Viðskipti innlent

KFC vill flytja inn á­tján tonn af bresku kjöti

Eiður Þór Árnason skrifar
Veitingastaður KFC í Hjallahraun í Hafnarfirði.
Veitingastaður KFC í Hjallahraun í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm

Skyndibitakeðjan KFC fékk í desember úthlutað átján tonna tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum frá Bretlandi. Um er að ræða allan kjötkvóta sem úthlutað var í útboðinu en KFC fær hann á meðalverðinu 599 krónur á kílóið. 

Sömuleiðis fær fyrirtækið stærstan hluta af osti og ystingi í vörulið 0406, eða 14,75 tonn á meðalverðinu 585 á kíló. Samkvæmt upplýsingum frá KFC er tollkvótinn nýttur til að flytja inn eldaðan Popcorn kjúkling.

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvótum frá landbúnaðarafurðum frá Bretlandi fyrir tímabilið janúar til desember 2022. Bændablaðið greindi fyrst frá

Úthlutað með hlutkesti 

Útboðið náði til osta og ystings í vörulið 0406, osta og ystings í vörulið ex 0406, sem skráðir eru samkvæmt vernd landfræðilegra merkinga og uppruna landbúnaðarafurða, og annars kjöts..., unnið eða varið skemmdum í vörulið 1602.

Krónan fékk stærstan hluta af tollkvótum fyrir breskan ost og ysting úr vöruliðnum ex 0406, eða alls 3,30 tonn. Mjólkursamsalan fékk næstmest, eða 2,75 tonn. Tollkvóta úr umræddum vörulið var úthlutað með hlutkesti í samræmi við reglugerð.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið úthlutaði tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja:

Ostur og ystingur 0406

Úthlutað magn (kg)   

Tilboðsgjafi

14.750

KFC ehf

4.250

Natan & Olsen ehf

Ostur og ystingur ex 0406 (**)

Úthlutað magn (kg)   

Tilboðsgjafi

1.650

Danól ehf

1.650

Innnes ehf

3.300

Krónan ehf

1.650

Natan & Olsen ehf

2.750

Mjólkursamsalan

Annað kjöt, hlutar úr dýrum-.... 1602

Úthlutað magn (kg)   

Tilboðsgjafi

18.000

KFC ehf

Fréttin hefur verið uppfærð með frekari upplýsingum frá KFC.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×