni Eflingar. Þar sá ég leiðtoga sem talar ekki bara um baráttu heldur tekur raunverulegan þátt í henni.Í Sólveigu Önnu hef ég líka séð leiðtoga sem þorir að spyrja spurninga. Hún hefur þorað að spyrja erfiðra spurninga og krefjast breytinga í mörgum málum, allt frá lífeyrissjóðnum Gildi til innri starfsemi Eflingar. Þetta eru einmitt spurningarnar sem blæs nú um í fjölmiðlum.Ég er sammála því að það á að spyrja í hvað félagsgjöld félagsmanna Eflingar fara. Hverjum er verið að greiða með fé félagsmanna og fyrir hvað? Reynslan sýnir að það er nauðsynlegt að spyrja þessara spurninga. Eftir að Sólveig Anna tók við sem formaður Eflingar spurði hún spurninga um fjármál félagsins. Seinna var fyrrum fjármálastjóri Eflingar tekinn til rannsóknar hjá Skattrannsóknarstjóra ríkisins.Það þarf kjark til að spyrja svona, það þarf kjark til að átta sig á því að félagið sjálft er ekki hafið yfir gagnrýni, það þarf kjark til að þrýsta á um breytingar sem snúa innávið og biðja starfsmenn skrifstofunar að taka þátt. Að breyta sjálfum sér er jú eitthvað það erfiðasta sem hægt er að biðja fólk um að gera.Verkalýðsbarátta byrjaði hjá verkafólki sem fann sig knúið til að mynda félög um sína hagsmuni. Tíð og tími má ekki má ekki færa stjórnina á þessum félögum úr höndum þeirra sem stofnuðu þau og sem hafa hina raunverulegu hagsmuni af starfi félaganna.Það er þess vegna sem við þurfum leiðtoga eins og Sólveigu, leiðtoga sem er óhrædd við breytingar og að setja félagsmenn í forgang. Ég ætla að kjósa B-listann, Baráttulistann, vegna þess að Sólveig Anna hefur sýnt það í verki að hún berst af alvöru fyrir réttindum okkar, þeirra lægst launuðu. Höfundur er félagi í Eflingu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar