Framlengingin: „Hljótum að geta sæst á það að það séu þrír útlendingar í hverju liði“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. febrúar 2022 23:01 Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds ræddu meðal annars um fjölda útlendinga í deildinni. Stöð 2 Sport Kjartan Atli Kjartansson og sérfærðingarnir í Subway Körfuboltakvöldi fóru um víðan völl í Framlengingunni í síðasta þætti. Þeir ræddu meðal annars um fjölda erlendra atvinnumanna í deildinni. „Ég er búinn að vera í rauninni á öllum þessum skoðunum. Að það eigi að vera þrír plús tveir eða hvað,“ sagði Sævar Sævarsson þegar Kjartan bað hann um að velta þessu fyrir sér. „Mér finnst að það hljóti að vera einhver millivegur sem hægt er að fara. Mér finnst þetta orðið of mikið í dag.“ „Fimm útlendingar í frábæru liðið Þórs Þorlákshafnar, fimm útlendingar mögulega í KR. Af öllum liðum á Íslandi, að það séu fjórir eða fimm útlendingar í sigursælasta félagi Íslands síðustu tíu ár, hvaða rugl er það?“ sagði Sævar. Hann hélt svo áfram að telja upp fjölda útlendinga í hinum ýmsu liðum á Íslandi og var þá búinn að sannfæra sig um það að þetta væri of mikið. „Mér finnt þetta of mikið. En ég skil samt alveg að sum lið þurfi útlendinga til að halda úti samkeppnishæfum félögum, en við hljótum að geta sæst á það að það séu þrír útlendingar í hverju liði og þá má allt eins gera þetta bara alveg frjálst og leyfa bara þrjá Kana.“ „Ég held að síðastliðin ár séu búin að sýna fram á það að Kanarnir eru ekkert að taka eitthvað meira til sín en Evópubúarnir.“ Hermann Hauksson var með strákunum í settinu og hann var sammála kollega sínum. „Ég er bara svolítið mikið sammála Sævari. Mér finnst rosalega leiðinlegt að sjá fjóra til fimm útlendinga í nánast hverju einasta liði. Maður er að sjá að lið eru að byrja með fjóra útlendinga og einn Íslending og þá finnst mér þróunin bara ekki vera rétt,“ sagði Hermann. „Við viljum byggja upp það kerfi að þegar þú ert að koma upp í meistaraflokk þá ertu jafnvel að fara að fá einhverjar mínútur og getur þá þroskast sem leikmaður. Frekar en að vera þessi gæi sem ert alltaf í kannski tíunda til tólfta sæti á bekknum og veit að þú ert kannski ekki með hlutverk.“ Kjartan Atli greip þá boltann á lofti og bætti við að félögin ættu það til að freistast til þess að kaupa leikmenn í stað þess að ala þá upp. „Þetta snýst bara um það að við erum með yngri flokka starf hérna og fyrir mér þá eru meistaraflokkarnir auglýsingar fyrir yngri flokkana,“ sagði Kjartan. „Meistaraflokkarnir eiga að hvetja ungmenni sem eru búsett á Íslandi til að fara og æfa með sínu hverfisfélagi. Það er alltaf þessi freistnivandi af því að það er svo auðvelt að fara bara og kaupa leikmann úti í heimi.“ Strákarnir ræddu þetta mál í dágóða stund í viðbót, en umræðuna, ásamt öðrum umræðupunktum Framlengingarinnar, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: KbK: Framlengingin Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Sjá meira
„Ég er búinn að vera í rauninni á öllum þessum skoðunum. Að það eigi að vera þrír plús tveir eða hvað,“ sagði Sævar Sævarsson þegar Kjartan bað hann um að velta þessu fyrir sér. „Mér finnst að það hljóti að vera einhver millivegur sem hægt er að fara. Mér finnst þetta orðið of mikið í dag.“ „Fimm útlendingar í frábæru liðið Þórs Þorlákshafnar, fimm útlendingar mögulega í KR. Af öllum liðum á Íslandi, að það séu fjórir eða fimm útlendingar í sigursælasta félagi Íslands síðustu tíu ár, hvaða rugl er það?“ sagði Sævar. Hann hélt svo áfram að telja upp fjölda útlendinga í hinum ýmsu liðum á Íslandi og var þá búinn að sannfæra sig um það að þetta væri of mikið. „Mér finnt þetta of mikið. En ég skil samt alveg að sum lið þurfi útlendinga til að halda úti samkeppnishæfum félögum, en við hljótum að geta sæst á það að það séu þrír útlendingar í hverju liði og þá má allt eins gera þetta bara alveg frjálst og leyfa bara þrjá Kana.“ „Ég held að síðastliðin ár séu búin að sýna fram á það að Kanarnir eru ekkert að taka eitthvað meira til sín en Evópubúarnir.“ Hermann Hauksson var með strákunum í settinu og hann var sammála kollega sínum. „Ég er bara svolítið mikið sammála Sævari. Mér finnst rosalega leiðinlegt að sjá fjóra til fimm útlendinga í nánast hverju einasta liði. Maður er að sjá að lið eru að byrja með fjóra útlendinga og einn Íslending og þá finnst mér þróunin bara ekki vera rétt,“ sagði Hermann. „Við viljum byggja upp það kerfi að þegar þú ert að koma upp í meistaraflokk þá ertu jafnvel að fara að fá einhverjar mínútur og getur þá þroskast sem leikmaður. Frekar en að vera þessi gæi sem ert alltaf í kannski tíunda til tólfta sæti á bekknum og veit að þú ert kannski ekki með hlutverk.“ Kjartan Atli greip þá boltann á lofti og bætti við að félögin ættu það til að freistast til þess að kaupa leikmenn í stað þess að ala þá upp. „Þetta snýst bara um það að við erum með yngri flokka starf hérna og fyrir mér þá eru meistaraflokkarnir auglýsingar fyrir yngri flokkana,“ sagði Kjartan. „Meistaraflokkarnir eiga að hvetja ungmenni sem eru búsett á Íslandi til að fara og æfa með sínu hverfisfélagi. Það er alltaf þessi freistnivandi af því að það er svo auðvelt að fara bara og kaupa leikmann úti í heimi.“ Strákarnir ræddu þetta mál í dágóða stund í viðbót, en umræðuna, ásamt öðrum umræðupunktum Framlengingarinnar, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: KbK: Framlengingin
Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Sjá meira