Ekki kasta krónunni Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 26. janúar 2022 18:30 Áskoranir nútímans eru margar, ein þeirra sem sækir ætíð á ungt fólk er sú færni að fara vel með eigið fé. Sé leitað á vef Alþingis eftir efnisorðinu fjármálalæsi koma fram ógrynni af ræðum, þingmálum og umsögnum þar sem hugtakið kemur fram, sérstaklega eftir hrun. Fjármálalæsi fær almennt mikið vægi í umræðunni, enda markmiðið með auknu fjármálalæsi skýrt; að efla vitund almennings á efnahagslegum atriðum, eykur hæfni og trú fólks á eigin getu til að bæta lífsgæði sín og færni til að taka upplýstar ákvarðanir um eigin fjárhag og byggja upp örugga framtíð sér og fjölskyldu sinni til handa. Fjármálalæsi snýst líka um að hjálpa fólki til sjálfshjálpar sem og tæki til að bæta félagslegar aðstæður og ekki síst til að veita stjórnvöldum aðhald. Er svo komið að fjármálalæsi er kennt í flestum grunn- og framhaldsskólum en gagnrýnd eru gæði kennslunnar, námsefnið og þeim tíma sem varið er í kennsluna. Námsárangur í fjármálalæsi er einnig sjaldnast metinn eins og aðrar námsgreinar. Í nýliðnum kosningunum fann ég mikinn áhuga unga fólksins á fjármálalæsi og flestir tóku undir að þetta væri eitthvað sem þyrfti að gefa meira vægi. Margir hverjir tengdu ekki við þá fjármálakennslu sem þeir fengu í skólanum og það er vert að veita því athygli og skoða vel hvað veldur. Ég vil vekja athygli á tveimur atriðum sem renna stoðum undir mikilvægi þess að við eflum verulega fjármálalæsi. Fyrra atriðið er áhrif covid á fjárhag unga fólksins. Það er mikilvægt að við hlúum vel að unga fólkinu okkar í kjölfar heimsfaraldursins en áhrif hans á fjárhag einstaklinga er okkur enn að fullu ókunn eins hve mismunandi efnahagsleg áhrifin hans leggjast á einstaklinga. Seinna atriðið er tenging fjármálalæsis við jafnrétti. Ein sterkustu rökin fyrir því að grípa málið föstum tökum er tengingin við jafnréttissjónarmið. Fái stúkur markvissa þjálfun í að fara með eigið fé leiðir það að auknu jafnrétti. Konur fara enn með minni hluta fés en karlar. Að efla fjármálalæsi byggir undir valdeflingu kvenna að taka ákvarðanir um eigið fjármagn, það umhverfi að einungis strákarnir tali saman um bitcoin og hlutabréfamarkaði þarf að verða að sameiginlegu spjalli allra kynja. Við þurfum því að stuðla að viðhorfsbreytingu gagnvart kynjaðri umræðu um fjármál. Ég fagna því að fram eru komnar sterkar ungar konur í atvinnulífinu sem hvetja til frekari þátttöku kvenna í fjármálageiranum og æðstu stöðum fyrirtækja og benda á mikilvægi þess að efla tengslanet sitt. Vísa ég sérstaklega til félagsskaparins Ungar Athafnakonur og svo Fortuna Invest. Ég vil eindregið hvetja allar konur til að kynna sér hin ýmsu fjárhagsmálefni. Fortuna Invest hafa sýnt að hægt er að nálgast fræðslu um fjárfestingar á skýran og aðgengilegan máta. Þröskuldurinn er enn til staðar og það þarf að vera markmið okkar að jafna hann við jörðu. Kveikjum áhuga stúlkna á fjármálum snemma og kyndum undir stjórnunarhæfileika þeirra í markvisst í skólakerfinu með fjármálakennslu. Lærdómurinn er sá að bæta þarf kennslu, þjálfun og færni í fjármálalæsi. Það er okkar skylda að styðja betur við faglega námsgagnaútgáfu um fjármál einstaklinga, heimila, fyrirtækja og hins opinbera. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Alþingi Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Áskoranir nútímans eru margar, ein þeirra sem sækir ætíð á ungt fólk er sú færni að fara vel með eigið fé. Sé leitað á vef Alþingis eftir efnisorðinu fjármálalæsi koma fram ógrynni af ræðum, þingmálum og umsögnum þar sem hugtakið kemur fram, sérstaklega eftir hrun. Fjármálalæsi fær almennt mikið vægi í umræðunni, enda markmiðið með auknu fjármálalæsi skýrt; að efla vitund almennings á efnahagslegum atriðum, eykur hæfni og trú fólks á eigin getu til að bæta lífsgæði sín og færni til að taka upplýstar ákvarðanir um eigin fjárhag og byggja upp örugga framtíð sér og fjölskyldu sinni til handa. Fjármálalæsi snýst líka um að hjálpa fólki til sjálfshjálpar sem og tæki til að bæta félagslegar aðstæður og ekki síst til að veita stjórnvöldum aðhald. Er svo komið að fjármálalæsi er kennt í flestum grunn- og framhaldsskólum en gagnrýnd eru gæði kennslunnar, námsefnið og þeim tíma sem varið er í kennsluna. Námsárangur í fjármálalæsi er einnig sjaldnast metinn eins og aðrar námsgreinar. Í nýliðnum kosningunum fann ég mikinn áhuga unga fólksins á fjármálalæsi og flestir tóku undir að þetta væri eitthvað sem þyrfti að gefa meira vægi. Margir hverjir tengdu ekki við þá fjármálakennslu sem þeir fengu í skólanum og það er vert að veita því athygli og skoða vel hvað veldur. Ég vil vekja athygli á tveimur atriðum sem renna stoðum undir mikilvægi þess að við eflum verulega fjármálalæsi. Fyrra atriðið er áhrif covid á fjárhag unga fólksins. Það er mikilvægt að við hlúum vel að unga fólkinu okkar í kjölfar heimsfaraldursins en áhrif hans á fjárhag einstaklinga er okkur enn að fullu ókunn eins hve mismunandi efnahagsleg áhrifin hans leggjast á einstaklinga. Seinna atriðið er tenging fjármálalæsis við jafnrétti. Ein sterkustu rökin fyrir því að grípa málið föstum tökum er tengingin við jafnréttissjónarmið. Fái stúkur markvissa þjálfun í að fara með eigið fé leiðir það að auknu jafnrétti. Konur fara enn með minni hluta fés en karlar. Að efla fjármálalæsi byggir undir valdeflingu kvenna að taka ákvarðanir um eigið fjármagn, það umhverfi að einungis strákarnir tali saman um bitcoin og hlutabréfamarkaði þarf að verða að sameiginlegu spjalli allra kynja. Við þurfum því að stuðla að viðhorfsbreytingu gagnvart kynjaðri umræðu um fjármál. Ég fagna því að fram eru komnar sterkar ungar konur í atvinnulífinu sem hvetja til frekari þátttöku kvenna í fjármálageiranum og æðstu stöðum fyrirtækja og benda á mikilvægi þess að efla tengslanet sitt. Vísa ég sérstaklega til félagsskaparins Ungar Athafnakonur og svo Fortuna Invest. Ég vil eindregið hvetja allar konur til að kynna sér hin ýmsu fjárhagsmálefni. Fortuna Invest hafa sýnt að hægt er að nálgast fræðslu um fjárfestingar á skýran og aðgengilegan máta. Þröskuldurinn er enn til staðar og það þarf að vera markmið okkar að jafna hann við jörðu. Kveikjum áhuga stúlkna á fjármálum snemma og kyndum undir stjórnunarhæfileika þeirra í markvisst í skólakerfinu með fjármálakennslu. Lærdómurinn er sá að bæta þarf kennslu, þjálfun og færni í fjármálalæsi. Það er okkar skylda að styðja betur við faglega námsgagnaútgáfu um fjármál einstaklinga, heimila, fyrirtækja og hins opinbera. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun