Fjölskyldur á heljarþröm vegna langvarandi þurrka í Eþíópíu Heimsljós 2. febrúar 2022 10:54 UNICEF Síðastliðin þrjú rigningatímabil í Eþíópíu hafa brugðist með tilheyrandi uppskerubresti, vatnsskorti og búfjárdauða sem skilið hafa hundruð þúsunda barna og fjölskyldna eftir á heljarþröm. Landssvæði í suður- og austurhluta Eþíópíu, Afar, Oromia, SNNPR og Somali héruð, hafa orðið verst úti. „Áhrif þessara þurrka eru skelfileg,“ segir Gianfranco Rotigliano, fulltrúi UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Eþíópíu. „Börn og fjölskyldur þeirra berjast nú fyrir lífi sínu við þessar aðstæður og áætlað er að 6,8 milljónir Eþíópíubúa muni þurfa á bráðri neyðaraðstoð að halda um miðjan næsta mánuð. Við erum einnig að sjá mikla fólksflutninga frá þessum verstu svæðum,“ segir Rotigliano í tilkynningu frá UNICEF. „Á svæðunum Oromia og Somali eru nú um 225 þúsund vannærð börn og rúmlega 100 þúsund óléttar konur eða konur með börn á brjósti sem þurfa næringaraðstoð ekki seinna en núna. Skortur á hreinu vatni eykur enn á vanda þessara kvenna og barna. Ef börnin neyðast til að drekka óhreint vatn gerir það þau augljóslega berskjölduð fyrir ótal sjúkdómum. Þar á meðal niðurgangi sem er ein helsta dánarorsök barna undir fimm ára aldri hér,“ segir Rotigliano. UNICEF vinnur að því í samstarfi við stjórnvöld á hverju svæði að veita nauðsynlega neyðaraðstoð og koma til móts við þarfir íbúa. Meðal annars með því að laga borholur, brunna og vantsveitukerfi, flytja vatn, vatnstanka, meðhöndla alvarlega vannærð börn og tryggja barnavernd og neyðarkennslustofur. UNICEF áætlar að þurfa 31 milljón Bandaríkjadala – fjóra milljarða íslenskra króna - til að bregðast við neyðinni á þurrkasvæðum Eþíópíu. Heildarfjárþörf UNICEF vegna mannúðaraðstoðar í Eþíópíu alls á árinu nemur rúmum 350 milljónum dala, 45 milljörðum íslenskra króna. Það er í verkefni sem þessi hjá UNICEF sem stuðningur Heimsforeldra UNICEF skiptir sköpum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Eþíópía Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent
„Börn og fjölskyldur þeirra berjast nú fyrir lífi sínu við þessar aðstæður og áætlað er að 6,8 milljónir Eþíópíubúa muni þurfa á bráðri neyðaraðstoð að halda um miðjan næsta mánuð. Við erum einnig að sjá mikla fólksflutninga frá þessum verstu svæðum,“ segir Rotigliano í tilkynningu frá UNICEF. „Á svæðunum Oromia og Somali eru nú um 225 þúsund vannærð börn og rúmlega 100 þúsund óléttar konur eða konur með börn á brjósti sem þurfa næringaraðstoð ekki seinna en núna. Skortur á hreinu vatni eykur enn á vanda þessara kvenna og barna. Ef börnin neyðast til að drekka óhreint vatn gerir það þau augljóslega berskjölduð fyrir ótal sjúkdómum. Þar á meðal niðurgangi sem er ein helsta dánarorsök barna undir fimm ára aldri hér,“ segir Rotigliano. UNICEF vinnur að því í samstarfi við stjórnvöld á hverju svæði að veita nauðsynlega neyðaraðstoð og koma til móts við þarfir íbúa. Meðal annars með því að laga borholur, brunna og vantsveitukerfi, flytja vatn, vatnstanka, meðhöndla alvarlega vannærð börn og tryggja barnavernd og neyðarkennslustofur. UNICEF áætlar að þurfa 31 milljón Bandaríkjadala – fjóra milljarða íslenskra króna - til að bregðast við neyðinni á þurrkasvæðum Eþíópíu. Heildarfjárþörf UNICEF vegna mannúðaraðstoðar í Eþíópíu alls á árinu nemur rúmum 350 milljónum dala, 45 milljörðum íslenskra króna. Það er í verkefni sem þessi hjá UNICEF sem stuðningur Heimsforeldra UNICEF skiptir sköpum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Eþíópía Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent