Handbolti

Fimm Íslendingar tilnefndir í úrvalslið Evrópumótsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ísland á fimm fulltrúa á lista yfir þá sem tilnefndir eru í úrvalslið Evrópumótsins í handbolta.
Ísland á fimm fulltrúa á lista yfir þá sem tilnefndir eru í úrvalslið Evrópumótsins í handbolta. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images

Fimm Íslendingar eru tilnefndir í úrvalslið Evrópumótsins í handbolta, en sex leikmenn hafa verið tilnefndir í hverja stöðu fyrir sig.

Greint var frá tilnefningunum á heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins í dag, en eins og áður segir stendur valið á milli sex leikmanna í hverja stöðu fyrir sig, alls átta stöður.

Viktor Gísli Hallgrímsson er tilnefndur sem markvörður úrvalsliðsins eftir frábæra frammistðu í milliriðlinum. Ýmir Örn Gíslason stimplaði sig einnig rækilega inn í íslenska landsliðið og er tilnefndur sem varnarmaður liðsins.

Þá er Bjarki Már Elísson tilnefndur sem vinstri hornamaður og Sigvaldi Björn Guðjónsson sem hægri hornamaður. Að lokum er íþróttamaður ársins, Ómar Ingi Magnússon, tilnefndur í hægri skyttuna. Ómar er eins og staðan er núna markahæsti maður mótsins.

Lista yfir þá leikmenn sem tilnefndir eru, sem og leiðbeiningar um hvernig hægt er að kjósa, má finna með því að smella hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.