Lögreglan stuðlar að dreifingu amfetamíns — kyndir hún næst undir morðum? Einar Steingrímsson skrifar 1. febrúar 2022 14:01 Í nýlegri frétt á RÚV má lesa eftirfarandi: „... lögreglan hafi farið í leynilega húsleit á heimili mannsins í desember fyrir þremur árum þar sem hún fann lítra af amfetamínbasa og rúmlega 400 grömm af amfetamíni. Í ákærunni segir að lögregla hafi skipt út amfetamínbasanum fyrir annan vökva en látið amfetamínið vera vegna rannsóknarhagsmuna. ... Mánuði eftir leynilegu húsleitina kom lögreglan aftur á staðinn. Maðurinn framvísaði þá því amfetamíni sem eftir var eða rúmlega 200 grömmum.“ Nú má deila um hvort vit sé í að hafa afskipti af vímuefnaneyslu fólks. En ríkið eyðir líklega milljörðum á ári, ef allt er talið, í stríð sem vissulega er vonlaust, en samt endalaust háð af réttarkerfinu. Það er gert á þeirri forsendu að það sé betra fyrir samfélagið en að hætt verði að banna neyslu vímuefna, annarra en þeirra sem eru ríkinu þóknanleg (þótt þau valdi væntanlega mun meiri skaða en hin ólöglegu). Og meðan ríkið rekur þetta stríð, og lögreglan beitir í því aðferðum af þessu tagi, þá er ekki furða að spurt sé hvað sé næst. Eða, eins og kunningi minn einn orðaði það: „Ég hef stundum líkt þessu við að lögreglan fái inná borð til sín til rannsóknar manndrápstilraun, þar sem eiginmaður reynir að drepa konu sína, og lögreglan ákveður að sleppa honum við kæru í von um að honum takist ætlunarverkið næst og fái þarmeð mun þyngri dóm.“ Þetta hljómar auðvitað fáránlega. En þegar réttarkerfið þykist vera að vernda almenning gegn stórkostlegri hættu með stríðinu gegn vímuefnum, hvernig getur lögreglan þá réttlætt að hún láti 400 grömm af amfetamíni óhreyfð, vitandi að þau muni að öllum líkindum rata til neytenda? Er svarið kannski að lögreglan viti að þetta stríð hennar er verra en tilgangslaust, og að þar á bæ sé fólk bara í bófahasar, af því það langi svo að líta út eins og liðið í nýjustu löggutöffaraseríunni? Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri frétt á RÚV má lesa eftirfarandi: „... lögreglan hafi farið í leynilega húsleit á heimili mannsins í desember fyrir þremur árum þar sem hún fann lítra af amfetamínbasa og rúmlega 400 grömm af amfetamíni. Í ákærunni segir að lögregla hafi skipt út amfetamínbasanum fyrir annan vökva en látið amfetamínið vera vegna rannsóknarhagsmuna. ... Mánuði eftir leynilegu húsleitina kom lögreglan aftur á staðinn. Maðurinn framvísaði þá því amfetamíni sem eftir var eða rúmlega 200 grömmum.“ Nú má deila um hvort vit sé í að hafa afskipti af vímuefnaneyslu fólks. En ríkið eyðir líklega milljörðum á ári, ef allt er talið, í stríð sem vissulega er vonlaust, en samt endalaust háð af réttarkerfinu. Það er gert á þeirri forsendu að það sé betra fyrir samfélagið en að hætt verði að banna neyslu vímuefna, annarra en þeirra sem eru ríkinu þóknanleg (þótt þau valdi væntanlega mun meiri skaða en hin ólöglegu). Og meðan ríkið rekur þetta stríð, og lögreglan beitir í því aðferðum af þessu tagi, þá er ekki furða að spurt sé hvað sé næst. Eða, eins og kunningi minn einn orðaði það: „Ég hef stundum líkt þessu við að lögreglan fái inná borð til sín til rannsóknar manndrápstilraun, þar sem eiginmaður reynir að drepa konu sína, og lögreglan ákveður að sleppa honum við kæru í von um að honum takist ætlunarverkið næst og fái þarmeð mun þyngri dóm.“ Þetta hljómar auðvitað fáránlega. En þegar réttarkerfið þykist vera að vernda almenning gegn stórkostlegri hættu með stríðinu gegn vímuefnum, hvernig getur lögreglan þá réttlætt að hún láti 400 grömm af amfetamíni óhreyfð, vitandi að þau muni að öllum líkindum rata til neytenda? Er svarið kannski að lögreglan viti að þetta stríð hennar er verra en tilgangslaust, og að þar á bæ sé fólk bara í bófahasar, af því það langi svo að líta út eins og liðið í nýjustu löggutöffaraseríunni? Höfundur er stærðfræðingur.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun