Davis sneri aftur í flottum sigri og Clippers unnu upp 35 stiga forskot Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2022 07:30 Anthony Davis til varnar gegn James Harden í sigri Lakers gegn Nets í nótt. AP/Frank Franklin II Los Angeles Lakers fagnaði endurkomu Anthony Davis með flottum sigri gegn Brooklyn Nets í NBA-deildinni í New York í gærkvöld, 106-96, þar sem LeBron James skoraði 33 stig. „Mér finnst ég vera tilbúinn,“ sagði Davis eftir leik en hann spilaði 25 mínútur eftir að hafa misst af 17 leikjum í röð vegna meiðsla í vinstra hné, og skoraði átta stig. James skoraði ekki bara 33 stig heldur tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar, en hápunkturinn var um miðjan fjórða leikhluta þegar hann stal boltanum og tróð honum, tvisvar í röð, og kom Lakers í 100-85. Ekki var að sjá að meiðsli trufluðu Davis nokkuð lengur þegar hann fagnaði félaga sínum af krafti. 33 PTS | 7 REB | 6 AST | 3 STL | 2 BLK@KingJames filled the stat sheet in the @Lakers win in Brooklyn! #LakeShow pic.twitter.com/Lu76l4dfrb— NBA (@NBA) January 26, 2022 James Harden var allt í öllu hjá Brooklyn með 33 stig, 12 fráköst og 11 stoðendingar, en Kevin Durant er enn úr leik vegna meiðsla og óbólusettur Kyrie Irving má ekki spila leiki í New York. Tryggðu sér sigur með fjögurra stiga sókn í lokin Hápunktur kvöldsins var þó ekki endurkoma Davis heldur endurkoma LA Clippers sem á einhvern ótrúlegan hátt unnu Washington Wizards þrátt fyrir að lenda 35 stigum undir. Lið hefur ekki unnið upp slíkt forskot í NBA-deildinni síðan árið 2009, en rúsínan í pylsuendanum var fjögurra stiga sókn Luke Kennard þegar hann tryggði Clippers 116-115 sigur. The @LAClippers came back from 35 down tonight...the NBA's largest comeback since 2009!@LukeKennard5 added some late game heroics knocking down the game winning 4-point-play! #ClipperNation pic.twitter.com/jBE0uTpgzv— NBA (@NBA) January 26, 2022 Úrslitin í nótt: Philadelphia 117-107 New Orleans Detroit 105-110 Denver Toronto 125-113 Charlotte Washington 115-116 LA Clippers Boston 128-75 Sacramento Brooklyn 96-106 LA Lakers Houston 104-134 San Antonio Golden State 130-92 Dallas Portland 107-109 Minnesota NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Körfubolti Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Enski boltinn Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Formúla 1 Fleiri fréttir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Í beinni: Valur - Grindavík | Vaknar Valur í bikarnum? Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Sjá meira
„Mér finnst ég vera tilbúinn,“ sagði Davis eftir leik en hann spilaði 25 mínútur eftir að hafa misst af 17 leikjum í röð vegna meiðsla í vinstra hné, og skoraði átta stig. James skoraði ekki bara 33 stig heldur tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar, en hápunkturinn var um miðjan fjórða leikhluta þegar hann stal boltanum og tróð honum, tvisvar í röð, og kom Lakers í 100-85. Ekki var að sjá að meiðsli trufluðu Davis nokkuð lengur þegar hann fagnaði félaga sínum af krafti. 33 PTS | 7 REB | 6 AST | 3 STL | 2 BLK@KingJames filled the stat sheet in the @Lakers win in Brooklyn! #LakeShow pic.twitter.com/Lu76l4dfrb— NBA (@NBA) January 26, 2022 James Harden var allt í öllu hjá Brooklyn með 33 stig, 12 fráköst og 11 stoðendingar, en Kevin Durant er enn úr leik vegna meiðsla og óbólusettur Kyrie Irving má ekki spila leiki í New York. Tryggðu sér sigur með fjögurra stiga sókn í lokin Hápunktur kvöldsins var þó ekki endurkoma Davis heldur endurkoma LA Clippers sem á einhvern ótrúlegan hátt unnu Washington Wizards þrátt fyrir að lenda 35 stigum undir. Lið hefur ekki unnið upp slíkt forskot í NBA-deildinni síðan árið 2009, en rúsínan í pylsuendanum var fjögurra stiga sókn Luke Kennard þegar hann tryggði Clippers 116-115 sigur. The @LAClippers came back from 35 down tonight...the NBA's largest comeback since 2009!@LukeKennard5 added some late game heroics knocking down the game winning 4-point-play! #ClipperNation pic.twitter.com/jBE0uTpgzv— NBA (@NBA) January 26, 2022 Úrslitin í nótt: Philadelphia 117-107 New Orleans Detroit 105-110 Denver Toronto 125-113 Charlotte Washington 115-116 LA Clippers Boston 128-75 Sacramento Brooklyn 96-106 LA Lakers Houston 104-134 San Antonio Golden State 130-92 Dallas Portland 107-109 Minnesota NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: Philadelphia 117-107 New Orleans Detroit 105-110 Denver Toronto 125-113 Charlotte Washington 115-116 LA Clippers Boston 128-75 Sacramento Brooklyn 96-106 LA Lakers Houston 104-134 San Antonio Golden State 130-92 Dallas Portland 107-109 Minnesota
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Körfubolti Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Enski boltinn Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Formúla 1 Fleiri fréttir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Í beinni: Valur - Grindavík | Vaknar Valur í bikarnum? Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Sjá meira