Handbolti

Haukar kalla enn einn leikmanninn til baka úr láni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar Dan Hlynsson er kominn aftur til Hauka frá Gróttu.
Gunnar Dan Hlynsson er kominn aftur til Hauka frá Gróttu. vísir/Hulda Margrét

Haukar hafa kallað línumanninn Gunnar Dan Hlynsson úr láni frá Gróttu sem hann hefur leikið með undanfarin tvö og hálft ár.

Gunnar er þriðji leikmaðurinn sem Haukar kalla til baka úr láni á tímabilinu. Áður höfðu þeir kallað Kristófer Mána Jónasson og Guðmund Braga Ástþórsson til baka frá Aftureldingu.

Á þessu tímabili hefur Gunnar skorað 25 mörk í tólf leikjum í Olís-deildinni. Þá var hann í lykilhlutverki í vörn Gróttu.

Heimir Óli Heimisson og Þráinn Orri Jónsson eru aðallínumenn Hauka. Sá síðarnefndi meiddist í leik Íslands og Noregs um 5. sætið á EM í síðustu viku.

Gunnar verður orðinn gjaldgengur með Haukum þegar þeir sækja Stjörnuna heim á mánudaginn.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×