Kjarkmikla forystu í Eflingu Karla Barralaga Ocon skrifar 10. febrúar 2022 12:01 Kjarkmikla forystu í Eflingu. Sem meðlimur í trúnaðarráði Eflingar hitti ég Sólveigu Önnu Jónsdóttur í fyrsta sinn í kuldanum fyrir utan afgreiðslu Icelandair, þar sem hún stóð fremst í stafni að mótmæla uppsögn á trúnaðarmanni Eflingar. Þar sá ég leiðtoga sem talar ekki bara um baráttu heldur tekur raunverulegan þátt í henni.Í Sólveigu Önnu hef ég líka séð leiðtoga sem þorir að spyrja spurninga. Hún hefur þorað að spyrja erfiðra spurninga og krefjast breytinga í mörgum málum, allt frá lífeyrissjóðnum Gildi til innri starfsemi Eflingar. Þetta eru einmitt spurningarnar sem blæs nú um í fjölmiðlum.Ég er sammála því að það á að spyrja í hvað félagsgjöld félagsmanna Eflingar fara. Hverjum er verið að greiða með fé félagsmanna og fyrir hvað? Reynslan sýnir að það er nauðsynlegt að spyrja þessara spurninga. Eftir að Sólveig Anna tók við sem formaður Eflingar spurði hún spurninga um fjármál félagsins. Seinna var fyrrum fjármálastjóri Eflingar tekinn til rannsóknar hjá Skattrannsóknarstjóra ríkisins.Það þarf kjark til að spyrja svona, það þarf kjark til að átta sig á því að félagið sjálft er ekki hafið yfir gagnrýni, það þarf kjark til að þrýsta á um breytingar sem snúa innávið og biðja starfsmenn skrifstofunar að taka þátt. Að breyta sjálfum sér er jú eitthvað það erfiðasta sem hægt er að biðja fólk um að gera.Verkalýðsbarátta byrjaði hjá verkafólki sem fann sig knúið til að mynda félög um sína hagsmuni. Tíð og tími má ekki má ekki færa stjórnina á þessum félögum úr höndum þeirra sem stofnuðu þau og sem hafa hina raunverulegu hagsmuni af starfi félaganna.Það er þess vegna sem við þurfum leiðtoga eins og Sólveigu, leiðtoga sem er óhrædd við breytingar og að setja félagsmenn í forgang. Ég ætla að kjósa B-listann, Baráttulistann, vegna þess að Sólveig Anna hefur sýnt það í verki að hún berst af alvöru fyrir réttindum okkar, þeirra lægst launuðu. Höfundur er félagi í Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Sjá meira
Kjarkmikla forystu í Eflingu. Sem meðlimur í trúnaðarráði Eflingar hitti ég Sólveigu Önnu Jónsdóttur í fyrsta sinn í kuldanum fyrir utan afgreiðslu Icelandair, þar sem hún stóð fremst í stafni að mótmæla uppsögn á trúnaðarmanni Eflingar. Þar sá ég leiðtoga sem talar ekki bara um baráttu heldur tekur raunverulegan þátt í henni.Í Sólveigu Önnu hef ég líka séð leiðtoga sem þorir að spyrja spurninga. Hún hefur þorað að spyrja erfiðra spurninga og krefjast breytinga í mörgum málum, allt frá lífeyrissjóðnum Gildi til innri starfsemi Eflingar. Þetta eru einmitt spurningarnar sem blæs nú um í fjölmiðlum.Ég er sammála því að það á að spyrja í hvað félagsgjöld félagsmanna Eflingar fara. Hverjum er verið að greiða með fé félagsmanna og fyrir hvað? Reynslan sýnir að það er nauðsynlegt að spyrja þessara spurninga. Eftir að Sólveig Anna tók við sem formaður Eflingar spurði hún spurninga um fjármál félagsins. Seinna var fyrrum fjármálastjóri Eflingar tekinn til rannsóknar hjá Skattrannsóknarstjóra ríkisins.Það þarf kjark til að spyrja svona, það þarf kjark til að átta sig á því að félagið sjálft er ekki hafið yfir gagnrýni, það þarf kjark til að þrýsta á um breytingar sem snúa innávið og biðja starfsmenn skrifstofunar að taka þátt. Að breyta sjálfum sér er jú eitthvað það erfiðasta sem hægt er að biðja fólk um að gera.Verkalýðsbarátta byrjaði hjá verkafólki sem fann sig knúið til að mynda félög um sína hagsmuni. Tíð og tími má ekki má ekki færa stjórnina á þessum félögum úr höndum þeirra sem stofnuðu þau og sem hafa hina raunverulegu hagsmuni af starfi félaganna.Það er þess vegna sem við þurfum leiðtoga eins og Sólveigu, leiðtoga sem er óhrædd við breytingar og að setja félagsmenn í forgang. Ég ætla að kjósa B-listann, Baráttulistann, vegna þess að Sólveig Anna hefur sýnt það í verki að hún berst af alvöru fyrir réttindum okkar, þeirra lægst launuðu. Höfundur er félagi í Eflingu.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar