Að skapa eyðimörk og kalla það frið Ísak Rúnarsson skrifar 2. febrúar 2022 08:01 Hún var falleg í upphafi, ungverska byltingin í október 1956. Mótmælendur æddu á götur út í þúsundatali og kröfðust frelsis undan oki Kremlinnar – kröfðust sjálfsagðra réttinda til sjálfsákvörðunar einstaklinga og þjóðar. Ungversk stjórnvöld virtust ætla að hlusta, þau afnámu eins-flokks ræðið og drógu Ungverjaland út úr Varsjársamningnum, sem var svar Sóvíetmanna við NATÓ. Aðeins örstuttu síðar, eða þann 4. nóvember, æddu þungvopnaðar skriðdrekasveitir inn í Búdapest til að brjóta uppreisnina á bak aftur – í það skiptið var sverðið máttugra en penninn. Innan örfárra klukkustunda hafði Imre Nagy, forsætisráðherra Ungverjalands, verið handsamaður og ekki leið á löngu áður en búið var að koma nýjum stjórnvöldum, sem þóknuðust Moskvu, til valda. Nagy var fangelsaður og tveimur árum síðar tekinn af lífi. Um 2,500 Ungverjar voru drepnir í voðaverkunum og 200,000 til viðbótar flúðu heimili sín í kjölfarið, einhverjir alla leið til Íslands. Hún kom til hugar þessi saga af Ungverjum, þegar ég las í síðustu viku grein Guttorms Þorsteinssonar, formanns Samtaka hernaðarandstæðinga, sem fjallar um mögulega innrás Rússa í Úkraínu sem ýmsir óttast að sé yfirvofandi. Það er vonandi að Úkraínumenn þurfi ekki að búa við sama „frið“ og Ungverjar forðum – þó helst megi lesa í orð Guttorms að Samtök hernaðarandstæðinga hefðu ekkert á móti því. Það mátti aukinheldur skilja á Guttormi, að kenna mætti Bandaríkjunum um uppsafnaðan herafla Rússlands á landamærunum við Úkraínu, miklu frekar en Rússum sjálfum. Bandaríkin stunda „stríðsæsingar“ segir hann og slær hvergi af. Hér er auðvitað verið að ala á Ameríkuandúð og málum snúið svo rækilega á hvolf að tröllabýli Pútíns forseta hefðu ekki getað spunnið betri sögu. Gloppur í grein Guttorms Í fyrsta lagi er NATÓ fyrst og fremst varnarbandalag. Varnarbandalög fela aðeins í sér skuldbindingu til að standa sameiginlega að vörnum bandalagsríkja, ráðist einhver utanaðkomandi að þeim og brjóti þar með gegn fullveldisrétti þeirra. Í NATÓ felst ekki skuldbinding að ráðast inn í önnur ríki að fyrra bragði og á því er að sjálfsögðu reginmunur. Í öðru lagi er stækkun NATÓ fyrst og fremst tilkomin vegna þess að ríkin í Austur-Evrópu óskuðu sjálf eftir inngöngu í NATÓ og beittu þar með fullveldi sínu sem þau höfðu öðlast á ný eftir að þau komust undan þumlinum á Rússum við fall Sóvétríkjanna. Að sjálfsögðu má deila um hvort það hafi verið skynsamlegt að hleypa Austur-Evrópuríkjum inn í bandalagið eða hvort strategískara hefði verið að halda þeim utan við það, í ljósi þess að Rússar myndu með tímanum hefja heimsvaldatilburði sína á ný. Slíkar strategískar raunsæishugleiðingar fela þó um leið í sér viðurkenningu á því að Rússar hafi í raun tilkall til að stýra utanríkismálum Austur-Evrópuríkjanna og að siðir og reglur í alþjóðasamskiptum skipti engu. Miklu nærtækara er að ætla Bandaríkjunum og Evrópuþjóðum barnslega einfeldni í kjölfar falls Sóvétríkjanna, en þá töldu margir að „sögunni væri lokið“ líkt og Francis Fukuyama komst að orði, en það þýddi að stjórnskipulag vestrænna lýðræðisríkja myndi jafnt og þétt ná yfirtökum í heiminum eftir að Sóvéska líkanið hafði gefið upp öndina. Eins og við þekkjum nú varð það ekki raunin. Í þriðja lagi snúast aðgerðir Rússa um meira en bara NATÓ. Það má ekki gleyma því að innrás Rússa inn í Úkraínu árið 2014 kom í kjölfar þess að Úkraínumenn og Evrópusambandið undirrituðu víðtækan samstarfssamning sem hafði í senn öryggisvídd, efnahagsvídd og jafnvel menningarvídd – í þeim skilningi að með samningnum var Úkraína að stilla sér upp með vestrinu. Í fjórða lagi láist Guttormi að nefna þann samning sem gerður var á milli Úkráinu og Rússlands árið 1994, þar sem bæði ríki féllust á núverandi landamæri (með Krímskaga í Úkraínu). Rússland ábyrgðist öryggi Úkraínu gegn því að hin síðarnefndu létu af hendi öll sín kjarnavopn. Síðan 2014 má líta svo á að sá samningur hafi verið brotinn af hálfu Rússa. Í fimmta lagi má helst skilja Guttorm með þeim hætti að best megi stuðla að friði með því að stinga höfðinu í sandinn, fari svo að Rússar ráðist inn í Úkraínu á ný. Að Íslendingar (og önnur vesturveldi væntanlega líka), eigi að halda áfram samskiptum og viðskiptum við Rússland eins og ekkert hafi í skorist, fari allt á versta veg. Með öðrum orðum að engar afleiðingar eigi að hljótast af stríðsbrölti og innrás í annað ríki. Það getur vart talist mjög andstætt hernaði, þótt samtökin sem hann er í forsvari fyrir kenni sig við slíka andstöðu. Í sjötta lagi gerir hann að engu þá gríðarlegu hagsmuni sem örþjóð eins og Ísland á af því að alþjóðalög og fullveldisréttur sé virtur í hvívetna í alþjóðakerfinu. Að vesturveldin leggi sig fram um að viðhalda því kerfi sem tryggir sjálfsákvörðunarrétt þjóða og þá meginreglu að afl sé ekki helsti mælikvarðinn á réttlæti. Vissulega hafa vesturveldin ekki alltaf verið trú þeirri hugsun, en þrátt fyrir ýmis mistök trúa fáir því að Kínverjar eða Rússar myndu leiða heiminn til betri vegar í þeim efnum. Það mætti halda áfram að gera athugasemdir við grein Guttorms, en einhverstaðar verða menn að setja niður endapunkt. Það var sagt um vígatilburði Rómverja forðum daga að þeir sköpuðu eyðimörk og kölluðu það frið. Sé það slíkur friður sem Samtök hernaðarandstæðinga telja eftirsóknarvert hlutskipti Úkraínu, eins og skrif formanns þeirra benda til, ættu samtökin að láta af Orwellískri nafngift sinni og taka upp annað sem lýsir afstöðu þeirra betur. Höfundur er MPA nemi við Harvard og MBA nemi við Dartmouth háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Úkraína Rússland NATO Utanríkismál Hernaður Ísak Rúnarsson Tengdar fréttir Drögumst við inn í stríð vegna Úkraínu? Eins og komið hefur fram í fréttum undanfarna daga hefur umstang Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli ekki verið meira síðan árið 2006. Eins og Samtök hernaðarandstæðinga hafa reynt að vekja athygli á hafa stórfelldar framkvæmdir verið í gangi þar undanfarin ár. 27. janúar 2022 07:31 Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Sjá meira
Hún var falleg í upphafi, ungverska byltingin í október 1956. Mótmælendur æddu á götur út í þúsundatali og kröfðust frelsis undan oki Kremlinnar – kröfðust sjálfsagðra réttinda til sjálfsákvörðunar einstaklinga og þjóðar. Ungversk stjórnvöld virtust ætla að hlusta, þau afnámu eins-flokks ræðið og drógu Ungverjaland út úr Varsjársamningnum, sem var svar Sóvíetmanna við NATÓ. Aðeins örstuttu síðar, eða þann 4. nóvember, æddu þungvopnaðar skriðdrekasveitir inn í Búdapest til að brjóta uppreisnina á bak aftur – í það skiptið var sverðið máttugra en penninn. Innan örfárra klukkustunda hafði Imre Nagy, forsætisráðherra Ungverjalands, verið handsamaður og ekki leið á löngu áður en búið var að koma nýjum stjórnvöldum, sem þóknuðust Moskvu, til valda. Nagy var fangelsaður og tveimur árum síðar tekinn af lífi. Um 2,500 Ungverjar voru drepnir í voðaverkunum og 200,000 til viðbótar flúðu heimili sín í kjölfarið, einhverjir alla leið til Íslands. Hún kom til hugar þessi saga af Ungverjum, þegar ég las í síðustu viku grein Guttorms Þorsteinssonar, formanns Samtaka hernaðarandstæðinga, sem fjallar um mögulega innrás Rússa í Úkraínu sem ýmsir óttast að sé yfirvofandi. Það er vonandi að Úkraínumenn þurfi ekki að búa við sama „frið“ og Ungverjar forðum – þó helst megi lesa í orð Guttorms að Samtök hernaðarandstæðinga hefðu ekkert á móti því. Það mátti aukinheldur skilja á Guttormi, að kenna mætti Bandaríkjunum um uppsafnaðan herafla Rússlands á landamærunum við Úkraínu, miklu frekar en Rússum sjálfum. Bandaríkin stunda „stríðsæsingar“ segir hann og slær hvergi af. Hér er auðvitað verið að ala á Ameríkuandúð og málum snúið svo rækilega á hvolf að tröllabýli Pútíns forseta hefðu ekki getað spunnið betri sögu. Gloppur í grein Guttorms Í fyrsta lagi er NATÓ fyrst og fremst varnarbandalag. Varnarbandalög fela aðeins í sér skuldbindingu til að standa sameiginlega að vörnum bandalagsríkja, ráðist einhver utanaðkomandi að þeim og brjóti þar með gegn fullveldisrétti þeirra. Í NATÓ felst ekki skuldbinding að ráðast inn í önnur ríki að fyrra bragði og á því er að sjálfsögðu reginmunur. Í öðru lagi er stækkun NATÓ fyrst og fremst tilkomin vegna þess að ríkin í Austur-Evrópu óskuðu sjálf eftir inngöngu í NATÓ og beittu þar með fullveldi sínu sem þau höfðu öðlast á ný eftir að þau komust undan þumlinum á Rússum við fall Sóvétríkjanna. Að sjálfsögðu má deila um hvort það hafi verið skynsamlegt að hleypa Austur-Evrópuríkjum inn í bandalagið eða hvort strategískara hefði verið að halda þeim utan við það, í ljósi þess að Rússar myndu með tímanum hefja heimsvaldatilburði sína á ný. Slíkar strategískar raunsæishugleiðingar fela þó um leið í sér viðurkenningu á því að Rússar hafi í raun tilkall til að stýra utanríkismálum Austur-Evrópuríkjanna og að siðir og reglur í alþjóðasamskiptum skipti engu. Miklu nærtækara er að ætla Bandaríkjunum og Evrópuþjóðum barnslega einfeldni í kjölfar falls Sóvétríkjanna, en þá töldu margir að „sögunni væri lokið“ líkt og Francis Fukuyama komst að orði, en það þýddi að stjórnskipulag vestrænna lýðræðisríkja myndi jafnt og þétt ná yfirtökum í heiminum eftir að Sóvéska líkanið hafði gefið upp öndina. Eins og við þekkjum nú varð það ekki raunin. Í þriðja lagi snúast aðgerðir Rússa um meira en bara NATÓ. Það má ekki gleyma því að innrás Rússa inn í Úkraínu árið 2014 kom í kjölfar þess að Úkraínumenn og Evrópusambandið undirrituðu víðtækan samstarfssamning sem hafði í senn öryggisvídd, efnahagsvídd og jafnvel menningarvídd – í þeim skilningi að með samningnum var Úkraína að stilla sér upp með vestrinu. Í fjórða lagi láist Guttormi að nefna þann samning sem gerður var á milli Úkráinu og Rússlands árið 1994, þar sem bæði ríki féllust á núverandi landamæri (með Krímskaga í Úkraínu). Rússland ábyrgðist öryggi Úkraínu gegn því að hin síðarnefndu létu af hendi öll sín kjarnavopn. Síðan 2014 má líta svo á að sá samningur hafi verið brotinn af hálfu Rússa. Í fimmta lagi má helst skilja Guttorm með þeim hætti að best megi stuðla að friði með því að stinga höfðinu í sandinn, fari svo að Rússar ráðist inn í Úkraínu á ný. Að Íslendingar (og önnur vesturveldi væntanlega líka), eigi að halda áfram samskiptum og viðskiptum við Rússland eins og ekkert hafi í skorist, fari allt á versta veg. Með öðrum orðum að engar afleiðingar eigi að hljótast af stríðsbrölti og innrás í annað ríki. Það getur vart talist mjög andstætt hernaði, þótt samtökin sem hann er í forsvari fyrir kenni sig við slíka andstöðu. Í sjötta lagi gerir hann að engu þá gríðarlegu hagsmuni sem örþjóð eins og Ísland á af því að alþjóðalög og fullveldisréttur sé virtur í hvívetna í alþjóðakerfinu. Að vesturveldin leggi sig fram um að viðhalda því kerfi sem tryggir sjálfsákvörðunarrétt þjóða og þá meginreglu að afl sé ekki helsti mælikvarðinn á réttlæti. Vissulega hafa vesturveldin ekki alltaf verið trú þeirri hugsun, en þrátt fyrir ýmis mistök trúa fáir því að Kínverjar eða Rússar myndu leiða heiminn til betri vegar í þeim efnum. Það mætti halda áfram að gera athugasemdir við grein Guttorms, en einhverstaðar verða menn að setja niður endapunkt. Það var sagt um vígatilburði Rómverja forðum daga að þeir sköpuðu eyðimörk og kölluðu það frið. Sé það slíkur friður sem Samtök hernaðarandstæðinga telja eftirsóknarvert hlutskipti Úkraínu, eins og skrif formanns þeirra benda til, ættu samtökin að láta af Orwellískri nafngift sinni og taka upp annað sem lýsir afstöðu þeirra betur. Höfundur er MPA nemi við Harvard og MBA nemi við Dartmouth háskóla.
Drögumst við inn í stríð vegna Úkraínu? Eins og komið hefur fram í fréttum undanfarna daga hefur umstang Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli ekki verið meira síðan árið 2006. Eins og Samtök hernaðarandstæðinga hafa reynt að vekja athygli á hafa stórfelldar framkvæmdir verið í gangi þar undanfarin ár. 27. janúar 2022 07:31
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun