Karabatic: Við fundum engar lausnir Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. janúar 2022 08:02 Nikola Karabatic mátti sín lítils í gær gegn íslensku vörninni EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Nikola Karabatic, einn besti og sigursælasti handboltamaður sögunnar, var að vonum niðurlútur í viðtölum við franska fjölmiðla eftir tapið gegn Íslandi. Karabatic sat fyrir svörum hjá franska íþróttablaðinu L'Equipe eftir leikinn og sagði Frakka ekki getað notað afsakanir eins og að það hafi vantað leikmenn eins og Guillaume Gille og Ludovic Fabregas. „Við getum ekki lagt neina áherslu á að okkur hafi vantað leikmenn í dag því að Íslandi vantaði líka leikmenn. Þeir höfðu engu að tapa á móti ólympíumeisturunum og gáfu allt í leikinn. Við mættum liði sem átti sinn besta leik á mótinu og á sama tíma áttum við okkar versta leik. Við erum núna með bakið upp við vegg og verðum að vinna leikina sem eru eftir ef við ætlum okkur í undanúrslit,“ sagði Karabatic ósáttur við leik sinna manna. Þetta tíst naut mikilla vinsælda í gær þar sem sjá má ungan Teit Örn Einarsson stilla sér upp með Karabatic, og aðra mynd frá leiknum í gær þar sem Teitur er að taka hressilega á Karabatic. 10 ára callenge... #handbolti #hmruv pic.twitter.com/2PDw9uLQMO— Thelma Björk Einarsd (@ThelmaBjorkE) January 21, 2019 Þá sagði Karabatic að liðið hefði einfaldlega ekki fundið lausnir á varnarleik íslenska liðsins. „Við skoruðum ekki nema 21 mark og klikkuðum á alltof mörgum skotum á meðan þeir sóttu vel á okkur. Við vorum í lakari gæðaflokki allan leikinn og það er mjög langt síðan mér leið þannig gegn nokkru liði,“ sagði fyrirliði franska liðsins. Aðspurður hvort hann óttist það að Frakkar komist ekki í undanúrslit var svarið einfalt. „Að sjálfsögðu,“ sagði hann og bætti við að liðið þyrfti að hafa betur gegn Svartfjallalandi og Danmörku. Þá harmaði hann það hversu stórt tapið gegn Íslandi var, enda gæti markatala skorið út um það hvaða lið fer áfram í undanúrslitin, og þar mun stórsigur Íslands vænka hag okkar manna. „Það fór allt úrskeiðis, ég hef ekki reiknað þetta út enn þá en við verðum að berjast,“ sagði Karabatic. Mótshaldarar hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir slælegar sóttvarnir og hafa flest lið urðið fyrir barðinu á Covid-19 á mótinu. Var Karabatic spurður álits á því hvort að mótið hefði átt að vera haldið til að byrja með. „Það er önnur spurning sem við svörum seinna. Þetta er mjög sérstakt mót. Á tuttugu ára ferli mínum með landsliðinu hef ég aldrei upplifað annað eins,“ sagði Karabatic. Sem fyrr segir voru Frakkar án þjálfarans og nokkurra lykilmanna auk þess sem að skakkaföll íslenska liðsins eru vel skrásett. Karabatic segir að hverjum degi fylgi óvissa. „Á hverjum degi vöknum og við spyrjum hver er ennþá hér, hver getur haldið áfram, hver getur það ekki, hver er í einangrun og hver ekki.“ EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira
Karabatic sat fyrir svörum hjá franska íþróttablaðinu L'Equipe eftir leikinn og sagði Frakka ekki getað notað afsakanir eins og að það hafi vantað leikmenn eins og Guillaume Gille og Ludovic Fabregas. „Við getum ekki lagt neina áherslu á að okkur hafi vantað leikmenn í dag því að Íslandi vantaði líka leikmenn. Þeir höfðu engu að tapa á móti ólympíumeisturunum og gáfu allt í leikinn. Við mættum liði sem átti sinn besta leik á mótinu og á sama tíma áttum við okkar versta leik. Við erum núna með bakið upp við vegg og verðum að vinna leikina sem eru eftir ef við ætlum okkur í undanúrslit,“ sagði Karabatic ósáttur við leik sinna manna. Þetta tíst naut mikilla vinsælda í gær þar sem sjá má ungan Teit Örn Einarsson stilla sér upp með Karabatic, og aðra mynd frá leiknum í gær þar sem Teitur er að taka hressilega á Karabatic. 10 ára callenge... #handbolti #hmruv pic.twitter.com/2PDw9uLQMO— Thelma Björk Einarsd (@ThelmaBjorkE) January 21, 2019 Þá sagði Karabatic að liðið hefði einfaldlega ekki fundið lausnir á varnarleik íslenska liðsins. „Við skoruðum ekki nema 21 mark og klikkuðum á alltof mörgum skotum á meðan þeir sóttu vel á okkur. Við vorum í lakari gæðaflokki allan leikinn og það er mjög langt síðan mér leið þannig gegn nokkru liði,“ sagði fyrirliði franska liðsins. Aðspurður hvort hann óttist það að Frakkar komist ekki í undanúrslit var svarið einfalt. „Að sjálfsögðu,“ sagði hann og bætti við að liðið þyrfti að hafa betur gegn Svartfjallalandi og Danmörku. Þá harmaði hann það hversu stórt tapið gegn Íslandi var, enda gæti markatala skorið út um það hvaða lið fer áfram í undanúrslitin, og þar mun stórsigur Íslands vænka hag okkar manna. „Það fór allt úrskeiðis, ég hef ekki reiknað þetta út enn þá en við verðum að berjast,“ sagði Karabatic. Mótshaldarar hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir slælegar sóttvarnir og hafa flest lið urðið fyrir barðinu á Covid-19 á mótinu. Var Karabatic spurður álits á því hvort að mótið hefði átt að vera haldið til að byrja með. „Það er önnur spurning sem við svörum seinna. Þetta er mjög sérstakt mót. Á tuttugu ára ferli mínum með landsliðinu hef ég aldrei upplifað annað eins,“ sagði Karabatic. Sem fyrr segir voru Frakkar án þjálfarans og nokkurra lykilmanna auk þess sem að skakkaföll íslenska liðsins eru vel skrásett. Karabatic segir að hverjum degi fylgi óvissa. „Á hverjum degi vöknum og við spyrjum hver er ennþá hér, hver getur haldið áfram, hver getur það ekki, hver er í einangrun og hver ekki.“
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira