Andlegt brjósklos Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2022 13:01 Við skulum ímynda okkur aðstæður. Maður nokkur er að bera nokkra þunga kassa upp fjórar hæðir í lyftulausri blokk. Fjölskyldan bráðum að flytja og ekki úr vegi að koma nokkrum kössum inn til að létta á fyrir næstu vikur. Ekki er vitað nákvæmlega hvað hver kassi er þungur en ætla má að þyngdin sé þannig að hann þurfi að stoppa inn á milli á stigapöllum til að ná andanum. Strengirnir munu líklega segja vel til sín næstu daga og hann þarf mögulega að taka smá hvíld þegar heim er komið. Maðurinn sér strax eftir því að hafa ekki bara beðið um aðstoð frá vinum sínum. Þegar næst síðasti kassinn er borinn upp finnur hann hins vegar smell í bakinu og á eftir fylgja stingandi verkir niður í hægri löpp ásamt dofa. Hann missir kassann úr höndunum, fellur niður og hringir á sjúkrabíl. Eftir talsverða bið og rannsóknir á spítala er staðfest brjósklos. Hann neyðist til að taka sér leyfi úr vinnu, að minnsta kosti í nokkra mánuði, meðan hann fer í aðgerð og sinnir endurhæfingu. Allir eru boðnir og búnir að hjálpa honum í þessum kvölum og því verkefni sem framundan er. Ímyndið ykkur núna að kassarnir séu tákn fyrir streituvalda, álag og andleg veikindi. Stiginn gæti verið tákn fyrir lífið. Stundum og fyrir suma er ekkert mál að hlaupa upp nokkrar hæðir en það getur hins vegar verið áskorun með þunga kassa. Já eða ef fólk glímir við stoðkerfisvandamál eða jafnvel fötlun. Maðurinn vill jú sinna þessu sjálfur og telur enga þörf á að heyra í neinum til að bera nokkra kassa – þeir eru jú ekki það þungir að hann ráði ekki við þá. Það er nefnilega oft eins með álag og streituvalda. Fólk telur sig geta ráðið við að sinna því sjálft og bæta ofan á. Þar til það getur það ekki. Fólk fær andlega kvilla á borð við kvíða, þunglyndi, áfallastreituröskun eða jafnvel taugaáfall, þó það heyri ekki til formlegrar greiningar. Sumir þróa með sér alvarlegri geðsjúkdóma. Fólk verður óvinnufært, tímabundið eða til lengri tíma. Þeir sem veikjast hvað verst snúa aldrei aftur á vinnumarkað eða út í lífið sjálft ef því er að skipta og þess má geta að árið 2020 féllu 47 manns fyrir eigin hendi á Íslandi (Sjálfsvíg – tölur, 2021). Samfélagið virðist þó ekki gera þessum alvarlegu og andlegu veikindum jafn hátt undir höfði og þeim líkamlegu, þó viðhorfið sé sem betur fer að breytast til batnaðar með vitundarvakningu um mikilvægi andlegrar heilsu. Það virðist vera þægilegra og minna vandræðalegt að „réttlæta“ til dæmis leyfi frá vinnu eða skilafresti í námi þegar manneskja hefur staðfestingu á líkamlegum veikindum. Þá virðast einstaklingar frekar reiðubúnir að ræða líkamlegu veikindin opinskátt en þau andlegu, ásamt því að leita sér frekar aðstoðar. Það hljómar einhvern veginn betur að mæta í sjúkraþjálfun en til sálfræðings eða geðlæknis þó einfaldlega sé um að ræða efnaskipti í heila, sem er jafnframt eitt okkar mikilvægasta líffæri. Við erum komin vel á veg með hjálp góðrar fræðslu og samtaka eins og Geðhjálpar og Píeta samtakanna sem er ánægjulegt, en betur má ef duga skal. Þetta á sérstaklega við núna í kjölfar heimsfaraldurs þegar leiða má líkur að því að ótti, félagsleg einangrun og sjálfsbjargarþörf hafi ráðið för hjá okkur flestum. Ekki allir munu þurfa að leita einhverskonar aðstoðar og sumir munu ekki leita hennar þrátt fyrir að þörf sé á, en skilningur fyrir hvoru tveggja er nauðsynlegur. Mikilvægt er að opna enn frekar á umræðuna um andleg veikindi afnema það tabú sem oft virðist fylgja henni, til hagsbóta fyrir okkur öll. Það er nefnilega erfitt að útskýra andlegt brjósklos. Höfundur er á lokaári í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst og áhugakona um geðheilbrigði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Við skulum ímynda okkur aðstæður. Maður nokkur er að bera nokkra þunga kassa upp fjórar hæðir í lyftulausri blokk. Fjölskyldan bráðum að flytja og ekki úr vegi að koma nokkrum kössum inn til að létta á fyrir næstu vikur. Ekki er vitað nákvæmlega hvað hver kassi er þungur en ætla má að þyngdin sé þannig að hann þurfi að stoppa inn á milli á stigapöllum til að ná andanum. Strengirnir munu líklega segja vel til sín næstu daga og hann þarf mögulega að taka smá hvíld þegar heim er komið. Maðurinn sér strax eftir því að hafa ekki bara beðið um aðstoð frá vinum sínum. Þegar næst síðasti kassinn er borinn upp finnur hann hins vegar smell í bakinu og á eftir fylgja stingandi verkir niður í hægri löpp ásamt dofa. Hann missir kassann úr höndunum, fellur niður og hringir á sjúkrabíl. Eftir talsverða bið og rannsóknir á spítala er staðfest brjósklos. Hann neyðist til að taka sér leyfi úr vinnu, að minnsta kosti í nokkra mánuði, meðan hann fer í aðgerð og sinnir endurhæfingu. Allir eru boðnir og búnir að hjálpa honum í þessum kvölum og því verkefni sem framundan er. Ímyndið ykkur núna að kassarnir séu tákn fyrir streituvalda, álag og andleg veikindi. Stiginn gæti verið tákn fyrir lífið. Stundum og fyrir suma er ekkert mál að hlaupa upp nokkrar hæðir en það getur hins vegar verið áskorun með þunga kassa. Já eða ef fólk glímir við stoðkerfisvandamál eða jafnvel fötlun. Maðurinn vill jú sinna þessu sjálfur og telur enga þörf á að heyra í neinum til að bera nokkra kassa – þeir eru jú ekki það þungir að hann ráði ekki við þá. Það er nefnilega oft eins með álag og streituvalda. Fólk telur sig geta ráðið við að sinna því sjálft og bæta ofan á. Þar til það getur það ekki. Fólk fær andlega kvilla á borð við kvíða, þunglyndi, áfallastreituröskun eða jafnvel taugaáfall, þó það heyri ekki til formlegrar greiningar. Sumir þróa með sér alvarlegri geðsjúkdóma. Fólk verður óvinnufært, tímabundið eða til lengri tíma. Þeir sem veikjast hvað verst snúa aldrei aftur á vinnumarkað eða út í lífið sjálft ef því er að skipta og þess má geta að árið 2020 féllu 47 manns fyrir eigin hendi á Íslandi (Sjálfsvíg – tölur, 2021). Samfélagið virðist þó ekki gera þessum alvarlegu og andlegu veikindum jafn hátt undir höfði og þeim líkamlegu, þó viðhorfið sé sem betur fer að breytast til batnaðar með vitundarvakningu um mikilvægi andlegrar heilsu. Það virðist vera þægilegra og minna vandræðalegt að „réttlæta“ til dæmis leyfi frá vinnu eða skilafresti í námi þegar manneskja hefur staðfestingu á líkamlegum veikindum. Þá virðast einstaklingar frekar reiðubúnir að ræða líkamlegu veikindin opinskátt en þau andlegu, ásamt því að leita sér frekar aðstoðar. Það hljómar einhvern veginn betur að mæta í sjúkraþjálfun en til sálfræðings eða geðlæknis þó einfaldlega sé um að ræða efnaskipti í heila, sem er jafnframt eitt okkar mikilvægasta líffæri. Við erum komin vel á veg með hjálp góðrar fræðslu og samtaka eins og Geðhjálpar og Píeta samtakanna sem er ánægjulegt, en betur má ef duga skal. Þetta á sérstaklega við núna í kjölfar heimsfaraldurs þegar leiða má líkur að því að ótti, félagsleg einangrun og sjálfsbjargarþörf hafi ráðið för hjá okkur flestum. Ekki allir munu þurfa að leita einhverskonar aðstoðar og sumir munu ekki leita hennar þrátt fyrir að þörf sé á, en skilningur fyrir hvoru tveggja er nauðsynlegur. Mikilvægt er að opna enn frekar á umræðuna um andleg veikindi afnema það tabú sem oft virðist fylgja henni, til hagsbóta fyrir okkur öll. Það er nefnilega erfitt að útskýra andlegt brjósklos. Höfundur er á lokaári í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst og áhugakona um geðheilbrigði.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar