Viðskipti innlent

Flytja inn eldaðan Popcorn kjúkling

Eiður Þór Árnason skrifar
Veitingastaður KFC við Hjallahraun í Hafnarfirði.
Veitingastaður KFC við Hjallahraun í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm

Átján tonna tollkvóti sem KFC á Íslandi fékk úthlutað í desember fyrir innflutning á unnum kjötvörum verður nýttur til að flytja inn svonefndan Popcorn kjúkling sem kemur fulleldaður frá Bretlandi.

Þetta kemur fram í skriflegu svari frá skyndibitakeðjunni sem áréttar að allur annar kjúklingur á matseðli KFC sé og hafi ávallt verið ræktaður á Íslandi.

Að sögn Gísla Jóns Gíslasonar, upplýsingatæknistjóra hjá KFC, er Popcorn kjúklingurinn ekki fáanlegur hjá íslenskum birgjum þar sem ekki sé til tækjabúnaður til að framleiða vöruna. Um sé að ræða afar dýran tækjabúnað sem enginn íslenskur framleiðandi hafi treyst sér til að fjárfesta í fram að þessu fyrir svo lítinn markað.

Umræddur Popcorn kjúklingur.KFC

„Á þessari vöru er afar háir verndartollar og því þarf að bjóða í kvóta til að þeir falli niður. Það útboð er hálfgert lotterí því að enginn veit hvernig markaðurinn er á hverjum tíma og er algengara en ekki að við fáum engan kvóta.“

KFC fékk tollkvótann á meðalverðinu 599 krónur á kílóið í útboði atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins á tollkvótum vegna landbúnaðarafurða frá Bretlandi fyrir árið 2022. Sömuleiðis fékk fyrirtækið úthlutað 14,75 tonna tollkvóta vegna innflutnings á osti frá Bretlandi.


Tengdar fréttir

KFC vill flytja inn á­tján tonn af bresku kjöti

Skyndibitakeðjan KFC fékk í desember úthlutað átján tonna tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum frá Bretlandi. Um er að ræða allan kjötkvóta sem úthlutað var í útboðinu en KFC fær hann á meðalverðinu 599 krónur á kílóið. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×