Handbolti

„Maður bíður svolítið eftir því hver sé næstur“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Elvar Ásgeirsson skoraði fjögur mörk gegn Króatíu.
Elvar Ásgeirsson skoraði fjögur mörk gegn Króatíu. getty/Kolektiff Images

Elvar Ásgeirsson hefur slegið í gegn á EM. Þessi óreyndi, ungi drengur lenti óvart í djúpu lauginni með hákörlunum í milliriðlinum og hefur heldur betur spriklað.

Elvar átti hörkuleik gegn Króötum en klúðraði dauðafæri á ögurstundu. Það getur verið erfitt að glíma við það en strákarnir standa saman.

„Hvað mig varðar var erfitt um kvöldið að einblína á jákvæðu hlutina en eftir að hafa talað við liðsfélagana þá verður maður að taka með sér sem gekk vel en stroka hitt út. Þannig að ég var nokkuð sáttur með mitt,“ sagði Elvar fyrir utan hótel landsliðsins í dag.

Á morgun er það Svartfjallaland og það er mikið undir. Miði í undanúrslit jafnvel í boði en sigur ætti að minnsta kosti að tryggja strákunum leik um fimmta sætið.

„Við mætum hundrað prósent klárir og ekkert mál að gíra sig upp. Mætum með sama anda og baráttu og stefnum í sigur,“ segir Elvar en það hjálpar ekki að fleiri leikmenn liðsins hafa greint smitaðir af Covid.

„Þetta var alveg viðbúið og maður bíður svolítið eftir því hver sé næstur. Eins sorglegt og það er.“

Klippa: Elvar átti erfitt kvöld eftir Króatíuleikinn

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×